Um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála Erla María Tölgyes skrifar 25. nóvember 2022 07:01 Í fréttum síðustu daga hefur verið fjallað um nýjan veruleika í störfum lögreglu, aukinn vopnaburð og hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Á sama tíma hefur verið fjallað um umfangsmiklar og íþyngjandi aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsa, stóraukinn vopnaburð fanga og skort á fjármagni til að bæta ófullnægjandi aðbúnað fangavarða. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjárlaganefndar kemur fram að þörf er á 400 milljóna króna aukafjárveitingu svo unnt verði að mæta þeim halla sem fyrirsjáanlegur er á rekstri Fangelsismálastofnunar á þessu ári og því næsta. Verði heildarfjárveitingar til fangelsiskerfisins ekki endurskoðaðar liggur fyrir að grípa þurfi til umfangsmikilla aðhaldsaðgerða, t.a.m. fækkunar fangaplássa og ýmist tímabundinna eða varanlegra lokana starfstöðva. Áætlað er að fækka þurfi um nærri 50 fangapláss en til að setja þá tölu í samhengi má nefna að öll fangelsi landsins rúma samanlagt um 180 fanga sé hvert einasta rými nýtt. Slíkar aðgerðir munu hafa í för með sér talsverð áhrif á boðunarlista í fangelsin, sem svo vel hefur tekist til að stytta síðustu ár með markvissum aðgerðum, en slíkt eykur meðal annars líkur á fyrningu dóma. Þá má nefna fyrirhugaða lokun Sogns, sem Fangavarðafélag Íslands hefur harðlega mótmælt, en Sogn er annað af tveimur opnum fangelsum landsins. Slíkt teldist ekki annað en stórt skref aftur á bak fyrir kerfið okkar og starfsemi því opin fangelsi eru mikilvægt milliskref milli afplánunar í lokuðu úrræði og lausnar sem þjónar þeim tilgangi að búa skjólstæðinga kerfisins undir endurkomu inn í samfélagið á ný. Ofan á þetta bætist svo langtíma skortur á fjármagni til að tryggja öryggi fangavarða og annarra starfsmanna fangelsanna með uppfærslu á nauðsynlegum varnar- og öryggisbúnaði. Á sama tíma og stefnir í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsiskerfisins strax í upphafi næsta árs boða yfirvöld hertar aðgerðir til að bregðast við nýjum veruleika í starfsumhverfi löggæsluaðila. Stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi, eins og það hefur verið nefnt. Þær tillögur að aðgerðum sem ég hef lesið um í fréttum frá ráðherra dómsmála eru að mínu mati tímabærar og skynsamlegar í ljósi stöðunnar en þær þarf að skoða í stærra samhengi. Verði fjárveitingar til fangelsismála ekki endurskoðaðar er ljóst að á sama tíma og yfirvöld taka ákvörðun um hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þá verður ekkert rými til að taka á móti öllum þeim einstaklingum sem fyrrnefndar aðgerðir leiða af sér - hvorki pláss í fangelsunum né fjármagn til að reka þau. Þetta tvennt, starfsemi löggæsluaðila og starfsemi fangelsanna, eru tveir hlutar af sama kerfi og starfsemi þess fyrrnefnda hefur óumflýjanlega áhrif á starfsemi hins. Sambandið og samstarfið hérna á milli kristallast meðal annars í nýlegum fréttum af þeim metfjölda einstaklinga sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, með tilheyrandi auknu álagi á starfsfólk fangelsanna, meðal lögreglan vinnur úr alvarlegri, skipulagðri hnífastunguárás í miðbæ Reykjavíkur. Fangelsin fylltust á aðeins fáeinum dögum en höldum því til haga að þar var aðeins um að ræða eitt mál, eina orrustu í stríðinu. Álag og aukin virkni löggæsluaðila í slíkum málum eykur álag á fangelsin og báðir endar kerfisins verða að geta unnið í takt. Ég vona að fjárveitingavaldið horfi til allra þessara þátta við ákvörðun um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála fyrir næsta ár og skoði þá í samhengi við aðrar áætlanir stjórnvalda í nátengdum málaflokkum. Hér þarf að fara saman hljóð og mynd. Höfundur er afbrotafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Í fréttum síðustu daga hefur verið fjallað um nýjan veruleika í störfum lögreglu, aukinn vopnaburð og hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Á sama tíma hefur verið fjallað um umfangsmiklar og íþyngjandi aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsa, stóraukinn vopnaburð fanga og skort á fjármagni til að bæta ófullnægjandi aðbúnað fangavarða. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjárlaganefndar kemur fram að þörf er á 400 milljóna króna aukafjárveitingu svo unnt verði að mæta þeim halla sem fyrirsjáanlegur er á rekstri Fangelsismálastofnunar á þessu ári og því næsta. Verði heildarfjárveitingar til fangelsiskerfisins ekki endurskoðaðar liggur fyrir að grípa þurfi til umfangsmikilla aðhaldsaðgerða, t.a.m. fækkunar fangaplássa og ýmist tímabundinna eða varanlegra lokana starfstöðva. Áætlað er að fækka þurfi um nærri 50 fangapláss en til að setja þá tölu í samhengi má nefna að öll fangelsi landsins rúma samanlagt um 180 fanga sé hvert einasta rými nýtt. Slíkar aðgerðir munu hafa í för með sér talsverð áhrif á boðunarlista í fangelsin, sem svo vel hefur tekist til að stytta síðustu ár með markvissum aðgerðum, en slíkt eykur meðal annars líkur á fyrningu dóma. Þá má nefna fyrirhugaða lokun Sogns, sem Fangavarðafélag Íslands hefur harðlega mótmælt, en Sogn er annað af tveimur opnum fangelsum landsins. Slíkt teldist ekki annað en stórt skref aftur á bak fyrir kerfið okkar og starfsemi því opin fangelsi eru mikilvægt milliskref milli afplánunar í lokuðu úrræði og lausnar sem þjónar þeim tilgangi að búa skjólstæðinga kerfisins undir endurkomu inn í samfélagið á ný. Ofan á þetta bætist svo langtíma skortur á fjármagni til að tryggja öryggi fangavarða og annarra starfsmanna fangelsanna með uppfærslu á nauðsynlegum varnar- og öryggisbúnaði. Á sama tíma og stefnir í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsiskerfisins strax í upphafi næsta árs boða yfirvöld hertar aðgerðir til að bregðast við nýjum veruleika í starfsumhverfi löggæsluaðila. Stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi, eins og það hefur verið nefnt. Þær tillögur að aðgerðum sem ég hef lesið um í fréttum frá ráðherra dómsmála eru að mínu mati tímabærar og skynsamlegar í ljósi stöðunnar en þær þarf að skoða í stærra samhengi. Verði fjárveitingar til fangelsismála ekki endurskoðaðar er ljóst að á sama tíma og yfirvöld taka ákvörðun um hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þá verður ekkert rými til að taka á móti öllum þeim einstaklingum sem fyrrnefndar aðgerðir leiða af sér - hvorki pláss í fangelsunum né fjármagn til að reka þau. Þetta tvennt, starfsemi löggæsluaðila og starfsemi fangelsanna, eru tveir hlutar af sama kerfi og starfsemi þess fyrrnefnda hefur óumflýjanlega áhrif á starfsemi hins. Sambandið og samstarfið hérna á milli kristallast meðal annars í nýlegum fréttum af þeim metfjölda einstaklinga sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, með tilheyrandi auknu álagi á starfsfólk fangelsanna, meðal lögreglan vinnur úr alvarlegri, skipulagðri hnífastunguárás í miðbæ Reykjavíkur. Fangelsin fylltust á aðeins fáeinum dögum en höldum því til haga að þar var aðeins um að ræða eitt mál, eina orrustu í stríðinu. Álag og aukin virkni löggæsluaðila í slíkum málum eykur álag á fangelsin og báðir endar kerfisins verða að geta unnið í takt. Ég vona að fjárveitingavaldið horfi til allra þessara þátta við ákvörðun um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála fyrir næsta ár og skoði þá í samhengi við aðrar áætlanir stjórnvalda í nátengdum málaflokkum. Hér þarf að fara saman hljóð og mynd. Höfundur er afbrotafræðingur.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar