Körfubolti

„Hann er náttúrulega bara Herra Þorlákshöfn“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Karel Einarsson er gríðarlega mikilvægur fyrir Þórsliðið þótt að hann fá oft ekki alltof margar mínútur.
Emil Karel Einarsson er gríðarlega mikilvægur fyrir Þórsliðið þótt að hann fá oft ekki alltof margar mínútur. Vísir/Hulda Margrét

Emil Karel Einarsson átti frábæran leik með Þór þegar liðið vann loksins leik í Subway deildinni en sigurinn kom á móti einu af efstu liðum deildarinnar og eftir að Þórsliðið hafði lent í miklu mótlæti.

Emil Karel Einarsson var einn af aðalmönnunum á bak við endurkomu Þórsliðsins sem var tíu stigum undir eftir að Styrmir Snær Þrastarson var rekinn út úr húsi. Emil Karel skoraði 18 af 21 stigi sínum á síðustu fimmtán mínútum leiksins.

„Það var ákveðinni vendipunktur þegar Styrmir var rekinn út úr húsi. Það var einn maður sem sýndi af hverju hann er leiðtogi liðsins. Emil Karel Einarsson,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, og sýndi tölfræði Emils fyrir og eftir brottrekstur Styrmis.

„Maður sá það bara á holningunni á honum að um leið og Styrmir var henti út hvernig hann tók hópinn saman. Hann kallar þá strax saman. Þetta er búið og gert en nú þurfum við bara að rífa okkur í gang,“ sagði Kjartan Atli.

Tölfræðin hjá Emil Karel Einarssyni í sigurleiknum á Keflavík.S2 Sport

„Sá gerði það og gerði það rúmlega. Hvernig hann spilaði líka vörn. Hann er sífellt segjandi mönnum til. Svo er hann alltaf rétt staðsettur í sókninni hann veit þegar aukasendingin er að koma,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi.

„Hann er mjög öruggur á þessu skoti sínu ef hann er að fá það galopið. Þá er þetta ein af betri skyttum í deildinni þegar hann fær svona galopið skot,“ sagði Hermann.

„Þetta sýndi bara og sannaði fyrir mér að hann er algjör leiðtogi. Hann er náttúrulega bara Herra Þorlákshöfn,“ sagði Hermann.

„Þetta akkúrat leiðtogi sem þú vilt hafa í liðinu þínu. Leiðtogi sem leiðir af fordæmi og er svipaður og Óli Óla. Hann er ekkert að þykjast,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi.

Það má sjá allt spjallið um Emil Karel hér fyrir neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Þetta sýndi bara og sannaði fyrir mér að hann er algjör leiðtogi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×