„Lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og ráðhúsinu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. desember 2022 19:01 Reykjavíkurborg er í ákveðnum rekstrarvanda. vísir/vilhelm Með hagræðingaaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna 11,1 milljarða króna er kroppað í hér og þar, en þær eru máttlausar og huglausar að sögn oddvita Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að skerða leikskólaþjónustu hefði að hennar mati heldur átt að minnka yfirbygginguna. Reykjavíkurborg hefur boðað 92 hagræðingaaðgerðir sem alls eiga að skila borginni á annan milljarð. Til dæmis á að lækka fundarkostnað borgarstjórnar, þó ekki sé tekið fram hvernig eigi að ná fram þeim sparnaði. Spara á tíu milljónir með frestun á ráðningu í laus stöðugildi á skrifstofu borgarstjórnar og borgarritara. Fimmtán milljónir koma í kassann vegna stækkunar á gjaldsvæði Bílastæðasjóðs og þá er útlit fyrir að þeir unglingar Vinnuskólans í sumar þurfi að eyða meiri tíma í beðum borgarinnar en undanfarin ár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni fagnar hagræðingu en finnst ekki nóg gert. „Þau hafa kynnt fjölmargar tillögur sem samanlagt munu skila hagræðingu upp á rétt rúman milljarð. Þetta er svolítið magn umfram gæði finnst mér. Mér finnst kroppað í hér og þar, máttlaust og huglaust. Ég hefði viljað sjá djarfari og stærri aðgerðir í þessu árferði,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ákveðin skekkja sé í hagræðingum. „En við sjáum til að mynda að ein af umfangsmestu aðgerðunum er að skera niður mat til leikskólabarna um hundrað milljónir en það er lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og í ráðhúsinu þannig það er ákveðin skekkja í þessu. Ráðist beint í að skerða þjónustu við fólkið í borginni í stað þess að ráðast á yfirbygginguna og rekstrarvandann í þessari stjórnsýslu.“ Hildur vill mun frekar ráðast í eignasölu og minnka yfirbygginguna. Starfsmönnum borgarinnar hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. „Það er til að mynda hérna í miðlægri stjórnsýslu rekin upplýsingadeild sem kostar um 85 milljónir árlega og við munum leggja til niðurskurð á henni. Við sjáum líka að á sama tíma og leikskólum er gert að halda að sér höndum í mannaráðningum þá er mest starfsmannafjölgun á næsta ári í miðlægri stjórnsýslu. Það er hérna í ráðhúsinu, skrifstofum í ráðhúsinu. Þar er þrettán prósent fjölgun.“ Leikskólastjórar í Reykjavík segja að 400 milljónir vanti inn í rekstur leikskólanna. Þetta kemur fram í bréfi til skóla og frístundasviðs þar sem hlutfall fjárframlags borgarinnar til sviðsins er gagnrýnt en einn tíundi af þeirri fjárhæð sem renna á til leikskóla fari til skóla- og frístundasviðs. „Við sjáum að það er ekki gerð krafa um að fækka starfsfólki á sviðinu en á sama tíma hafa allir leikskólastjórar fengið bréf um að halda að sér höndum í mannaráðningum. Það hafa komið fréttir og fréttatilkynningar frá skóla- og frístundasviði um að leikskólar séu yfirmannaðir. Manni finnst þetta bara dónalegt sem foreldri barna og allir foreldrar, ömmur og afar sem vita að þeir eru ekki yfirmannaðir.“ Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur boðað 92 hagræðingaaðgerðir sem alls eiga að skila borginni á annan milljarð. Til dæmis á að lækka fundarkostnað borgarstjórnar, þó ekki sé tekið fram hvernig eigi að ná fram þeim sparnaði. Spara á tíu milljónir með frestun á ráðningu í laus stöðugildi á skrifstofu borgarstjórnar og borgarritara. Fimmtán milljónir koma í kassann vegna stækkunar á gjaldsvæði Bílastæðasjóðs og þá er útlit fyrir að þeir unglingar Vinnuskólans í sumar þurfi að eyða meiri tíma í beðum borgarinnar en undanfarin ár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni fagnar hagræðingu en finnst ekki nóg gert. „Þau hafa kynnt fjölmargar tillögur sem samanlagt munu skila hagræðingu upp á rétt rúman milljarð. Þetta er svolítið magn umfram gæði finnst mér. Mér finnst kroppað í hér og þar, máttlaust og huglaust. Ég hefði viljað sjá djarfari og stærri aðgerðir í þessu árferði,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ákveðin skekkja sé í hagræðingum. „En við sjáum til að mynda að ein af umfangsmestu aðgerðunum er að skera niður mat til leikskólabarna um hundrað milljónir en það er lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og í ráðhúsinu þannig það er ákveðin skekkja í þessu. Ráðist beint í að skerða þjónustu við fólkið í borginni í stað þess að ráðast á yfirbygginguna og rekstrarvandann í þessari stjórnsýslu.“ Hildur vill mun frekar ráðast í eignasölu og minnka yfirbygginguna. Starfsmönnum borgarinnar hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. „Það er til að mynda hérna í miðlægri stjórnsýslu rekin upplýsingadeild sem kostar um 85 milljónir árlega og við munum leggja til niðurskurð á henni. Við sjáum líka að á sama tíma og leikskólum er gert að halda að sér höndum í mannaráðningum þá er mest starfsmannafjölgun á næsta ári í miðlægri stjórnsýslu. Það er hérna í ráðhúsinu, skrifstofum í ráðhúsinu. Þar er þrettán prósent fjölgun.“ Leikskólastjórar í Reykjavík segja að 400 milljónir vanti inn í rekstur leikskólanna. Þetta kemur fram í bréfi til skóla og frístundasviðs þar sem hlutfall fjárframlags borgarinnar til sviðsins er gagnrýnt en einn tíundi af þeirri fjárhæð sem renna á til leikskóla fari til skóla- og frístundasviðs. „Við sjáum að það er ekki gerð krafa um að fækka starfsfólki á sviðinu en á sama tíma hafa allir leikskólastjórar fengið bréf um að halda að sér höndum í mannaráðningum. Það hafa komið fréttir og fréttatilkynningar frá skóla- og frístundasviði um að leikskólar séu yfirmannaðir. Manni finnst þetta bara dónalegt sem foreldri barna og allir foreldrar, ömmur og afar sem vita að þeir eru ekki yfirmannaðir.“
Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira