120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2022 15:28 Frá sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði. Vísir/Egill Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Þar segir að við slátrun úr sjókví 11 við Haganes í Arnarfirði í október síðastliðnum varð ljóst að fyrirtækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum rúmlega 81 þúsund laxa hið minnsta. „Alls hafði 132.976 löxum verið komið fyrir í kvínni í október 2020 og júlí 2021. Skráð afföll voru 33.097 fiskar en í október 2022, þegar slátrun var lokið úr kvínni, reyndist fjöldinn sem kom upp úr kvínni hins vegar vera aðeins 18.315 laxar,“ segir á vef Matvælastofnunar. Þar segir enn fremur að þegar tölur úr slátruninni í október síðastliðnum lágu fyrir og ljóst var að ekki var hægt að gera grein fyrir afdrifum rúmlega 80 þúsund laxa, hafi Matvælastofnun þegar hafið rannsókn. Arnarlax var meðal annars krafið um skýringar á misræmi í fóðurgjöf miðað við uppgefinn fjölda fiska í kvínni. „Kom þá í ljós að veruleg frávik höfðu orðið í fóðurgjöf í kví 11 frá því í júní 2021, eða tveimur mánuðum áður en tilkynnt var um gat á kvínni síðastliðið sumar, sem hefðu átt að vekja sterkar grunsemdir fyrirtækisins um að eitthvað alvarlegt væri á seyði,“ segir á vef stofnunarinnar. Telur Matvælastofnun að um alvarlegt brot sé að ræða, bæði út frá umfangi og hættu fyrir villta nytjastofna og lífríki, sem og að um er ræða brot sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir með betri stjórn og innra eftirliti fyrirtækisins. Matvælastofnun telur að aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. Matvælaframleiðsla Fiskeldi Stjórnsýsla Umhverfismál Lax Tengdar fréttir Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. 13. október 2022 23:05 Tekjur Arnarlax meira en tvöfölduðust á fyrstu þremur mánuðum ársins Rekstrartekjur Icelandic Salmon, móðurfélag Arnarlax sem er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, námu 37,1 milljónum evra, jafnvirði um 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs og jukust um 114 prósent frá sama tímabili á árinu 2021. Rekstrarhagnaður félagsins (EBIT) var 9,5 milljónir evra borið saman við 400 þúsund evrur á sama fjórðungi í fyrra. 12. maí 2022 11:43 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Þar segir að við slátrun úr sjókví 11 við Haganes í Arnarfirði í október síðastliðnum varð ljóst að fyrirtækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum rúmlega 81 þúsund laxa hið minnsta. „Alls hafði 132.976 löxum verið komið fyrir í kvínni í október 2020 og júlí 2021. Skráð afföll voru 33.097 fiskar en í október 2022, þegar slátrun var lokið úr kvínni, reyndist fjöldinn sem kom upp úr kvínni hins vegar vera aðeins 18.315 laxar,“ segir á vef Matvælastofnunar. Þar segir enn fremur að þegar tölur úr slátruninni í október síðastliðnum lágu fyrir og ljóst var að ekki var hægt að gera grein fyrir afdrifum rúmlega 80 þúsund laxa, hafi Matvælastofnun þegar hafið rannsókn. Arnarlax var meðal annars krafið um skýringar á misræmi í fóðurgjöf miðað við uppgefinn fjölda fiska í kvínni. „Kom þá í ljós að veruleg frávik höfðu orðið í fóðurgjöf í kví 11 frá því í júní 2021, eða tveimur mánuðum áður en tilkynnt var um gat á kvínni síðastliðið sumar, sem hefðu átt að vekja sterkar grunsemdir fyrirtækisins um að eitthvað alvarlegt væri á seyði,“ segir á vef stofnunarinnar. Telur Matvælastofnun að um alvarlegt brot sé að ræða, bæði út frá umfangi og hættu fyrir villta nytjastofna og lífríki, sem og að um er ræða brot sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir með betri stjórn og innra eftirliti fyrirtækisins. Matvælastofnun telur að aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar.
Matvælaframleiðsla Fiskeldi Stjórnsýsla Umhverfismál Lax Tengdar fréttir Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. 13. október 2022 23:05 Tekjur Arnarlax meira en tvöfölduðust á fyrstu þremur mánuðum ársins Rekstrartekjur Icelandic Salmon, móðurfélag Arnarlax sem er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, námu 37,1 milljónum evra, jafnvirði um 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs og jukust um 114 prósent frá sama tímabili á árinu 2021. Rekstrarhagnaður félagsins (EBIT) var 9,5 milljónir evra borið saman við 400 þúsund evrur á sama fjórðungi í fyrra. 12. maí 2022 11:43 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. 13. október 2022 23:05
Tekjur Arnarlax meira en tvöfölduðust á fyrstu þremur mánuðum ársins Rekstrartekjur Icelandic Salmon, móðurfélag Arnarlax sem er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, námu 37,1 milljónum evra, jafnvirði um 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs og jukust um 114 prósent frá sama tímabili á árinu 2021. Rekstrarhagnaður félagsins (EBIT) var 9,5 milljónir evra borið saman við 400 þúsund evrur á sama fjórðungi í fyrra. 12. maí 2022 11:43