Ræður raforkukerfið við orkuskipti? Haukur Ásberg Hilmarsson og Kristinn Arnar Ormsson skrifa 2. desember 2022 10:31 Hvernig borðarðu fíl? Með því að taka einn bita í einu. Það segir að minnsta kosti máltæki sem kennt er við Desmond Tutu. Spekin á vel við þegar kemur að flestum stórum verkefnum líkt og metnaðarfullum áætlunum um orkuskipti. Líkt og aðrar þjóðir stendur Ísland frammi fyrir stóru verkefni næstu ár þegar kemur að orkumálum. Fjárfesta þarf töluvert í innviðum á Íslandi ef metnaðarfullar, en jafnframt nauðsynlegar, áætlanir um kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2040 eiga að verða að veruleika. Helstu greiningar um orkuskipti Íslands hafa snúist um stærð fílsins sem þarf að borða, þ.e. hversu mikla orku þarf til þess að skipta út öllu jarðefnaeldsneyti. Minna hefur verið rætt um skrefin sem þarf að taka og hvernig við getum tekið þessi skref vel og örugglega. Eitt af þeim skrefum sem Ísland hefur þegar tekið í átt að orkuskiptum er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja sem flestar voru rafvæddar í upphafi 21. aldar. Hefðbundin verksmiðja á fullum afköstum getur notað meiri olíu á dag en tugir fólksbíla nota á ári. Því hefur sparast gríðarlegt magn af olíu og útblæstri á ári hverju með þessu skrefi. En reynslan af þessum orkuskiptum hefur ekki verið áfallalaus. Veturinn 2021-2022 kom upp sú staða að ekki var til næg raforka sökum slæmrar vatnsstöðu í uppistöðulónum. Niðurstaðan varð sú að þúsundum lítra af olíu var brennt til að anna eftirspurn fiskimjölsverksmiðjanna, þrátt fyrir orkuskiptin. Tryggja þarf að næg orka og afl séu til staðar í raforkukerfinu til að anna eftirspurninni á Íslandi þegar kemur að því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis í umhverfisvænni kosti. Aðstæðurnar sem komu upp í raforkukerfinu síðasta vetur voru sérstækar þar sem að eftirspurn jókst mikið á sama tíma og framleiðsla raforku var erfið. Ólíklegt þykir að slíkar aðstæður endurtaki sig þennan veturinn. Hins vegar er staðreyndin sú að framleiðslu- og flutningskerfi raforku eru komin að þolmörkum. Það sýna niðurstöður skýrslu Landsnets um orku- og afljöfnuð og nýleg greining EFLU á stöðu raforkukerfisins m.t.t. afls. Þess vegna má lítið út af bregða svo að aðstæður sem eitt sinn voru sértækar verði nokkuð almennar. Mikilvægt er í þessu samhengi að gera greinarmun á hugtökunum orkuskortur og aflskortur. Orkuskortur verður þegar bág staða skapast í forðabúri raforkukerfa til lengri eða skemmri tíma sem verður til þess að ekki er næg orka til að anna öllu álagi. Dæmi um það er þurrkatíð sem veldur lélegri vatnsstöðu í uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana líkt og í íslenska raforkukerfinu síðastliðinn vetur. Annað dæmi er staða evrópska raforkukerfisins síðustu mánuði þar sem skortur á jarðefnaeldsneyti hefur valdið því að ekki er til næg orka fyrir heimili og fyrirtæki. Aflskortur verður hins vegar þegar uppbygging framleiðslu og flutnings í raforkukerfinu fylgir ekki þróun álags. Þá getur skapast sú staða að ekki er næg vinnslu- eða flutningsgeta til að anna álagi á mestu álagstímum og grípa þarf til skerðinga til að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Fyrr nefndar greiningar sýna að Ísland stefnir í átt að aflskorti á næstu árum. Sökum þess hve langan tíma uppbygging raforkukerfisins tekur má því búast við því að þetta tímabil aflskerðingar á mestu álagstímum verði viðvarandi næstu árin án aðgerða. Skrefin í átt að orkuskiptum þurfa að vera skynsamleg og vel ígrunduð. Reynsla fyrri orkuskipa sýnir að fjárfesta þarf í flutningskerfi og framleiðslu samhliða orkuskiptum ef árangur á að nást. Þannig má takast á við þau stóru verkefni sem framundan eru og við náum að koma þessum fíl niður, bita fyrir bita. Höfundar eru sérfræðingar EFLU á Orkusviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Sjá meira
Hvernig borðarðu fíl? Með því að taka einn bita í einu. Það segir að minnsta kosti máltæki sem kennt er við Desmond Tutu. Spekin á vel við þegar kemur að flestum stórum verkefnum líkt og metnaðarfullum áætlunum um orkuskipti. Líkt og aðrar þjóðir stendur Ísland frammi fyrir stóru verkefni næstu ár þegar kemur að orkumálum. Fjárfesta þarf töluvert í innviðum á Íslandi ef metnaðarfullar, en jafnframt nauðsynlegar, áætlanir um kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2040 eiga að verða að veruleika. Helstu greiningar um orkuskipti Íslands hafa snúist um stærð fílsins sem þarf að borða, þ.e. hversu mikla orku þarf til þess að skipta út öllu jarðefnaeldsneyti. Minna hefur verið rætt um skrefin sem þarf að taka og hvernig við getum tekið þessi skref vel og örugglega. Eitt af þeim skrefum sem Ísland hefur þegar tekið í átt að orkuskiptum er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja sem flestar voru rafvæddar í upphafi 21. aldar. Hefðbundin verksmiðja á fullum afköstum getur notað meiri olíu á dag en tugir fólksbíla nota á ári. Því hefur sparast gríðarlegt magn af olíu og útblæstri á ári hverju með þessu skrefi. En reynslan af þessum orkuskiptum hefur ekki verið áfallalaus. Veturinn 2021-2022 kom upp sú staða að ekki var til næg raforka sökum slæmrar vatnsstöðu í uppistöðulónum. Niðurstaðan varð sú að þúsundum lítra af olíu var brennt til að anna eftirspurn fiskimjölsverksmiðjanna, þrátt fyrir orkuskiptin. Tryggja þarf að næg orka og afl séu til staðar í raforkukerfinu til að anna eftirspurninni á Íslandi þegar kemur að því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis í umhverfisvænni kosti. Aðstæðurnar sem komu upp í raforkukerfinu síðasta vetur voru sérstækar þar sem að eftirspurn jókst mikið á sama tíma og framleiðsla raforku var erfið. Ólíklegt þykir að slíkar aðstæður endurtaki sig þennan veturinn. Hins vegar er staðreyndin sú að framleiðslu- og flutningskerfi raforku eru komin að þolmörkum. Það sýna niðurstöður skýrslu Landsnets um orku- og afljöfnuð og nýleg greining EFLU á stöðu raforkukerfisins m.t.t. afls. Þess vegna má lítið út af bregða svo að aðstæður sem eitt sinn voru sértækar verði nokkuð almennar. Mikilvægt er í þessu samhengi að gera greinarmun á hugtökunum orkuskortur og aflskortur. Orkuskortur verður þegar bág staða skapast í forðabúri raforkukerfa til lengri eða skemmri tíma sem verður til þess að ekki er næg orka til að anna öllu álagi. Dæmi um það er þurrkatíð sem veldur lélegri vatnsstöðu í uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana líkt og í íslenska raforkukerfinu síðastliðinn vetur. Annað dæmi er staða evrópska raforkukerfisins síðustu mánuði þar sem skortur á jarðefnaeldsneyti hefur valdið því að ekki er til næg orka fyrir heimili og fyrirtæki. Aflskortur verður hins vegar þegar uppbygging framleiðslu og flutnings í raforkukerfinu fylgir ekki þróun álags. Þá getur skapast sú staða að ekki er næg vinnslu- eða flutningsgeta til að anna álagi á mestu álagstímum og grípa þarf til skerðinga til að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Fyrr nefndar greiningar sýna að Ísland stefnir í átt að aflskorti á næstu árum. Sökum þess hve langan tíma uppbygging raforkukerfisins tekur má því búast við því að þetta tímabil aflskerðingar á mestu álagstímum verði viðvarandi næstu árin án aðgerða. Skrefin í átt að orkuskiptum þurfa að vera skynsamleg og vel ígrunduð. Reynsla fyrri orkuskipa sýnir að fjárfesta þarf í flutningskerfi og framleiðslu samhliða orkuskiptum ef árangur á að nást. Þannig má takast á við þau stóru verkefni sem framundan eru og við náum að koma þessum fíl niður, bita fyrir bita. Höfundar eru sérfræðingar EFLU á Orkusviði.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun