Herinn í viðbragðsstöðu fyrir umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. nóvember 2022 17:19 Hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa lengi barist fyrir bættum kjörum. Getty/Hesther Ng Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sjúkraflutningamenn eru meðal þeirra sem hafa boðað umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum í desember vegna launamála. Breski herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu vegna málsins. Verkalýðsfélög innan annarra geira hafa sömuleiðis boðað verkfall. Allt að hundrað þúsund hjúkrunarfræðingar stefna á verkfall í næsta mánuði til að mótmæla launamálum en meðlimir Royal College of Nursing, samtök hjúkrunarfræðinga á Englandi, í Wales og Norður-Írlandi, samþykktu í vikunni í atkvæðagreiðslu að fara í verkfall fimmtánda og tuttugasta desember. Um er að ræða stærsta verkfall hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum frá upphafi að því er kemur fram í frétt Sky News um málið en verkfallið nær til um helmings allra vinnustaða á Englandi, allra vinnustaða fyrir utan eins í Wales og nokkra í Norður-Írlandi. We're striking for fair pay. We're striking to protect our patients. The UK government isn't listening, and we've been forced to take strike action. Find full details here: https://t.co/tj0wNb2vYi#FairPayForNursing pic.twitter.com/6woj7nVdBL— The RCN (@theRCN) November 29, 2022 Að sögn Pat Cullen, framkvæmdastjóra samtakanna, hafa þau ítrekað krafist þess við bresk stjórnvöld að viðræður fari fram um launakjör en ekki hafi verið hlustað á þær kröfur. Samtökin hafa varað við að verkföllin verði umfangsmeiri í janúar ef kjaraviðræður fara ekki fram. Þau krefjast fimm prósentustiga launahækkunar umfram vísitölu smásöluverðs, sem er mælikvarði á verðlagsþróun í Bretlandi. Dagsetning og staðsetning verkfalla hefur ekki enn verið ákveðin. Sjúkraflutningamenn og aðrir boða verkfall Sjúkraflutningamenn og fleiri starfsmenn hafa einnig boðað verkfall en stærsta stéttarfélag þeirra, Unison, boðaði gær verkfall fyrir jól vegna launamála og slæmrar mönnunar. Britain's government on Wednesday rejected union pay demands after ambulance workers joined nurses in voting to go on strike.https://t.co/POpIfwZ5Bz— AFP News Agency (@AFP) November 30, 2022 Í dag var síðan greint frá því að ríflega tíu þúsund sjúkraflutningamenn, sjúkraliðar og fleiri, hefðu samþykkt verkfall við atkvæðagreiðslu í dag og nær það verkfall til níu samsteypna (e. trusts) á Englandi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verkfall fari fram fyrir utan að það muni eiga sér stað fyrir jól að því er kemur fram í frétt Sky News. Samtök sjúkraflutningamanna munu funda með verkalýðsfélögum á næstu dögum til að ákveða dagsetningu. Herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu fyrir verkföllin ef ske kynni að það þyrfti að fylla í störf heilbrigðisstarfmanna. Auk heilbrigðisstarfsmanna hafa verkalýðsfélög í öðrum geirum boðað verkföll á næstu vikum. Bretland England Wales Norður-Írland Stéttarfélög Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Allt að hundrað þúsund hjúkrunarfræðingar stefna á verkfall í næsta mánuði til að mótmæla launamálum en meðlimir Royal College of Nursing, samtök hjúkrunarfræðinga á Englandi, í Wales og Norður-Írlandi, samþykktu í vikunni í atkvæðagreiðslu að fara í verkfall fimmtánda og tuttugasta desember. Um er að ræða stærsta verkfall hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum frá upphafi að því er kemur fram í frétt Sky News um málið en verkfallið nær til um helmings allra vinnustaða á Englandi, allra vinnustaða fyrir utan eins í Wales og nokkra í Norður-Írlandi. We're striking for fair pay. We're striking to protect our patients. The UK government isn't listening, and we've been forced to take strike action. Find full details here: https://t.co/tj0wNb2vYi#FairPayForNursing pic.twitter.com/6woj7nVdBL— The RCN (@theRCN) November 29, 2022 Að sögn Pat Cullen, framkvæmdastjóra samtakanna, hafa þau ítrekað krafist þess við bresk stjórnvöld að viðræður fari fram um launakjör en ekki hafi verið hlustað á þær kröfur. Samtökin hafa varað við að verkföllin verði umfangsmeiri í janúar ef kjaraviðræður fara ekki fram. Þau krefjast fimm prósentustiga launahækkunar umfram vísitölu smásöluverðs, sem er mælikvarði á verðlagsþróun í Bretlandi. Dagsetning og staðsetning verkfalla hefur ekki enn verið ákveðin. Sjúkraflutningamenn og aðrir boða verkfall Sjúkraflutningamenn og fleiri starfsmenn hafa einnig boðað verkfall en stærsta stéttarfélag þeirra, Unison, boðaði gær verkfall fyrir jól vegna launamála og slæmrar mönnunar. Britain's government on Wednesday rejected union pay demands after ambulance workers joined nurses in voting to go on strike.https://t.co/POpIfwZ5Bz— AFP News Agency (@AFP) November 30, 2022 Í dag var síðan greint frá því að ríflega tíu þúsund sjúkraflutningamenn, sjúkraliðar og fleiri, hefðu samþykkt verkfall við atkvæðagreiðslu í dag og nær það verkfall til níu samsteypna (e. trusts) á Englandi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verkfall fari fram fyrir utan að það muni eiga sér stað fyrir jól að því er kemur fram í frétt Sky News. Samtök sjúkraflutningamanna munu funda með verkalýðsfélögum á næstu dögum til að ákveða dagsetningu. Herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu fyrir verkföllin ef ske kynni að það þyrfti að fylla í störf heilbrigðisstarfmanna. Auk heilbrigðisstarfsmanna hafa verkalýðsfélög í öðrum geirum boðað verkföll á næstu vikum.
Bretland England Wales Norður-Írland Stéttarfélög Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira