„Er bara 27 ára gamall og hungraður í að sýna öllum hér heima hvað ég get“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. nóvember 2022 09:00 Adam Örn í leik með Leikni Reykjavík sumarið 2022. Hann kom þangað á láni eftir að hafa fengið fá í Kópavogi. Vísir/Hulda Margrét Adam Örn Arnarson spilaði í Bestu deild karla í sumar eftir að hafa spilað til fjölda ára sem atvinnumaður. Hann er án félags í dag en stefnir á að láta að sér kveða í sumar og sýna fólki hér á landi að hann sé enn sami leikmaður og spilaði við góðan orðstír í atvinnumennsku í öll þessi ár. Hinn 27 ára gamli bakvörður hafði verið erlendis í hartnær áratug þegar hann samdi við uppeldisfélag sitt Breiðablik rétt fyrir síðasta tímabil. Hann missti af undirbúningstímabilinu og meiddist lítillega þegar hann var að koma sér af stað á nýjan leik en hefur verið heill síðan. Hann fékk þó lítið sem ekkert að spila hjá Blikum og fór á láni til Leiknis Reykjavíkur um mitt sumar. „Ég er alveg heill núna og líður vel í skrokknum í dag. Ég náði að tengja leiki í lok tímabils með Leikni og ef maður horfir á það eftir á var það gott fyrir mig en það gekk ekki nægilega vel hjá liðinu í heild. Það var smá eins og Leikni hafi verið ætlað að falla. Fyrir mig var gott að fara og spila þessa leiki og sýna að maður sé ekki alger hækja. Ég var búinn að vera heill lengi hjá Breiðablik en fékk aldrei sénsinn.“ Adam Örn gekk í raðir Breiðabliks á nýjan leik fyrir síðasta tímabil.Breiðablik Adam Örn tók fram að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hafi ekki viljað standa í vegi fyrir því að hann færi á lán en á sama tíma vildi þjálfarinn ekki missa hann úr hópnum. „Miðað við hvernig þetta var búið að vera þá langaði mig frekar að fara og vera nokkuð viss um að ég fengi að spila frekar en að sitja á bekknum og vona það besta.“ Hann klórar sér hins vegar í höfðinu yfir að hafa ekki fengið fleiri tækifæri hjá Blikum þar sem þeir hafa nú þegar keypt nýjan hægri bakvörð og eftir að Adam Örn fór á láni þá spilaði Andri Rafn Yeoman nokkra leiki í stöðu hægri bakvarðar. „Það gerir mann svona frekar pirraðan. Ég veit að ég get spilað í Breiðablik sem bakvörður, og þeir vita sjálfir hvað ég get.“ Blikar hafa ekki endanlega lokað á Adam Örn og mögulega endurkomu í Kópavoginn en það eru komnar nokkrar vikur síðan hann heyrði í einhverjum hjá félaginu. „Ég fékk SMS frá Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðabliki, eftir viðtalið hjá Fótbolti.net. Hann vildi tala við mig augliti til auglitis en síðan hef ég ekkert heyrt í honum. Það var fyrir mánuði síðan.“ „Persónulega finnst mér þetta frekar mikil vonbrigði. Þetta er uppeldisfélagið og mér líður eins og þetta sé létt virðingarleysi. Svo er pabbi í stjórn stuðningsmannaklúbbi Breiðabliks. Við höfum alltaf gert allt fyrir Breiðablik og þetta er mjög skrítin framkoma, finnst mér.“ „Hjálpaði mér ekki að sjúkraþjálfarinn úti hélt að þetta væri krampi.“ Meiðslin sem Adam Örn var að glíma við í tæplega eitt og hálft ár áður en hann samdi við Breiðablik eru á bak og burt. Hann segist meira en klár í að hefja nýtt undirbúningstímabil af krafti og sýna fólki hér á landi hvað í honum býr. „Ég var í basli með sinina sem fer úr lærinu og upp í rassfestuna. Hún var alltaf bólgin eða skemmd, eins og ég skildi þetta. Var með verki niður vinstra lærið. Það hjálpaði mér ekki að sjúkraþjálfarinn úti hélt að þetta væri krampi.“ „Var látinn spila og æfa sem gerði þetta bara enn verra. Vorum við að spila á hræðilegu gervigrasi [hjá Tromsø], var eins og að spila á steypu. Það voru margir leikmenn að glíma við meiðsli út af undirlaginu.“ Adam Örn í leik með Tromsø.Tromsø „Er ekki einhver iðnaðarbakvörður sem situr til baka og hreyfi mig ekki.“ Adam Örn lék einn leik í Bestu deild karla með Blikum sumarið 2012 áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Fyrst fór hann til NEC Nijmegen í Hollandi, þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku, Álasunds í Noregi, Górnik Zabrze í Póllandi og loks Tromsø í Noregi. Þá hefur hann spilað einn A-landsleik, gegn Mexíkó árið 2017, ásamt 43 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. „Ég myndi ekki titla mig sem „iðnaðarbakvörð.“ Spilaði sem vængbakvörður í Noregi og studdi mikið við sóknarleikinn. Þegar ég er í leikformi þá hleyp ég mikið, er upp og niður vænginn, er að gefa fyrir og styðja við sóknarleikinn. Er ekki einhver iðnaðarbakvörður sem situr til baka og hreyfi mig ekki.“ „Ég hef oft hugsað út í það hvort maður hafi fengið smá að gjalda fyrir að skapa sér ekki nafn heima. Það virkar þannig á mann að þeir sem skapa sér nafn heima fá meiri umfjöllun og meiri athygli.“ „Ég er bara 27 ára gamall og hungraður í að sýna öllum hér heima hvað ég get. Vil sýna að ég sé enn sami leikmaður og spilaði alla þessa leiki úti. Að maður sé einn af toppbakvörðunum hérna heima.“ Adam Örn í leik með Nordsjælland.Lars Ronbog/Getty Images Vill vera í sínu besta formi „Ég vil ekki hafa þetta eins og í fyrra, að ég sé að mæta í eitthvað lið rétt fyrir mót. Langar að ná heilu undirbúningstímabili og æfa með liði áður en það er farið inn í mótið.“ „Ég er búinn að vera í viðræðum við eitt lið í Bestu en ég get alveg viðurkennt það að það kom mér persónulega á óvart að það sé ekki meira á borðinu. Miðað við það sem maður hefur verið að gera undanfarin ár, ég veit ekki hvort menn séu hræddir við þetta síðasta eitt og hálfa ár þegar ég var meiddur.“ „Það getur vel verið að það sé kominn einhver meiðslastimpill á mann en mér líður vel í dag og spenntur fyrir að fara inn í nýtt tímabil,“ sagði Adam Örn Arnarson að endingu. Adam Örn Arnarson í leik með íslenska U-21 árs landsliðinu á sínum tíma.vísir/ernir Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Hinn 27 ára gamli bakvörður hafði verið erlendis í hartnær áratug þegar hann samdi við uppeldisfélag sitt Breiðablik rétt fyrir síðasta tímabil. Hann missti af undirbúningstímabilinu og meiddist lítillega þegar hann var að koma sér af stað á nýjan leik en hefur verið heill síðan. Hann fékk þó lítið sem ekkert að spila hjá Blikum og fór á láni til Leiknis Reykjavíkur um mitt sumar. „Ég er alveg heill núna og líður vel í skrokknum í dag. Ég náði að tengja leiki í lok tímabils með Leikni og ef maður horfir á það eftir á var það gott fyrir mig en það gekk ekki nægilega vel hjá liðinu í heild. Það var smá eins og Leikni hafi verið ætlað að falla. Fyrir mig var gott að fara og spila þessa leiki og sýna að maður sé ekki alger hækja. Ég var búinn að vera heill lengi hjá Breiðablik en fékk aldrei sénsinn.“ Adam Örn gekk í raðir Breiðabliks á nýjan leik fyrir síðasta tímabil.Breiðablik Adam Örn tók fram að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hafi ekki viljað standa í vegi fyrir því að hann færi á lán en á sama tíma vildi þjálfarinn ekki missa hann úr hópnum. „Miðað við hvernig þetta var búið að vera þá langaði mig frekar að fara og vera nokkuð viss um að ég fengi að spila frekar en að sitja á bekknum og vona það besta.“ Hann klórar sér hins vegar í höfðinu yfir að hafa ekki fengið fleiri tækifæri hjá Blikum þar sem þeir hafa nú þegar keypt nýjan hægri bakvörð og eftir að Adam Örn fór á láni þá spilaði Andri Rafn Yeoman nokkra leiki í stöðu hægri bakvarðar. „Það gerir mann svona frekar pirraðan. Ég veit að ég get spilað í Breiðablik sem bakvörður, og þeir vita sjálfir hvað ég get.“ Blikar hafa ekki endanlega lokað á Adam Örn og mögulega endurkomu í Kópavoginn en það eru komnar nokkrar vikur síðan hann heyrði í einhverjum hjá félaginu. „Ég fékk SMS frá Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðabliki, eftir viðtalið hjá Fótbolti.net. Hann vildi tala við mig augliti til auglitis en síðan hef ég ekkert heyrt í honum. Það var fyrir mánuði síðan.“ „Persónulega finnst mér þetta frekar mikil vonbrigði. Þetta er uppeldisfélagið og mér líður eins og þetta sé létt virðingarleysi. Svo er pabbi í stjórn stuðningsmannaklúbbi Breiðabliks. Við höfum alltaf gert allt fyrir Breiðablik og þetta er mjög skrítin framkoma, finnst mér.“ „Hjálpaði mér ekki að sjúkraþjálfarinn úti hélt að þetta væri krampi.“ Meiðslin sem Adam Örn var að glíma við í tæplega eitt og hálft ár áður en hann samdi við Breiðablik eru á bak og burt. Hann segist meira en klár í að hefja nýtt undirbúningstímabil af krafti og sýna fólki hér á landi hvað í honum býr. „Ég var í basli með sinina sem fer úr lærinu og upp í rassfestuna. Hún var alltaf bólgin eða skemmd, eins og ég skildi þetta. Var með verki niður vinstra lærið. Það hjálpaði mér ekki að sjúkraþjálfarinn úti hélt að þetta væri krampi.“ „Var látinn spila og æfa sem gerði þetta bara enn verra. Vorum við að spila á hræðilegu gervigrasi [hjá Tromsø], var eins og að spila á steypu. Það voru margir leikmenn að glíma við meiðsli út af undirlaginu.“ Adam Örn í leik með Tromsø.Tromsø „Er ekki einhver iðnaðarbakvörður sem situr til baka og hreyfi mig ekki.“ Adam Örn lék einn leik í Bestu deild karla með Blikum sumarið 2012 áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Fyrst fór hann til NEC Nijmegen í Hollandi, þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku, Álasunds í Noregi, Górnik Zabrze í Póllandi og loks Tromsø í Noregi. Þá hefur hann spilað einn A-landsleik, gegn Mexíkó árið 2017, ásamt 43 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. „Ég myndi ekki titla mig sem „iðnaðarbakvörð.“ Spilaði sem vængbakvörður í Noregi og studdi mikið við sóknarleikinn. Þegar ég er í leikformi þá hleyp ég mikið, er upp og niður vænginn, er að gefa fyrir og styðja við sóknarleikinn. Er ekki einhver iðnaðarbakvörður sem situr til baka og hreyfi mig ekki.“ „Ég hef oft hugsað út í það hvort maður hafi fengið smá að gjalda fyrir að skapa sér ekki nafn heima. Það virkar þannig á mann að þeir sem skapa sér nafn heima fá meiri umfjöllun og meiri athygli.“ „Ég er bara 27 ára gamall og hungraður í að sýna öllum hér heima hvað ég get. Vil sýna að ég sé enn sami leikmaður og spilaði alla þessa leiki úti. Að maður sé einn af toppbakvörðunum hérna heima.“ Adam Örn í leik með Nordsjælland.Lars Ronbog/Getty Images Vill vera í sínu besta formi „Ég vil ekki hafa þetta eins og í fyrra, að ég sé að mæta í eitthvað lið rétt fyrir mót. Langar að ná heilu undirbúningstímabili og æfa með liði áður en það er farið inn í mótið.“ „Ég er búinn að vera í viðræðum við eitt lið í Bestu en ég get alveg viðurkennt það að það kom mér persónulega á óvart að það sé ekki meira á borðinu. Miðað við það sem maður hefur verið að gera undanfarin ár, ég veit ekki hvort menn séu hræddir við þetta síðasta eitt og hálfa ár þegar ég var meiddur.“ „Það getur vel verið að það sé kominn einhver meiðslastimpill á mann en mér líður vel í dag og spenntur fyrir að fara inn í nýtt tímabil,“ sagði Adam Örn Arnarson að endingu. Adam Örn Arnarson í leik með íslenska U-21 árs landsliðinu á sínum tíma.vísir/ernir
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti