Kona fannst látin og tíu enn saknað Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. nóvember 2022 22:47 Mynd úr bænum Casamicciola í dag. Fjöldi bíla fóru með skriðunni í morgun. vísir/ap/Salvatore Laporta Yfirvöld á Ítalíu hafa staðfest að kona hafi fundist látin eftir stóra aurskriðu sem féll yfir hluta bæjarins Casamicciola á eyjunni Ischia í morgun. Tíu er enn saknað. Rignt hafði gríðarlega á eyjunni, sem stendur við Napólíflóa, í alla nótt. Aðstæður við björgunaraðgerðir hafa verið afar erfiðar í dag þar sem haldið hefur áfram að rigna talsvert. Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að átta hefðu látist í aurskriðunni. Það var síðar dregið til baka og nú hafa yfirvöld aðeins staðfest að ein kona hafi fundist látin en tíu sé enn saknað. Íbúar rölta um óþekkjanlegan bæ sinn í dag.vísir/ap Rafmagnslaust er á svæðinu hafa í kring um 30 fjölskyldur setið fastar á heimilum sínum í smábænum Lacco Ameno, við hlið Casamicciola, þar sem nokkrar byggingar hafa hrunið. Um 20 þúsund manns búa á eyjunni en hún er afar vinsæll túristastaður. „Staðan er afar flókin. Mörg húsanna voru rifin upp með rótum í aurskriðunni,“ er haft eftir lögreglustjóranum Tiziano Lagana í erlendum miðlum. Stór hnullungur endaði fyrir utan þessa búð í Casamicciola í skriðunni.vísir/ap/Salvatore Laporta Hluti þeirra sem var saknað fyrr í dag fundust heilir á húfi við leitaraðgerðir, þar á meðal fjölskylda með nýfætt barn. Einn maður á sjötugsaldri liggur á spítala alvarlega slasaður. Rignt hefur mikið á Ítalíu síðustu vikuna. Sveitarstjóri Ischia segir að flætt hafi talsvert inn í mörg hús en hvergi sé ástandið eins alvarlegt og í Casamicciola þar sem aurskriðan féll. Þrettán létust í flóðum á Marche-svæðinu á meginlandi Ítalíu í síðasta septembermánuði. Mörg húsanna á svæðinu eru á kafi í aur.vísir/ap/Salvatore Laporta Björgunarliðar reyna að hreinsa göturnar af mold.vísir/ap/Salvatore Laporta Bílar skoluðust margir alveg niður að strönd með skriðunni.vísir/ap/Salvatore Laporta Ítalía Náttúruhamfarir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Rignt hafði gríðarlega á eyjunni, sem stendur við Napólíflóa, í alla nótt. Aðstæður við björgunaraðgerðir hafa verið afar erfiðar í dag þar sem haldið hefur áfram að rigna talsvert. Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að átta hefðu látist í aurskriðunni. Það var síðar dregið til baka og nú hafa yfirvöld aðeins staðfest að ein kona hafi fundist látin en tíu sé enn saknað. Íbúar rölta um óþekkjanlegan bæ sinn í dag.vísir/ap Rafmagnslaust er á svæðinu hafa í kring um 30 fjölskyldur setið fastar á heimilum sínum í smábænum Lacco Ameno, við hlið Casamicciola, þar sem nokkrar byggingar hafa hrunið. Um 20 þúsund manns búa á eyjunni en hún er afar vinsæll túristastaður. „Staðan er afar flókin. Mörg húsanna voru rifin upp með rótum í aurskriðunni,“ er haft eftir lögreglustjóranum Tiziano Lagana í erlendum miðlum. Stór hnullungur endaði fyrir utan þessa búð í Casamicciola í skriðunni.vísir/ap/Salvatore Laporta Hluti þeirra sem var saknað fyrr í dag fundust heilir á húfi við leitaraðgerðir, þar á meðal fjölskylda með nýfætt barn. Einn maður á sjötugsaldri liggur á spítala alvarlega slasaður. Rignt hefur mikið á Ítalíu síðustu vikuna. Sveitarstjóri Ischia segir að flætt hafi talsvert inn í mörg hús en hvergi sé ástandið eins alvarlegt og í Casamicciola þar sem aurskriðan féll. Þrettán létust í flóðum á Marche-svæðinu á meginlandi Ítalíu í síðasta septembermánuði. Mörg húsanna á svæðinu eru á kafi í aur.vísir/ap/Salvatore Laporta Björgunarliðar reyna að hreinsa göturnar af mold.vísir/ap/Salvatore Laporta Bílar skoluðust margir alveg niður að strönd með skriðunni.vísir/ap/Salvatore Laporta
Ítalía Náttúruhamfarir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira