Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2022 10:12 Kim Jong Un og dóttir hans, ásamt hermönnum einræðisríkisins. AP/KCNA Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. Þá voru feðginin á ferðinni að skoða Hwasong-17 eldflaugar ríkisins sem borið geta kjarnorkuvopn. Í fréttum frá Norður-Kóreu er haft eftir Kim að eldflaugarnar séu þær öflugustu í heiminum og væru til marks um vilja Norður-Kóreu til að standa í hárinu á Bandaríkjunum og verða eitt öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í frétt Guardian segir að talið sé að Kim eigi allt að þrjú börn. Tvær dætur og einn son. Þá segir þar að opinberun dótturinnar hafi ýtt undir vangaveltur um að Kim sé þegar byrjaður að undirbúa þjóðina fyrir valdatöku fjórðu kynslóðar Kim-ættarinnar og öfugt. Sjá einnig: Óvæntar fjölskyldumyndir staðfesta tilvist dóttur leiðtoga Norður-Kóreu Ju Ae er talin vera tólf eða þrettán ára gömul og hefur henni verið lýst í fjölmiðlum sem ástkærri dóttur einræðisherrans. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni þykir dóttir Kim líkjast móður sinni Ri Sol Ju. Talið er að Ju Ae sé tólf eða þrettán ára gömul.AP/KCNA Í áðurnefndum fréttum frá Norður-Kóreu er einnig haft eftir Kim að vísindamenn ríkisins hafi náð miklum framförum í þróun kjarnorkuvopna sem hægt sé að koma fyrir í eldflaugum eins og Hwasong-17. Minnka þarf kjarnorkuvopn til að koma þeim fyrir í eldflaugum og undirbúa kjarnorkuoddana til að þola gífurlegan hita og þrýsting sem fylgir því að koma aftur í gufuhvolfið eftir að hafa verið skotið hátt á loft. Slík vopn þurfa einnig að geta hitt ætluð skotmörk við þessar aðstæður. Þó nokkur ár eru síðan Kim sagði vísindamenn sína hafa fullklárað slík kjarnorkuvopn. Sérfræðingar hafa þó ávalt dregið það í efa en sagt að mögulegt sé að Norður-Kórea gæti náð þessum áfanga. Norður-Kórea Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Þá voru feðginin á ferðinni að skoða Hwasong-17 eldflaugar ríkisins sem borið geta kjarnorkuvopn. Í fréttum frá Norður-Kóreu er haft eftir Kim að eldflaugarnar séu þær öflugustu í heiminum og væru til marks um vilja Norður-Kóreu til að standa í hárinu á Bandaríkjunum og verða eitt öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í frétt Guardian segir að talið sé að Kim eigi allt að þrjú börn. Tvær dætur og einn son. Þá segir þar að opinberun dótturinnar hafi ýtt undir vangaveltur um að Kim sé þegar byrjaður að undirbúa þjóðina fyrir valdatöku fjórðu kynslóðar Kim-ættarinnar og öfugt. Sjá einnig: Óvæntar fjölskyldumyndir staðfesta tilvist dóttur leiðtoga Norður-Kóreu Ju Ae er talin vera tólf eða þrettán ára gömul og hefur henni verið lýst í fjölmiðlum sem ástkærri dóttur einræðisherrans. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni þykir dóttir Kim líkjast móður sinni Ri Sol Ju. Talið er að Ju Ae sé tólf eða þrettán ára gömul.AP/KCNA Í áðurnefndum fréttum frá Norður-Kóreu er einnig haft eftir Kim að vísindamenn ríkisins hafi náð miklum framförum í þróun kjarnorkuvopna sem hægt sé að koma fyrir í eldflaugum eins og Hwasong-17. Minnka þarf kjarnorkuvopn til að koma þeim fyrir í eldflaugum og undirbúa kjarnorkuoddana til að þola gífurlegan hita og þrýsting sem fylgir því að koma aftur í gufuhvolfið eftir að hafa verið skotið hátt á loft. Slík vopn þurfa einnig að geta hitt ætluð skotmörk við þessar aðstæður. Þó nokkur ár eru síðan Kim sagði vísindamenn sína hafa fullklárað slík kjarnorkuvopn. Sérfræðingar hafa þó ávalt dregið það í efa en sagt að mögulegt sé að Norður-Kórea gæti náð þessum áfanga.
Norður-Kórea Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira