Yngri fangar tilbúnari að beita vopnum og fangelsin geta ekki tryggt öryggi vegna fjárskorts Snorri Másson skrifar 24. nóvember 2022 22:01 Sigurður Rúnar Hafliðason fangavörður á Litla-Hrauni segir ýmislegt hafa breyst í starfsumhverfi fangavarða á undanförnum tíu árum. Vísir/Ívar Fangavörður á Litla-Hrauni segir starfsumhverfið hafa stórbreyst á undanförnum árum og að ný kynslóð brotamanna sé grimmari og tilbúnari að beita vopnum. Starfsfólk fangelsa óttist um öryggi sitt og á sama tíma kemur sífellt meiri fjárskortur sífellt verr niður á allri starfseminni. Turninn hefur lengi verið helsta kennileiti stærsta fangelsis landsins á Litla-Hrauni, en í framkvæmdum fram undan á að rífa þennan gamla eftirlitsstað í von um að bæta alla ásýnd staðarins. Tímarnir breytast. En um leið og fangelsismálayfirvöld breyta áherslum sínum í þessa veru mæta þeim nýjar áskoranir. Stóraukin harka á meðal ungra brotamanna og um leið sífellt áþreifanlegri afleiðingar fjárskorts sem viðgengist hefur áratugum saman. Fréttastofa fór á Litla-Hraun í dag og ræddi við fangavörð til tíu ára - sem talar um breyttan veruleika í fangelsinu. „Við erum bara með miklu harðari kjarna, ofbeldisfyllri og miklu meiri neyslu. Þannig að það er gríðarlegur munur á því hvernig við erum að kljást við einstaklinga miðað við það þegar ég var að byrja hérna,“ sagði Sigurður Rúnar Hafliðason fangavörður í samtali við fréttastofu. Bara á þessu ári hafa orðið þrjár alvarlegar líkamsárásir fanga gegn fangavörðum í íslenskum fangelsum. Að sögn Sigurðar ber á áfallastreitu á meðal starfsfólks fangelsa, sem býr ekki við sama öryggi og áður. „Þessi unga kynslóð sem er að koma inn núna er mjög brútal. Eins og hefur verið bara í umræðunni, tvítugum einstaklingum finnst sjálfsagt að ganga með hníf. Þeir koma hingað og þeir eru hérna. Og það er sú vinnuaðstaða sem við erum undir, að þurfa að sinna þeim. Við erum náttúrulega bara að finna alls konar heimatilbúin stunguverkfæri. Þú getur útbúið stunguverkfæri úr gaffli sem þú getur gert bara gríðarlega mikinn skaða úr sem þeir hafa bara aðgang að til að geta borðað,“ segir Sigurður. Hvað er til ráða? Ekki endilega rafbyssur, en stunguvesti í varnarskyni og betri þjálfun eru nauðsynleg. En til þess þarf fjármagn. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjármálaráðherra er bent á að uppsafnaður niðurskurður árið 2023 muni nema 330 milljónum króna á næsta ári. „Við þurfum að laga öryggisþættina. Við þurfum að koma þeim í lag. Fá þjálfun inn til að laga þá hluti, til að fólk upplifi sig öruggt í umhverfinu. Svo þurfum við náttúrulega að laga launin. Þau eru auðvitað grunnur. Við þurfum auðvitað að brauðfæða fjölskylduna okkar. Er það þess virði að mæta hér til vinnu í hættu um að komast ekki heim til barnanna okkar og vera á lélegum launum, ekki á launum á við sambærilegar stéttir? Þetta er náttúrulega bara hlutur sem þyrfti að lagast,“ segir Sigurður. Kallarðu eftir því að fjármálaráðuneytið taki við sér og setji fé í þennan málaflokk? „Þarf ég að kalla eftir því? Er það ekki bara eðlilegur hlutur? Við erum búnir að vera í svelti frá 2007 og það er ekki boðlegt lengur,“ segir Sigurður. Fangelsismál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Rafbyssur Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Turninn hefur lengi verið helsta kennileiti stærsta fangelsis landsins á Litla-Hrauni, en í framkvæmdum fram undan á að rífa þennan gamla eftirlitsstað í von um að bæta alla ásýnd staðarins. Tímarnir breytast. En um leið og fangelsismálayfirvöld breyta áherslum sínum í þessa veru mæta þeim nýjar áskoranir. Stóraukin harka á meðal ungra brotamanna og um leið sífellt áþreifanlegri afleiðingar fjárskorts sem viðgengist hefur áratugum saman. Fréttastofa fór á Litla-Hraun í dag og ræddi við fangavörð til tíu ára - sem talar um breyttan veruleika í fangelsinu. „Við erum bara með miklu harðari kjarna, ofbeldisfyllri og miklu meiri neyslu. Þannig að það er gríðarlegur munur á því hvernig við erum að kljást við einstaklinga miðað við það þegar ég var að byrja hérna,“ sagði Sigurður Rúnar Hafliðason fangavörður í samtali við fréttastofu. Bara á þessu ári hafa orðið þrjár alvarlegar líkamsárásir fanga gegn fangavörðum í íslenskum fangelsum. Að sögn Sigurðar ber á áfallastreitu á meðal starfsfólks fangelsa, sem býr ekki við sama öryggi og áður. „Þessi unga kynslóð sem er að koma inn núna er mjög brútal. Eins og hefur verið bara í umræðunni, tvítugum einstaklingum finnst sjálfsagt að ganga með hníf. Þeir koma hingað og þeir eru hérna. Og það er sú vinnuaðstaða sem við erum undir, að þurfa að sinna þeim. Við erum náttúrulega bara að finna alls konar heimatilbúin stunguverkfæri. Þú getur útbúið stunguverkfæri úr gaffli sem þú getur gert bara gríðarlega mikinn skaða úr sem þeir hafa bara aðgang að til að geta borðað,“ segir Sigurður. Hvað er til ráða? Ekki endilega rafbyssur, en stunguvesti í varnarskyni og betri þjálfun eru nauðsynleg. En til þess þarf fjármagn. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjármálaráðherra er bent á að uppsafnaður niðurskurður árið 2023 muni nema 330 milljónum króna á næsta ári. „Við þurfum að laga öryggisþættina. Við þurfum að koma þeim í lag. Fá þjálfun inn til að laga þá hluti, til að fólk upplifi sig öruggt í umhverfinu. Svo þurfum við náttúrulega að laga launin. Þau eru auðvitað grunnur. Við þurfum auðvitað að brauðfæða fjölskylduna okkar. Er það þess virði að mæta hér til vinnu í hættu um að komast ekki heim til barnanna okkar og vera á lélegum launum, ekki á launum á við sambærilegar stéttir? Þetta er náttúrulega bara hlutur sem þyrfti að lagast,“ segir Sigurður. Kallarðu eftir því að fjármálaráðuneytið taki við sér og setji fé í þennan málaflokk? „Þarf ég að kalla eftir því? Er það ekki bara eðlilegur hlutur? Við erum búnir að vera í svelti frá 2007 og það er ekki boðlegt lengur,“ segir Sigurður.
Fangelsismál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Rafbyssur Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira