Venjulega fólkið Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 28. nóvember 2022 08:01 Ég vil hér í þessum greinarstúf fjalla um hið venjulega fólk, hina venjulegu fjölskyldu sama hvernig hún er samansett. Um er að ræða hóp sem fær ekki alltaf mikla athygli, hver sem ástæðan er fyrir því, hvort sem það er vegna þess að sá hópur telst ekki vera í viðkvæmri stöðu eða til minnihlutahóps. Hann hefur ekki hátt og er í raun nokkuð ósýnilegur ef svo má segja. Hann mætir til vinnu, sér um börnin sín séu þau til staðar, eldar matinn og borgar reikninga. Svona gengur lífið fyrir sig dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Líkt og hamstur í hjóli. Ég leyfi mér að segja að þetta sé hópurinn sem telur sig ekki vera í þeirri stöðu að geta kvartað, eða eiga yfir höfuð rétt á því að kvarta. Þau sem þessum hópi tilheyra eru ekki meðal þeirra tekjulægstu, en eru ólík og bera oft mikið álag. Þetta er hópurinn sem heldur samfélaginu á floti. Að koma undir sig fótunum Hér er ég meðal annars að tala um ungt fólk, fólk á aldrinum 25-40 ára, sem er að koma undir sig fótunum í lífinu á sama tíma og það er að ljúka námi, mögulega eignast börn, fara í fæðingarorlof, koma sér þaki yfir höfuðið eða jafnvel stækka við sig. Allt þetta á sama tíma og verið er að byggja upp atvinnuferil með tilheyrandi kröfum um að standa sig vel. Þetta tímabil í lífi fólks getur verið allt í senn hið ánægjulegasta og hið kvíðvænlegasta. Það er mikil gleði og blessun sem fylgir því að eignast barn. Það hef ég verið svo lánsamur að fá að upplifa. Á sama tíma getur það verið verulega flókið, sérstaklega þegar um er að ræða barn tvö, þrjú eða jafnvel fjögur. Með hverju barni bætist við auka kostnaður vegna leikskóla, fæðiskostnaðar, íþróttaiðkunar og áfram mætti telja. Ofan á þetta bætast síðan við aðrar greiðslur svo sem vegna húsnæðis, trygginga, bifreiða, námslána og svo framvegis. Allt sem fylgir því að reka heimili og fjölskyldu. Það á sama tíma og laun skerðast vegna fæðingarorlofs. Oft og tíðum er þessi hópur of tekjuhár til þess að fá greiddar barnabætur, en hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing á barnabótum vegna tekna af samanlögðum tekjustofni sé hann umfram 9.098.000 kr. Vissulega hafa verið gerðar breytingar á barnabótakerfinu síðustu misseri en betur má ef duga skal, sérstaklega í þeim aðstæðum sem uppi eru í dag. Hækkanir á hækkanir ofan Þær hækkanir sem orðið hafa í samfélaginu síðustu mánuði hafa ekki farið framhjá neinum. Þær eru nú þegar farnar að bíta verulega fast í hinn venjulega borgara. Við finnum fyrir þessu, ég fæ sendingar frá fólki; vinum og kunningjum, jafnvel frá fólki sem gefur sér tíma til að setjast niður og skrifa mér og lýsa stöðu sinni. Það kann ég að meta. Þetta er hið duglegasta fólk sem er að keyra sig út í vinnu og jafnvel vinnum til þess eins að ná endum saman milli mánaða. Og það er oft bara fjári erfitt. Það þarf því ekki að koma neinum neitt sérstaklega á óvart - og það kemur ekki eins og þruma úr heiðskýru - að kallað sé eftir launahækkunum. Við verðum þó að hafa í huga, og horfa um leið á stóru myndina, að hækkun launa ein og sér getur virkað eins og olía á verðbólgubálið á þessum tímapunkti. Því er mikilvægt að leita einnig annarra leiða og þar þurfa ríki, sveitarfélög og atvinnulífið í heild með banka- og fjármálakerfið fremst í flokki að snúa bökum saman. Þó svo að öllum sé það ljóst að hlutverk Seðlabanka Íslands sé að halda aftur af verðbólgu geta ákvarðanir hans einnig haft veruleg áhrif á líf fólks. Vaxtahækkun Seðlabankans nú á viðkvæmum tíma í kjaraviðræðum geta haft víðtæk áhrif á samfélagið allt ef marka má orð verkalýðsforystunnar. Það virðist því miður vera að raungerast. Hækkun vaxta á þessum tímapunkti er eins og að kasta sprengju inn í kjaraviðræður. Endurteknar yfirlýsingar um Tene-fólkið eru yfirlætisfullar og ekki til þess fallnar að skapa sátt og einingu um baráttuna gegn verðbólgu. Eins og sagt er; af litlum neista verður oft mikið bál. Álögur á heimilin í landinu eru þegar komin að þolmörkum! Það er lýðheilsumál að taka betur utan um barnafjölskyldur Það er svo sannarlega rétt að það er ákveðinn hópur fólks hefur það gott, jafnvel mjög gott og það sýnir neyslan. Ég er fullviss um að það eru ekki barnafjölskyldur þessa lands sem halda henni uppi. Hjá þeim er ástandið viðkvæmt og ég tel að það þurfi að ná betur utan um þennan hóp og greina stöðuna. Því tel ég nauðsynlegt að rýna í stöðu barnafjölskyldna á Íslandi með það að markmið að skoða með hvaða hætti og hvaða aðgerðum er hægt að beita til að koma enn betur til móts við þann þunga róður sem margar fjölskyldur í landinu standa frammi fyrir þessa stundina. Það er staðreynd að við þurfum að einbeita okkur betur að barnafjölskyldum. Það er hreinlega lýðheilsumál, því ekki viljum við sjá þennan aldurshóp brenna upp í báða enda fyrir fimmtugt. Það yrði samfélagslega mjög dýrt. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Seðlabankinn Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil hér í þessum greinarstúf fjalla um hið venjulega fólk, hina venjulegu fjölskyldu sama hvernig hún er samansett. Um er að ræða hóp sem fær ekki alltaf mikla athygli, hver sem ástæðan er fyrir því, hvort sem það er vegna þess að sá hópur telst ekki vera í viðkvæmri stöðu eða til minnihlutahóps. Hann hefur ekki hátt og er í raun nokkuð ósýnilegur ef svo má segja. Hann mætir til vinnu, sér um börnin sín séu þau til staðar, eldar matinn og borgar reikninga. Svona gengur lífið fyrir sig dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Líkt og hamstur í hjóli. Ég leyfi mér að segja að þetta sé hópurinn sem telur sig ekki vera í þeirri stöðu að geta kvartað, eða eiga yfir höfuð rétt á því að kvarta. Þau sem þessum hópi tilheyra eru ekki meðal þeirra tekjulægstu, en eru ólík og bera oft mikið álag. Þetta er hópurinn sem heldur samfélaginu á floti. Að koma undir sig fótunum Hér er ég meðal annars að tala um ungt fólk, fólk á aldrinum 25-40 ára, sem er að koma undir sig fótunum í lífinu á sama tíma og það er að ljúka námi, mögulega eignast börn, fara í fæðingarorlof, koma sér þaki yfir höfuðið eða jafnvel stækka við sig. Allt þetta á sama tíma og verið er að byggja upp atvinnuferil með tilheyrandi kröfum um að standa sig vel. Þetta tímabil í lífi fólks getur verið allt í senn hið ánægjulegasta og hið kvíðvænlegasta. Það er mikil gleði og blessun sem fylgir því að eignast barn. Það hef ég verið svo lánsamur að fá að upplifa. Á sama tíma getur það verið verulega flókið, sérstaklega þegar um er að ræða barn tvö, þrjú eða jafnvel fjögur. Með hverju barni bætist við auka kostnaður vegna leikskóla, fæðiskostnaðar, íþróttaiðkunar og áfram mætti telja. Ofan á þetta bætast síðan við aðrar greiðslur svo sem vegna húsnæðis, trygginga, bifreiða, námslána og svo framvegis. Allt sem fylgir því að reka heimili og fjölskyldu. Það á sama tíma og laun skerðast vegna fæðingarorlofs. Oft og tíðum er þessi hópur of tekjuhár til þess að fá greiddar barnabætur, en hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing á barnabótum vegna tekna af samanlögðum tekjustofni sé hann umfram 9.098.000 kr. Vissulega hafa verið gerðar breytingar á barnabótakerfinu síðustu misseri en betur má ef duga skal, sérstaklega í þeim aðstæðum sem uppi eru í dag. Hækkanir á hækkanir ofan Þær hækkanir sem orðið hafa í samfélaginu síðustu mánuði hafa ekki farið framhjá neinum. Þær eru nú þegar farnar að bíta verulega fast í hinn venjulega borgara. Við finnum fyrir þessu, ég fæ sendingar frá fólki; vinum og kunningjum, jafnvel frá fólki sem gefur sér tíma til að setjast niður og skrifa mér og lýsa stöðu sinni. Það kann ég að meta. Þetta er hið duglegasta fólk sem er að keyra sig út í vinnu og jafnvel vinnum til þess eins að ná endum saman milli mánaða. Og það er oft bara fjári erfitt. Það þarf því ekki að koma neinum neitt sérstaklega á óvart - og það kemur ekki eins og þruma úr heiðskýru - að kallað sé eftir launahækkunum. Við verðum þó að hafa í huga, og horfa um leið á stóru myndina, að hækkun launa ein og sér getur virkað eins og olía á verðbólgubálið á þessum tímapunkti. Því er mikilvægt að leita einnig annarra leiða og þar þurfa ríki, sveitarfélög og atvinnulífið í heild með banka- og fjármálakerfið fremst í flokki að snúa bökum saman. Þó svo að öllum sé það ljóst að hlutverk Seðlabanka Íslands sé að halda aftur af verðbólgu geta ákvarðanir hans einnig haft veruleg áhrif á líf fólks. Vaxtahækkun Seðlabankans nú á viðkvæmum tíma í kjaraviðræðum geta haft víðtæk áhrif á samfélagið allt ef marka má orð verkalýðsforystunnar. Það virðist því miður vera að raungerast. Hækkun vaxta á þessum tímapunkti er eins og að kasta sprengju inn í kjaraviðræður. Endurteknar yfirlýsingar um Tene-fólkið eru yfirlætisfullar og ekki til þess fallnar að skapa sátt og einingu um baráttuna gegn verðbólgu. Eins og sagt er; af litlum neista verður oft mikið bál. Álögur á heimilin í landinu eru þegar komin að þolmörkum! Það er lýðheilsumál að taka betur utan um barnafjölskyldur Það er svo sannarlega rétt að það er ákveðinn hópur fólks hefur það gott, jafnvel mjög gott og það sýnir neyslan. Ég er fullviss um að það eru ekki barnafjölskyldur þessa lands sem halda henni uppi. Hjá þeim er ástandið viðkvæmt og ég tel að það þurfi að ná betur utan um þennan hóp og greina stöðuna. Því tel ég nauðsynlegt að rýna í stöðu barnafjölskyldna á Íslandi með það að markmið að skoða með hvaða hætti og hvaða aðgerðum er hægt að beita til að koma enn betur til móts við þann þunga róður sem margar fjölskyldur í landinu standa frammi fyrir þessa stundina. Það er staðreynd að við þurfum að einbeita okkur betur að barnafjölskyldum. Það er hreinlega lýðheilsumál, því ekki viljum við sjá þennan aldurshóp brenna upp í báða enda fyrir fimmtugt. Það yrði samfélagslega mjög dýrt. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun