Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram Árni Gísli Magnússon skrifar 26. nóvember 2022 17:43 Eyjakonur unnu nauman sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. Eyjakonur skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins og liðin skiptust á að skora þangað til í stöðunni 5-6 fyrir ÍBV. Þá kom algjört stopp í sóknarleikinn hjá KA/Þór sem gestirnir nýttu sér með auðveldum mörkum hinu megin og breyttu stöðunni í 6-11 á nokkrum mínútum. Andri Snær, þjálfari KA/Þór, tók leikhlé og reyndi að koma betra skipulagi á lið sitt sem skilaði nokkrum mörkum en varnarleikurinn lak áfram. Staðan í hálfleik 15-11 fyrir ÍBV. Það fór ekki fram hjá neinum að heimakonur komu mikið einbeittari til leiks í síðari hálfleik og skoruðu fyrstu tvö mörkin og fylgdu því vel inn í leikinn og eftir einungis 10 mínútur var staðan orðin jöfn, 18-18. Tveimur mínútum síðar komst KA/Þór í fyrsta skipti yfir í leiknum, 20-19, en þá hafði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, séð nóg og tók leikhlé. Liðin skiptust svo á forystunni út leikinn og var hin 16 ára Lydía Gunnþórsdóttir að spila frábærlega á miðjunni hjá KA/Þór sem og Hrafnhildur Hanna hjá ÍBV. Þegar tvær og hálf mínúta lifði leiks var staðan jöfn, 26-26. Hrafnhildur Hanna kom ÍBV yfir af vítalínunni en Hildur Lilja, sem spilaði í hægri skyttunni í dag, jafnaði strax aftur fyrir heimakonur. Sunna Jónsdóttir kom eyjakonum aftur yfir þegar hálf mínúta var eftir og höfðu heimakonur eina lokasókn til að jafna leikinn. Sóknin var ekki nægileg vel útfærð og endaði Lydía á því að taka erfitt skot utan af velli sem Marta varði og ÍBV fagnaði því virkilega sætum sigri. Af hverju vann ÍBV? Liðið spilaði vel í fyrri hálfleik og byggði grunnin á sigrinum þar. Þetta hefði hins vegar getað dottið báðu megin í lokin en eyjakonur spiluðu vel úr stöðunni og því fór sem fór. Hverjar stóðu upp úr? Hjá KA/Þór var hin 16 ára Lydía Gunnþórsdóttir frábær. Stjórnaði spili liðsins vel og skoraði 8 mörk úr 11 skotum sem voru alls ekki öll auðveld. Hildur Lilja Jónsdóttir sem spilar vanalega í horninu átti flottan leik í skyttunni og endaði með 4 mörk líkt og Aþena Einvarðsdóttir. Nathalia skoraði 6 mörk en þurfti heil 20 skot til þess. Hjá ÍBV sýndu Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hversu góð hún er með sín 10 mörk sem þurfti reyndar 18 skot til. Elísa Elíasdóttir skoraði 8 mörk og Sunna Jónsdóttir 6 og voru þær að spila vel í dag. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn hjá KA/Þór gekk brösuglega og átti þær í stökustu vandræðum með að finna nægilega góð færi oft á tíðum. Hvað gerist næst? KA/Þór fer í Hafnafjörðinn og mætir Haukum laugardaginn 3. desember kl. 16:00. ÍBV er á leiðinni til Madeira þar sem liðið tekur þátt í Evrópuverkefni. Næsti deildarleikur liðsins er gegn HK í Eyjum laugardaginn 10. desember kl. 14:00. Andri: Rosalega ungir leikmenn í lykilhlutverkum Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs.Vísir/Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, var að sjálfsögðu svekktur að fá ekkert út úr leiknum gegn ÍBV þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokasókninni. „Virkilega, úr því sem komið var, við vorum svekkt sérstaklega með síðustu vörnina okkar, hún var léleg, og við eigum að gera betur þar en þetta er súrsæt tilfinning sem við erum með núna. Það eru rosalega ungir leikmenn í lykilhlutverkum hjá okkur sem eru að stíga mikið upp. Það eru fjórar stelpur úr 3. flokki sem spila nánast allan leikinn í dag og stóðu sig frábærlega. Við erum undir stóran hluta leiksins en komum til baka og frábær seinni hálfleikur hjá okkur og ég er bara mjög ánægður og stoltur af liðinu samt sem áður. Þetta er ógeðslega svekkjandi af því við lögðum rosalega mikið í þetta en því miður ekkert stig en margt gott í þessu.“ Lydía Gunnþórsdóttir spilaði frábærlega sem leikstjórnandi hjá KA/Þór í dag en hún er einungis 16 ára gömul. Fleiri ungar stelpur spiluðu mjög vel í dag og Andri kveðst mjög stoltur af þeim. „Við þjálfararnir vorum að tala um eftir leikinn að okkur líður eins og stoltir foreldrar með þessa ungu leikmenn sem eru að blómstra og spila frábærlega og taka virkilega á skarið en við erum keppnisfólk og á sama tíma er þetta ógeðslega svekkjandi að fá ekkert út úr þessu. Tveir leikir í röð þar sem við erum með frammistöðu góða á móti frábærum liðum en því miður engin stig og þetta er það sem við verðum að ganga í gegnum með unga leikmenn; að læra og þetta er skóli og nú verðum við bara að halda áfram og bæta okkur og leggja mikið á okkur og þá koma úrslit með því.“ KA/Þór átti fínan leik úti gegn Val í síðustu umferð sem tapaðist með tveimur mörkum og Andri lítur með jákvæðum hug á þessa tvo síðustu leiki. „Þetta snýst bara um okkur og við vitum það að við erum með ákveðið verkefni í gangi sem er krefjandi og við þurfum að vera rosalega vinnusöm og það eru allir að leggja mikið í þetta í KA/Þór og við erum stolt af þessari vinnu og höfum trú á þessari vinnu og ætlum að láta þetta virka hjá okkur og ég hef fulla trú á því að við sækjum tvö stig í næsta leik“, sagði Andri að lokum. Olís-deild karla KA Þór Akureyri ÍBV Handbolti
ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. Eyjakonur skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins og liðin skiptust á að skora þangað til í stöðunni 5-6 fyrir ÍBV. Þá kom algjört stopp í sóknarleikinn hjá KA/Þór sem gestirnir nýttu sér með auðveldum mörkum hinu megin og breyttu stöðunni í 6-11 á nokkrum mínútum. Andri Snær, þjálfari KA/Þór, tók leikhlé og reyndi að koma betra skipulagi á lið sitt sem skilaði nokkrum mörkum en varnarleikurinn lak áfram. Staðan í hálfleik 15-11 fyrir ÍBV. Það fór ekki fram hjá neinum að heimakonur komu mikið einbeittari til leiks í síðari hálfleik og skoruðu fyrstu tvö mörkin og fylgdu því vel inn í leikinn og eftir einungis 10 mínútur var staðan orðin jöfn, 18-18. Tveimur mínútum síðar komst KA/Þór í fyrsta skipti yfir í leiknum, 20-19, en þá hafði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, séð nóg og tók leikhlé. Liðin skiptust svo á forystunni út leikinn og var hin 16 ára Lydía Gunnþórsdóttir að spila frábærlega á miðjunni hjá KA/Þór sem og Hrafnhildur Hanna hjá ÍBV. Þegar tvær og hálf mínúta lifði leiks var staðan jöfn, 26-26. Hrafnhildur Hanna kom ÍBV yfir af vítalínunni en Hildur Lilja, sem spilaði í hægri skyttunni í dag, jafnaði strax aftur fyrir heimakonur. Sunna Jónsdóttir kom eyjakonum aftur yfir þegar hálf mínúta var eftir og höfðu heimakonur eina lokasókn til að jafna leikinn. Sóknin var ekki nægileg vel útfærð og endaði Lydía á því að taka erfitt skot utan af velli sem Marta varði og ÍBV fagnaði því virkilega sætum sigri. Af hverju vann ÍBV? Liðið spilaði vel í fyrri hálfleik og byggði grunnin á sigrinum þar. Þetta hefði hins vegar getað dottið báðu megin í lokin en eyjakonur spiluðu vel úr stöðunni og því fór sem fór. Hverjar stóðu upp úr? Hjá KA/Þór var hin 16 ára Lydía Gunnþórsdóttir frábær. Stjórnaði spili liðsins vel og skoraði 8 mörk úr 11 skotum sem voru alls ekki öll auðveld. Hildur Lilja Jónsdóttir sem spilar vanalega í horninu átti flottan leik í skyttunni og endaði með 4 mörk líkt og Aþena Einvarðsdóttir. Nathalia skoraði 6 mörk en þurfti heil 20 skot til þess. Hjá ÍBV sýndu Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hversu góð hún er með sín 10 mörk sem þurfti reyndar 18 skot til. Elísa Elíasdóttir skoraði 8 mörk og Sunna Jónsdóttir 6 og voru þær að spila vel í dag. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn hjá KA/Þór gekk brösuglega og átti þær í stökustu vandræðum með að finna nægilega góð færi oft á tíðum. Hvað gerist næst? KA/Þór fer í Hafnafjörðinn og mætir Haukum laugardaginn 3. desember kl. 16:00. ÍBV er á leiðinni til Madeira þar sem liðið tekur þátt í Evrópuverkefni. Næsti deildarleikur liðsins er gegn HK í Eyjum laugardaginn 10. desember kl. 14:00. Andri: Rosalega ungir leikmenn í lykilhlutverkum Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs.Vísir/Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, var að sjálfsögðu svekktur að fá ekkert út úr leiknum gegn ÍBV þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokasókninni. „Virkilega, úr því sem komið var, við vorum svekkt sérstaklega með síðustu vörnina okkar, hún var léleg, og við eigum að gera betur þar en þetta er súrsæt tilfinning sem við erum með núna. Það eru rosalega ungir leikmenn í lykilhlutverkum hjá okkur sem eru að stíga mikið upp. Það eru fjórar stelpur úr 3. flokki sem spila nánast allan leikinn í dag og stóðu sig frábærlega. Við erum undir stóran hluta leiksins en komum til baka og frábær seinni hálfleikur hjá okkur og ég er bara mjög ánægður og stoltur af liðinu samt sem áður. Þetta er ógeðslega svekkjandi af því við lögðum rosalega mikið í þetta en því miður ekkert stig en margt gott í þessu.“ Lydía Gunnþórsdóttir spilaði frábærlega sem leikstjórnandi hjá KA/Þór í dag en hún er einungis 16 ára gömul. Fleiri ungar stelpur spiluðu mjög vel í dag og Andri kveðst mjög stoltur af þeim. „Við þjálfararnir vorum að tala um eftir leikinn að okkur líður eins og stoltir foreldrar með þessa ungu leikmenn sem eru að blómstra og spila frábærlega og taka virkilega á skarið en við erum keppnisfólk og á sama tíma er þetta ógeðslega svekkjandi að fá ekkert út úr þessu. Tveir leikir í röð þar sem við erum með frammistöðu góða á móti frábærum liðum en því miður engin stig og þetta er það sem við verðum að ganga í gegnum með unga leikmenn; að læra og þetta er skóli og nú verðum við bara að halda áfram og bæta okkur og leggja mikið á okkur og þá koma úrslit með því.“ KA/Þór átti fínan leik úti gegn Val í síðustu umferð sem tapaðist með tveimur mörkum og Andri lítur með jákvæðum hug á þessa tvo síðustu leiki. „Þetta snýst bara um okkur og við vitum það að við erum með ákveðið verkefni í gangi sem er krefjandi og við þurfum að vera rosalega vinnusöm og það eru allir að leggja mikið í þetta í KA/Þór og við erum stolt af þessari vinnu og höfum trú á þessari vinnu og ætlum að láta þetta virka hjá okkur og ég hef fulla trú á því að við sækjum tvö stig í næsta leik“, sagði Andri að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti