„Er bara 27 ára gamall og hungraður í að sýna öllum hér heima hvað ég get“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. nóvember 2022 09:00 Adam Örn í leik með Leikni Reykjavík sumarið 2022. Hann kom þangað á láni eftir að hafa fengið fá í Kópavogi. Vísir/Hulda Margrét Adam Örn Arnarson spilaði í Bestu deild karla í sumar eftir að hafa spilað til fjölda ára sem atvinnumaður. Hann er án félags í dag en stefnir á að láta að sér kveða í sumar og sýna fólki hér á landi að hann sé enn sami leikmaður og spilaði við góðan orðstír í atvinnumennsku í öll þessi ár. Hinn 27 ára gamli bakvörður hafði verið erlendis í hartnær áratug þegar hann samdi við uppeldisfélag sitt Breiðablik rétt fyrir síðasta tímabil. Hann missti af undirbúningstímabilinu og meiddist lítillega þegar hann var að koma sér af stað á nýjan leik en hefur verið heill síðan. Hann fékk þó lítið sem ekkert að spila hjá Blikum og fór á láni til Leiknis Reykjavíkur um mitt sumar. „Ég er alveg heill núna og líður vel í skrokknum í dag. Ég náði að tengja leiki í lok tímabils með Leikni og ef maður horfir á það eftir á var það gott fyrir mig en það gekk ekki nægilega vel hjá liðinu í heild. Það var smá eins og Leikni hafi verið ætlað að falla. Fyrir mig var gott að fara og spila þessa leiki og sýna að maður sé ekki alger hækja. Ég var búinn að vera heill lengi hjá Breiðablik en fékk aldrei sénsinn.“ Adam Örn gekk í raðir Breiðabliks á nýjan leik fyrir síðasta tímabil.Breiðablik Adam Örn tók fram að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hafi ekki viljað standa í vegi fyrir því að hann færi á lán en á sama tíma vildi þjálfarinn ekki missa hann úr hópnum. „Miðað við hvernig þetta var búið að vera þá langaði mig frekar að fara og vera nokkuð viss um að ég fengi að spila frekar en að sitja á bekknum og vona það besta.“ Hann klórar sér hins vegar í höfðinu yfir að hafa ekki fengið fleiri tækifæri hjá Blikum þar sem þeir hafa nú þegar keypt nýjan hægri bakvörð og eftir að Adam Örn fór á láni þá spilaði Andri Rafn Yeoman nokkra leiki í stöðu hægri bakvarðar. „Það gerir mann svona frekar pirraðan. Ég veit að ég get spilað í Breiðablik sem bakvörður, og þeir vita sjálfir hvað ég get.“ Blikar hafa ekki endanlega lokað á Adam Örn og mögulega endurkomu í Kópavoginn en það eru komnar nokkrar vikur síðan hann heyrði í einhverjum hjá félaginu. „Ég fékk SMS frá Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðabliki, eftir viðtalið hjá Fótbolti.net. Hann vildi tala við mig augliti til auglitis en síðan hef ég ekkert heyrt í honum. Það var fyrir mánuði síðan.“ „Persónulega finnst mér þetta frekar mikil vonbrigði. Þetta er uppeldisfélagið og mér líður eins og þetta sé létt virðingarleysi. Svo er pabbi í stjórn stuðningsmannaklúbbi Breiðabliks. Við höfum alltaf gert allt fyrir Breiðablik og þetta er mjög skrítin framkoma, finnst mér.“ „Hjálpaði mér ekki að sjúkraþjálfarinn úti hélt að þetta væri krampi.“ Meiðslin sem Adam Örn var að glíma við í tæplega eitt og hálft ár áður en hann samdi við Breiðablik eru á bak og burt. Hann segist meira en klár í að hefja nýtt undirbúningstímabil af krafti og sýna fólki hér á landi hvað í honum býr. „Ég var í basli með sinina sem fer úr lærinu og upp í rassfestuna. Hún var alltaf bólgin eða skemmd, eins og ég skildi þetta. Var með verki niður vinstra lærið. Það hjálpaði mér ekki að sjúkraþjálfarinn úti hélt að þetta væri krampi.“ „Var látinn spila og æfa sem gerði þetta bara enn verra. Vorum við að spila á hræðilegu gervigrasi [hjá Tromsø], var eins og að spila á steypu. Það voru margir leikmenn að glíma við meiðsli út af undirlaginu.“ Adam Örn í leik með Tromsø.Tromsø „Er ekki einhver iðnaðarbakvörður sem situr til baka og hreyfi mig ekki.“ Adam Örn lék einn leik í Bestu deild karla með Blikum sumarið 2012 áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Fyrst fór hann til NEC Nijmegen í Hollandi, þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku, Álasunds í Noregi, Górnik Zabrze í Póllandi og loks Tromsø í Noregi. Þá hefur hann spilað einn A-landsleik, gegn Mexíkó árið 2017, ásamt 43 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. „Ég myndi ekki titla mig sem „iðnaðarbakvörð.“ Spilaði sem vængbakvörður í Noregi og studdi mikið við sóknarleikinn. Þegar ég er í leikformi þá hleyp ég mikið, er upp og niður vænginn, er að gefa fyrir og styðja við sóknarleikinn. Er ekki einhver iðnaðarbakvörður sem situr til baka og hreyfi mig ekki.“ „Ég hef oft hugsað út í það hvort maður hafi fengið smá að gjalda fyrir að skapa sér ekki nafn heima. Það virkar þannig á mann að þeir sem skapa sér nafn heima fá meiri umfjöllun og meiri athygli.“ „Ég er bara 27 ára gamall og hungraður í að sýna öllum hér heima hvað ég get. Vil sýna að ég sé enn sami leikmaður og spilaði alla þessa leiki úti. Að maður sé einn af toppbakvörðunum hérna heima.“ Adam Örn í leik með Nordsjælland.Lars Ronbog/Getty Images Vill vera í sínu besta formi „Ég vil ekki hafa þetta eins og í fyrra, að ég sé að mæta í eitthvað lið rétt fyrir mót. Langar að ná heilu undirbúningstímabili og æfa með liði áður en það er farið inn í mótið.“ „Ég er búinn að vera í viðræðum við eitt lið í Bestu en ég get alveg viðurkennt það að það kom mér persónulega á óvart að það sé ekki meira á borðinu. Miðað við það sem maður hefur verið að gera undanfarin ár, ég veit ekki hvort menn séu hræddir við þetta síðasta eitt og hálfa ár þegar ég var meiddur.“ „Það getur vel verið að það sé kominn einhver meiðslastimpill á mann en mér líður vel í dag og spenntur fyrir að fara inn í nýtt tímabil,“ sagði Adam Örn Arnarson að endingu. Adam Örn Arnarson í leik með íslenska U-21 árs landsliðinu á sínum tíma.vísir/ernir Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Hinn 27 ára gamli bakvörður hafði verið erlendis í hartnær áratug þegar hann samdi við uppeldisfélag sitt Breiðablik rétt fyrir síðasta tímabil. Hann missti af undirbúningstímabilinu og meiddist lítillega þegar hann var að koma sér af stað á nýjan leik en hefur verið heill síðan. Hann fékk þó lítið sem ekkert að spila hjá Blikum og fór á láni til Leiknis Reykjavíkur um mitt sumar. „Ég er alveg heill núna og líður vel í skrokknum í dag. Ég náði að tengja leiki í lok tímabils með Leikni og ef maður horfir á það eftir á var það gott fyrir mig en það gekk ekki nægilega vel hjá liðinu í heild. Það var smá eins og Leikni hafi verið ætlað að falla. Fyrir mig var gott að fara og spila þessa leiki og sýna að maður sé ekki alger hækja. Ég var búinn að vera heill lengi hjá Breiðablik en fékk aldrei sénsinn.“ Adam Örn gekk í raðir Breiðabliks á nýjan leik fyrir síðasta tímabil.Breiðablik Adam Örn tók fram að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hafi ekki viljað standa í vegi fyrir því að hann færi á lán en á sama tíma vildi þjálfarinn ekki missa hann úr hópnum. „Miðað við hvernig þetta var búið að vera þá langaði mig frekar að fara og vera nokkuð viss um að ég fengi að spila frekar en að sitja á bekknum og vona það besta.“ Hann klórar sér hins vegar í höfðinu yfir að hafa ekki fengið fleiri tækifæri hjá Blikum þar sem þeir hafa nú þegar keypt nýjan hægri bakvörð og eftir að Adam Örn fór á láni þá spilaði Andri Rafn Yeoman nokkra leiki í stöðu hægri bakvarðar. „Það gerir mann svona frekar pirraðan. Ég veit að ég get spilað í Breiðablik sem bakvörður, og þeir vita sjálfir hvað ég get.“ Blikar hafa ekki endanlega lokað á Adam Örn og mögulega endurkomu í Kópavoginn en það eru komnar nokkrar vikur síðan hann heyrði í einhverjum hjá félaginu. „Ég fékk SMS frá Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðabliki, eftir viðtalið hjá Fótbolti.net. Hann vildi tala við mig augliti til auglitis en síðan hef ég ekkert heyrt í honum. Það var fyrir mánuði síðan.“ „Persónulega finnst mér þetta frekar mikil vonbrigði. Þetta er uppeldisfélagið og mér líður eins og þetta sé létt virðingarleysi. Svo er pabbi í stjórn stuðningsmannaklúbbi Breiðabliks. Við höfum alltaf gert allt fyrir Breiðablik og þetta er mjög skrítin framkoma, finnst mér.“ „Hjálpaði mér ekki að sjúkraþjálfarinn úti hélt að þetta væri krampi.“ Meiðslin sem Adam Örn var að glíma við í tæplega eitt og hálft ár áður en hann samdi við Breiðablik eru á bak og burt. Hann segist meira en klár í að hefja nýtt undirbúningstímabil af krafti og sýna fólki hér á landi hvað í honum býr. „Ég var í basli með sinina sem fer úr lærinu og upp í rassfestuna. Hún var alltaf bólgin eða skemmd, eins og ég skildi þetta. Var með verki niður vinstra lærið. Það hjálpaði mér ekki að sjúkraþjálfarinn úti hélt að þetta væri krampi.“ „Var látinn spila og æfa sem gerði þetta bara enn verra. Vorum við að spila á hræðilegu gervigrasi [hjá Tromsø], var eins og að spila á steypu. Það voru margir leikmenn að glíma við meiðsli út af undirlaginu.“ Adam Örn í leik með Tromsø.Tromsø „Er ekki einhver iðnaðarbakvörður sem situr til baka og hreyfi mig ekki.“ Adam Örn lék einn leik í Bestu deild karla með Blikum sumarið 2012 áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Fyrst fór hann til NEC Nijmegen í Hollandi, þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku, Álasunds í Noregi, Górnik Zabrze í Póllandi og loks Tromsø í Noregi. Þá hefur hann spilað einn A-landsleik, gegn Mexíkó árið 2017, ásamt 43 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. „Ég myndi ekki titla mig sem „iðnaðarbakvörð.“ Spilaði sem vængbakvörður í Noregi og studdi mikið við sóknarleikinn. Þegar ég er í leikformi þá hleyp ég mikið, er upp og niður vænginn, er að gefa fyrir og styðja við sóknarleikinn. Er ekki einhver iðnaðarbakvörður sem situr til baka og hreyfi mig ekki.“ „Ég hef oft hugsað út í það hvort maður hafi fengið smá að gjalda fyrir að skapa sér ekki nafn heima. Það virkar þannig á mann að þeir sem skapa sér nafn heima fá meiri umfjöllun og meiri athygli.“ „Ég er bara 27 ára gamall og hungraður í að sýna öllum hér heima hvað ég get. Vil sýna að ég sé enn sami leikmaður og spilaði alla þessa leiki úti. Að maður sé einn af toppbakvörðunum hérna heima.“ Adam Örn í leik með Nordsjælland.Lars Ronbog/Getty Images Vill vera í sínu besta formi „Ég vil ekki hafa þetta eins og í fyrra, að ég sé að mæta í eitthvað lið rétt fyrir mót. Langar að ná heilu undirbúningstímabili og æfa með liði áður en það er farið inn í mótið.“ „Ég er búinn að vera í viðræðum við eitt lið í Bestu en ég get alveg viðurkennt það að það kom mér persónulega á óvart að það sé ekki meira á borðinu. Miðað við það sem maður hefur verið að gera undanfarin ár, ég veit ekki hvort menn séu hræddir við þetta síðasta eitt og hálfa ár þegar ég var meiddur.“ „Það getur vel verið að það sé kominn einhver meiðslastimpill á mann en mér líður vel í dag og spenntur fyrir að fara inn í nýtt tímabil,“ sagði Adam Örn Arnarson að endingu. Adam Örn Arnarson í leik með íslenska U-21 árs landsliðinu á sínum tíma.vísir/ernir
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira