Borgin bótaskyld eftir að nemandi brenndist í eldgostilraun Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2022 09:07 Slysið varð í efnafræðitíma í grunnskóla í Reykjavík. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Reykjavíkurborg var dæmd bótaskyld vegna líkamstjóns unglingsstúlku sem brenndist þegar samnemandi hennar helti eldfimum vökva yfir eldgostilraun í efnafræðitíma. Stúlkan er með ör eftir slysið og örorka hennar metin tíu prósent. Slysið átti sér stað í eðlisfræðistofu grunnskóla þegar stúlkan var fjórtán ára gömul í febrúar árið 2017. Hún var í efnafræðitíma ásamt fimmtán samnemendum sínum á svokölluðum þemadögum í skólanum. Fyrirhugað var að gera fjórar tilraunir á sama tíma í stofunni. Ein þeirra var svonefnd eldgostilraun sem var ætlað að sýna áhrif efnahvarfa með því að líkja eftir eldgosi. Kennari blandaði saman sandi, sykri, lyftidufti og etanóli en hálftími átti að líða þar til eldfjallið gysi. Kennarinn sagðist hafa brýnt fyrir nemendunum hversu eldfimt etanól væri og að enginn nema hann sjálfur mætti meðhöndla það. Ennfremur hafi hann lagt áherslu á að ekki mætti hella etanóli yfir eldfjallið eftir að kveikt hafði verið í tilrauninni og beðið væri eftir að eldfjallið gysi. Þrátt fyrir það tók samnefnandi stúlkunnar etanólbrúsann af kennaraborðinu eftir að kennarinn gekk til annars hóps nemenda við aðra tilraun í stofunni og skvetti á eldfjallið þannig að upp úr því blossaði eldur með sprengingu. Eldurinn barst í kvið stúlkunnar sem sat við borðið þannig að hún hlaut skaða af. Kennaranum tókst að slökkva í tilrauninni með slökkvitæki en stúlkan og tveir aðrir nemendur sem urðu fyrir brunaskaða voru fluttir á sjúkrahús með sjúkrabíl. Hefði átt að gera ráð fyrir óhlýðni nemenda Lögmaður stúlkunnar gerði kröfu um að Reykjavíkurborg bætti tjón hennar á þeim forsendum að slysið hefði orðið vegna gáleysislegrar háttsemi eða athafnaleysis sem borgin bæri ábyrgð á. Kennaranum og skólastjórnendum hafi borið að tryggja öryggi barnanna og að ekki stafaði slysahætta af tilrauninni, einnig þannig að nememdur gætu ekki valdið öðrum nemendum tjóni. Gálaust hafi verið að skilja hættulegt efni eins og etanól eftir á glámbekk í kennslustund, sérstaklega þegar unnið hafi verið með eld innanhúss. Þegar borgin hafnaði kröfunni vísaði hún til þess að kennarinn hefði sjálfur framkvæmt tilraunina án aðkomu nemenda. Hann hefði jafnframt útskýrt fyrir nemendum að bíða þyrfti í hálftíma eftir að tilraunin bæri árangur og að í millitíðinni mætti alls ekki hella etanóli yfir tilraunina. Í kröfugerð stúlkunnar var vísað á móti til umsagnar Vinnueftirlitsins um að enginn tilgangur hafi verið fyrir kennarann að hafa etanólbrúsann með í kennslustundina. Nægjanlegt og öruggast hefði verið að taka aðeins það magn etónóls sem þurfti í tilraunina. Krafan byggði einnig á að kennarinn hefði átt að gera ráð fyrir tilhneigingu barna og unglinga að fara ekki að fyrirmælum heldur sækjast í það sem sé hættulegt og spennandi. Borgin byggði á móti á því að ekkert hefði komið fram sem sannaði saknæma hegðun eða vanrækslu kennarans eða skólastjórnenda. Slysið yrði alfarið rakið til háttsemi annars nemanda sem hafi brotið gegn afdráttarlausu banni kennarans. Kennarinn, með um fjörutíu ára starfsreynslu, hafi með engu móti mátt gera sér grein fyrir þeirri fyrirætlun nemandans að hella etanóli á tilraunina. Slíkt hafi verið umfram hegðun sem kennari mátti vænta af fimmtán til sextán ára gömlum nemenda sem hafði fengið grunnkennslu í efnafræði. Slysið rakið til háttsemi kennarans Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að kennari þyrfti að búast við því að í nemendahópi væru einstaklingar sem vildu ekki hlýða fyrirmælum. Í þessu máli hafi kennarinn mátt gera ráð fyrir að í hópnum væri nemandi eða nemendur sem kysi gagngert að hlýða ekki. Við jafn hættulegar aðstæður og við eldgostilraunina yrði að ætlast til þess að kennari sýndi sérstaka aðgæslu hvað þetta varðaði. Fyrirsjáanlegt hafi verið að kennarinn gæti ekki haft augun samfellt á tilrauninni þar sem þrjár aðrar voru í gangi í stofunni á sama tíma. Þá hefði kennaranum verið ljós hættan af etanólinu. Auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið eins og Vinnueftirlitið benti á, einnig ef kennarinn hefði ekki skilið etanólbrúsann eftir. Því taldi héraðsdómur að háttsemi kennarans væri saknæm. Orsök tjóns stúlkunnar hafi verið sú háttsemi kennarans að skilja etanólbrúsann eftir eftirlitslausan þannig að nemandi hafi komist í hann. Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á þeim mistökum og bæri því að bæta stúlkunni tjónið. Dómsmál Skóla - og menntamál Vísindi Tryggingar Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Slysið átti sér stað í eðlisfræðistofu grunnskóla þegar stúlkan var fjórtán ára gömul í febrúar árið 2017. Hún var í efnafræðitíma ásamt fimmtán samnemendum sínum á svokölluðum þemadögum í skólanum. Fyrirhugað var að gera fjórar tilraunir á sama tíma í stofunni. Ein þeirra var svonefnd eldgostilraun sem var ætlað að sýna áhrif efnahvarfa með því að líkja eftir eldgosi. Kennari blandaði saman sandi, sykri, lyftidufti og etanóli en hálftími átti að líða þar til eldfjallið gysi. Kennarinn sagðist hafa brýnt fyrir nemendunum hversu eldfimt etanól væri og að enginn nema hann sjálfur mætti meðhöndla það. Ennfremur hafi hann lagt áherslu á að ekki mætti hella etanóli yfir eldfjallið eftir að kveikt hafði verið í tilrauninni og beðið væri eftir að eldfjallið gysi. Þrátt fyrir það tók samnefnandi stúlkunnar etanólbrúsann af kennaraborðinu eftir að kennarinn gekk til annars hóps nemenda við aðra tilraun í stofunni og skvetti á eldfjallið þannig að upp úr því blossaði eldur með sprengingu. Eldurinn barst í kvið stúlkunnar sem sat við borðið þannig að hún hlaut skaða af. Kennaranum tókst að slökkva í tilrauninni með slökkvitæki en stúlkan og tveir aðrir nemendur sem urðu fyrir brunaskaða voru fluttir á sjúkrahús með sjúkrabíl. Hefði átt að gera ráð fyrir óhlýðni nemenda Lögmaður stúlkunnar gerði kröfu um að Reykjavíkurborg bætti tjón hennar á þeim forsendum að slysið hefði orðið vegna gáleysislegrar háttsemi eða athafnaleysis sem borgin bæri ábyrgð á. Kennaranum og skólastjórnendum hafi borið að tryggja öryggi barnanna og að ekki stafaði slysahætta af tilrauninni, einnig þannig að nememdur gætu ekki valdið öðrum nemendum tjóni. Gálaust hafi verið að skilja hættulegt efni eins og etanól eftir á glámbekk í kennslustund, sérstaklega þegar unnið hafi verið með eld innanhúss. Þegar borgin hafnaði kröfunni vísaði hún til þess að kennarinn hefði sjálfur framkvæmt tilraunina án aðkomu nemenda. Hann hefði jafnframt útskýrt fyrir nemendum að bíða þyrfti í hálftíma eftir að tilraunin bæri árangur og að í millitíðinni mætti alls ekki hella etanóli yfir tilraunina. Í kröfugerð stúlkunnar var vísað á móti til umsagnar Vinnueftirlitsins um að enginn tilgangur hafi verið fyrir kennarann að hafa etanólbrúsann með í kennslustundina. Nægjanlegt og öruggast hefði verið að taka aðeins það magn etónóls sem þurfti í tilraunina. Krafan byggði einnig á að kennarinn hefði átt að gera ráð fyrir tilhneigingu barna og unglinga að fara ekki að fyrirmælum heldur sækjast í það sem sé hættulegt og spennandi. Borgin byggði á móti á því að ekkert hefði komið fram sem sannaði saknæma hegðun eða vanrækslu kennarans eða skólastjórnenda. Slysið yrði alfarið rakið til háttsemi annars nemanda sem hafi brotið gegn afdráttarlausu banni kennarans. Kennarinn, með um fjörutíu ára starfsreynslu, hafi með engu móti mátt gera sér grein fyrir þeirri fyrirætlun nemandans að hella etanóli á tilraunina. Slíkt hafi verið umfram hegðun sem kennari mátti vænta af fimmtán til sextán ára gömlum nemenda sem hafði fengið grunnkennslu í efnafræði. Slysið rakið til háttsemi kennarans Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að kennari þyrfti að búast við því að í nemendahópi væru einstaklingar sem vildu ekki hlýða fyrirmælum. Í þessu máli hafi kennarinn mátt gera ráð fyrir að í hópnum væri nemandi eða nemendur sem kysi gagngert að hlýða ekki. Við jafn hættulegar aðstæður og við eldgostilraunina yrði að ætlast til þess að kennari sýndi sérstaka aðgæslu hvað þetta varðaði. Fyrirsjáanlegt hafi verið að kennarinn gæti ekki haft augun samfellt á tilrauninni þar sem þrjár aðrar voru í gangi í stofunni á sama tíma. Þá hefði kennaranum verið ljós hættan af etanólinu. Auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið eins og Vinnueftirlitið benti á, einnig ef kennarinn hefði ekki skilið etanólbrúsann eftir. Því taldi héraðsdómur að háttsemi kennarans væri saknæm. Orsök tjóns stúlkunnar hafi verið sú háttsemi kennarans að skilja etanólbrúsann eftir eftirlitslausan þannig að nemandi hafi komist í hann. Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á þeim mistökum og bæri því að bæta stúlkunni tjónið.
Dómsmál Skóla - og menntamál Vísindi Tryggingar Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira