Fremke Prins kom gestunum í Telstar yfir um miðbik fyrri hálfleiks en belgíska markadrottningin Tessa Wullaert jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.
Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks gaf Wullaert fyrir markið og Hildur stangaði knöttinn í netið. Hennar fyrsta mark í Hollandi.
69' I GOAL! Tessa Wullaert geeft de bal voor vanaf de rechterflank, Hildur Antonsdóttir kopt de bal binnen en maakt haar eerste goal voor Fortuna.
— Fortuna Vrouwen (@FortunaVrouwen) December 2, 2022
(2-1)#fortel pic.twitter.com/1cjKiC7CA8
Það stefndi allt í að það yrði sigurmarkið en gestirnir jöfnuðu metin þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-2.
Fortuna er í 3. sæti deildarinnar með 19 stig að loknum 9 umferðum.