Segir Vesturlönd hrokafull og misnota mannréttindaráð SÞ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 14:06 Fulltrúi Írans í mannréttindaráði SÞ vandaði ekki Vesturlöndum kveðjurnar í ræðu sinni. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Fulltrúi Írans í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna segir Vesturlönd skorta siðferðilegan trúverðugleika til að gagnrýna Íran en Ísland og Þýskaland kölluðu eftir sérstökum aukafundi í ráðinu um ástand mannréttindamála í Íran. Mótmælaalda hefur riðið yfir í Íran frá því að Masha Amini, 22 ára kona, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Síðan þá segja Sameinuðu þjóðirnar að fleiri en 300 hafi látist og að minnsta kosti 40 börn. Þá hafi fimmtán þúsund manns, hið minnsta, verið tekin höndum. Vill óháða rannsakendur til að kanna stöðu mannréttinda Ísland og Þýskaland kölluðu eftir fundinum til að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar myndu hefja gagnaöflun um framgöngu stjórnvalda í Íran. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, gagnrýndi írönsk stjórnvöld harðlega í ræðu sinni. „Við leggjum til að óháður aðili á vegum Sameinuðu þjóðanna rannsaki mannréttindabrotin til þess að hægt verði að draga þá ,sem að þeim standa, til ábyrgðar.“ Sjá nánar: Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælum Khadijeh Karimi, fulltrúi íranskra stjórnvalda í ráðinu, segir að með þessum fundi sé verið að misnota mannréttindaráðið og að Vesturlönd skorti siðferðislegan trúverðugleika til að gagnrýna aðra. „Íran harmar að hrokafull ríki misnoti ráðið enn eina ferðina til að egna fullvalda aðildarríki sem er að fullu skuldbundið til að verja mannréttindi.“ Skulda írönskum stúlkum að grípa til aðgerða Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands, voru afdráttarlausar í sínum málflutningi. Ísland og Þýskaland óskuðu eftir fundinum.utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sagði að það væri handan hennar skilnings að nokkur yfirvöld skuli velja að fremja mannréttindabrot á þegnum sínum, sem þau eru skuldbundin til að verja. Þórdís segir íranskar stúlkur og konur hafa sýnt af sér fádæma hugrekki með því að hafa leitt mótmæli víða um Íran. Sagðist hún full innblásturs vegna hugrekkis sem þær hefðu sýnt með því að hafa hætt lífi sínu fyrir málstaðinn. „Ofbeldið verður að hætta og brotum gegn mannréttindum kvenna verður að linna.“ „Við skuldum öllum hugrökku stúlkunum, konunum og öllum öðrum í Íran að grípa til aðgerða fyrir konur, lífið og frelsið,“sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Sameinuðu þjóðirnar Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. 24. nóvember 2022 09:34 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Mótmælaalda hefur riðið yfir í Íran frá því að Masha Amini, 22 ára kona, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Síðan þá segja Sameinuðu þjóðirnar að fleiri en 300 hafi látist og að minnsta kosti 40 börn. Þá hafi fimmtán þúsund manns, hið minnsta, verið tekin höndum. Vill óháða rannsakendur til að kanna stöðu mannréttinda Ísland og Þýskaland kölluðu eftir fundinum til að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar myndu hefja gagnaöflun um framgöngu stjórnvalda í Íran. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, gagnrýndi írönsk stjórnvöld harðlega í ræðu sinni. „Við leggjum til að óháður aðili á vegum Sameinuðu þjóðanna rannsaki mannréttindabrotin til þess að hægt verði að draga þá ,sem að þeim standa, til ábyrgðar.“ Sjá nánar: Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælum Khadijeh Karimi, fulltrúi íranskra stjórnvalda í ráðinu, segir að með þessum fundi sé verið að misnota mannréttindaráðið og að Vesturlönd skorti siðferðislegan trúverðugleika til að gagnrýna aðra. „Íran harmar að hrokafull ríki misnoti ráðið enn eina ferðina til að egna fullvalda aðildarríki sem er að fullu skuldbundið til að verja mannréttindi.“ Skulda írönskum stúlkum að grípa til aðgerða Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands, voru afdráttarlausar í sínum málflutningi. Ísland og Þýskaland óskuðu eftir fundinum.utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sagði að það væri handan hennar skilnings að nokkur yfirvöld skuli velja að fremja mannréttindabrot á þegnum sínum, sem þau eru skuldbundin til að verja. Þórdís segir íranskar stúlkur og konur hafa sýnt af sér fádæma hugrekki með því að hafa leitt mótmæli víða um Íran. Sagðist hún full innblásturs vegna hugrekkis sem þær hefðu sýnt með því að hafa hætt lífi sínu fyrir málstaðinn. „Ofbeldið verður að hætta og brotum gegn mannréttindum kvenna verður að linna.“ „Við skuldum öllum hugrökku stúlkunum, konunum og öllum öðrum í Íran að grípa til aðgerða fyrir konur, lífið og frelsið,“sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra.
Sameinuðu þjóðirnar Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. 24. nóvember 2022 09:34 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum. 24. nóvember 2022 09:34
Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45