Um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála Erla María Tölgyes skrifar 25. nóvember 2022 07:01 Í fréttum síðustu daga hefur verið fjallað um nýjan veruleika í störfum lögreglu, aukinn vopnaburð og hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Á sama tíma hefur verið fjallað um umfangsmiklar og íþyngjandi aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsa, stóraukinn vopnaburð fanga og skort á fjármagni til að bæta ófullnægjandi aðbúnað fangavarða. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjárlaganefndar kemur fram að þörf er á 400 milljóna króna aukafjárveitingu svo unnt verði að mæta þeim halla sem fyrirsjáanlegur er á rekstri Fangelsismálastofnunar á þessu ári og því næsta. Verði heildarfjárveitingar til fangelsiskerfisins ekki endurskoðaðar liggur fyrir að grípa þurfi til umfangsmikilla aðhaldsaðgerða, t.a.m. fækkunar fangaplássa og ýmist tímabundinna eða varanlegra lokana starfstöðva. Áætlað er að fækka þurfi um nærri 50 fangapláss en til að setja þá tölu í samhengi má nefna að öll fangelsi landsins rúma samanlagt um 180 fanga sé hvert einasta rými nýtt. Slíkar aðgerðir munu hafa í för með sér talsverð áhrif á boðunarlista í fangelsin, sem svo vel hefur tekist til að stytta síðustu ár með markvissum aðgerðum, en slíkt eykur meðal annars líkur á fyrningu dóma. Þá má nefna fyrirhugaða lokun Sogns, sem Fangavarðafélag Íslands hefur harðlega mótmælt, en Sogn er annað af tveimur opnum fangelsum landsins. Slíkt teldist ekki annað en stórt skref aftur á bak fyrir kerfið okkar og starfsemi því opin fangelsi eru mikilvægt milliskref milli afplánunar í lokuðu úrræði og lausnar sem þjónar þeim tilgangi að búa skjólstæðinga kerfisins undir endurkomu inn í samfélagið á ný. Ofan á þetta bætist svo langtíma skortur á fjármagni til að tryggja öryggi fangavarða og annarra starfsmanna fangelsanna með uppfærslu á nauðsynlegum varnar- og öryggisbúnaði. Á sama tíma og stefnir í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsiskerfisins strax í upphafi næsta árs boða yfirvöld hertar aðgerðir til að bregðast við nýjum veruleika í starfsumhverfi löggæsluaðila. Stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi, eins og það hefur verið nefnt. Þær tillögur að aðgerðum sem ég hef lesið um í fréttum frá ráðherra dómsmála eru að mínu mati tímabærar og skynsamlegar í ljósi stöðunnar en þær þarf að skoða í stærra samhengi. Verði fjárveitingar til fangelsismála ekki endurskoðaðar er ljóst að á sama tíma og yfirvöld taka ákvörðun um hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þá verður ekkert rými til að taka á móti öllum þeim einstaklingum sem fyrrnefndar aðgerðir leiða af sér - hvorki pláss í fangelsunum né fjármagn til að reka þau. Þetta tvennt, starfsemi löggæsluaðila og starfsemi fangelsanna, eru tveir hlutar af sama kerfi og starfsemi þess fyrrnefnda hefur óumflýjanlega áhrif á starfsemi hins. Sambandið og samstarfið hérna á milli kristallast meðal annars í nýlegum fréttum af þeim metfjölda einstaklinga sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, með tilheyrandi auknu álagi á starfsfólk fangelsanna, meðal lögreglan vinnur úr alvarlegri, skipulagðri hnífastunguárás í miðbæ Reykjavíkur. Fangelsin fylltust á aðeins fáeinum dögum en höldum því til haga að þar var aðeins um að ræða eitt mál, eina orrustu í stríðinu. Álag og aukin virkni löggæsluaðila í slíkum málum eykur álag á fangelsin og báðir endar kerfisins verða að geta unnið í takt. Ég vona að fjárveitingavaldið horfi til allra þessara þátta við ákvörðun um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála fyrir næsta ár og skoði þá í samhengi við aðrar áætlanir stjórnvalda í nátengdum málaflokkum. Hér þarf að fara saman hljóð og mynd. Höfundur er afbrotafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Í fréttum síðustu daga hefur verið fjallað um nýjan veruleika í störfum lögreglu, aukinn vopnaburð og hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Á sama tíma hefur verið fjallað um umfangsmiklar og íþyngjandi aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsa, stóraukinn vopnaburð fanga og skort á fjármagni til að bæta ófullnægjandi aðbúnað fangavarða. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjárlaganefndar kemur fram að þörf er á 400 milljóna króna aukafjárveitingu svo unnt verði að mæta þeim halla sem fyrirsjáanlegur er á rekstri Fangelsismálastofnunar á þessu ári og því næsta. Verði heildarfjárveitingar til fangelsiskerfisins ekki endurskoðaðar liggur fyrir að grípa þurfi til umfangsmikilla aðhaldsaðgerða, t.a.m. fækkunar fangaplássa og ýmist tímabundinna eða varanlegra lokana starfstöðva. Áætlað er að fækka þurfi um nærri 50 fangapláss en til að setja þá tölu í samhengi má nefna að öll fangelsi landsins rúma samanlagt um 180 fanga sé hvert einasta rými nýtt. Slíkar aðgerðir munu hafa í för með sér talsverð áhrif á boðunarlista í fangelsin, sem svo vel hefur tekist til að stytta síðustu ár með markvissum aðgerðum, en slíkt eykur meðal annars líkur á fyrningu dóma. Þá má nefna fyrirhugaða lokun Sogns, sem Fangavarðafélag Íslands hefur harðlega mótmælt, en Sogn er annað af tveimur opnum fangelsum landsins. Slíkt teldist ekki annað en stórt skref aftur á bak fyrir kerfið okkar og starfsemi því opin fangelsi eru mikilvægt milliskref milli afplánunar í lokuðu úrræði og lausnar sem þjónar þeim tilgangi að búa skjólstæðinga kerfisins undir endurkomu inn í samfélagið á ný. Ofan á þetta bætist svo langtíma skortur á fjármagni til að tryggja öryggi fangavarða og annarra starfsmanna fangelsanna með uppfærslu á nauðsynlegum varnar- og öryggisbúnaði. Á sama tíma og stefnir í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í rekstri fangelsiskerfisins strax í upphafi næsta árs boða yfirvöld hertar aðgerðir til að bregðast við nýjum veruleika í starfsumhverfi löggæsluaðila. Stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi, eins og það hefur verið nefnt. Þær tillögur að aðgerðum sem ég hef lesið um í fréttum frá ráðherra dómsmála eru að mínu mati tímabærar og skynsamlegar í ljósi stöðunnar en þær þarf að skoða í stærra samhengi. Verði fjárveitingar til fangelsismála ekki endurskoðaðar er ljóst að á sama tíma og yfirvöld taka ákvörðun um hertar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þá verður ekkert rými til að taka á móti öllum þeim einstaklingum sem fyrrnefndar aðgerðir leiða af sér - hvorki pláss í fangelsunum né fjármagn til að reka þau. Þetta tvennt, starfsemi löggæsluaðila og starfsemi fangelsanna, eru tveir hlutar af sama kerfi og starfsemi þess fyrrnefnda hefur óumflýjanlega áhrif á starfsemi hins. Sambandið og samstarfið hérna á milli kristallast meðal annars í nýlegum fréttum af þeim metfjölda einstaklinga sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, með tilheyrandi auknu álagi á starfsfólk fangelsanna, meðal lögreglan vinnur úr alvarlegri, skipulagðri hnífastunguárás í miðbæ Reykjavíkur. Fangelsin fylltust á aðeins fáeinum dögum en höldum því til haga að þar var aðeins um að ræða eitt mál, eina orrustu í stríðinu. Álag og aukin virkni löggæsluaðila í slíkum málum eykur álag á fangelsin og báðir endar kerfisins verða að geta unnið í takt. Ég vona að fjárveitingavaldið horfi til allra þessara þátta við ákvörðun um nauðsynlega aukafjárveitingu til fangelsismála fyrir næsta ár og skoði þá í samhengi við aðrar áætlanir stjórnvalda í nátengdum málaflokkum. Hér þarf að fara saman hljóð og mynd. Höfundur er afbrotafræðingur.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun