Alls fundust 99 slíkar ljósmyndir í eyddum skrám á Dell fartölvu mannsins. Þá sáust ummerki um að slíkar myndir hefðu verið skoðaðar í vöfrum tölvunnar. Sömuleiðis fundust 286 slíkar myndir í flýtiminni Samsung Galaxy S7 farsíma.
Munirnir voru haldlagðir af lögreglu við handtöku hans í Reykjavík. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að munirnir verði gerðir upptækir.
Talið er að eitt prósent manna séu með barnagirnd. Langstærsti hlutinn eru karlmenn og má því áætla að tæplega tvö þúsund karlmenn á Íslandi girnist börn á kynferðislegan hátt. Fjallað var um málið í Kompás árið 2020.
Þar var rætt við rannsakendur í málum sem snúa að barnaníðsefni. Þar kom fram að þau sem skoðuðu slíkt efni væru í sumum tilfellum fjölskyldufólk. Rannsakendur deildu því með áhorfendum hvernig tilfinning það væri að þurfa að skoða slíkt myndefni við rannsókn málanna.