Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að laust fyrir klukkan 17 í dag hafi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar borist neyðarkall frá fiskiskipi við Faxaflóa þar sem skipverji hafði fallið fyrir borð.
Landhelgisgæslan kallaði þegar út til nærstaddra skipa og bað þau að halda til aðstoðar. Tvær þyrlur auk varðskipsins Þórs voru sendar á vettvang til leitar auk þess sem kölluð voru út björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á svæðinu frá Vestmannaeyjum að Akranesi.
Í tilkynningunni kemur fram að aðstæður til leitar séu góðar þrátt fyrir náttmyrkur. Fimmtán skip og bátar ásamt tveimur þyrlum. Ekki hefur tekin ákvörðun um framhald leitar annað en að áfram verður leitað í kvöld og fram á nótt.
