Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2022 08:44 Íbúi í Soyapango fylgist með vopnuðum hermanni í aðgerðinni í borginni sem hófst í gær. Öllum vegum að borginni var lokað og fólk sem reyndi að yfirgefa hana var stöðvað. AP/Salvador Melendez Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. Soyapango er ein af stærstu borgum El Salvadors, rétt utan við höfuðborgina San Salvador, með um 300.000 íbúa sem er þekkt vígi glæpasamtakanna Mara Salvatrucha og Barrio 18, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Laganna verðir eru sagðir ekki hafa getað hætt sér þangað inn vegna ítaka gengjanna. Nayib Bukele, forseti, tilkynnti á Twitter í gær að borgin væri algerlega umkringd. Lögreglu- og hermenn færu inn til að handtaka meðlimi gengja, einn í einu. Hélt hann því fram að saklausir borgarar þyrftu ekkert að óttast. A partir de estos momentos, el municipio de Soyapango está totalmente cercado.8,500 soldados y 1,500 agentes han rodeado la ciudad, mientras los equipos de extracción de la policía y el ejército se encargan de sacar uno a uno a todos los pandilleros que aún se encuentran ahí. pic.twitter.com/9QIpj0ziwX— Nayib Bukele (@nayibbukele) December 3, 2022 Á myndum frá aðgerðinni sjást þungvopnaðir hermenn með hjálma og í skotheldum vestum í brynvörðum farartækjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum vegum að borginni hafi verið lokað og sérsveitarmenn hafi gengið í hús í leit að þeim sem tilheyra gengjunum. Allir borgarbúar sem hafi reynt að yfirgefa það hafi verið stöðvaðir og krafðir um skilríki. Stjórnarskrárvarin réttindi felld úr gildi tímabundið Bukele skar upp herör gegn glæpagengjunum í mars eftir hrinu ofbeldisverka í landinu og lýsti yfir neyðarástandi. Glæpagengjum var þannig kennt um 62 morð á einum degi í mars. Aðgerðin í gær er ein sú stærsta frá því að herferðin hófst, að sögn AP-fréttastofunnar. Fleiri en 58.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum lögreglu síðan þá. Henni hefur meðal annars verið leyft að handtaka fólk án sérstakrar handtökuskipunar. Mannréttindasamtök segja að það hafi leitt til þess að fólk hafi verið handtekið að geðþótta lögreglunnar. Ungir menn séu þannig handteknir eingöngu á grundvelli aldurs og búsetu. Þrátt fyrir það lýsti afgerandi meirihluti svarenda í nýlegri skoðanakönnun sig fylgjandi neyðarástandinu sem Bukele lýsti yfir vegna ofbeldishrinunnar. Bukele segir aðgerðirnar nauðsynlegar til að taka á gengjunum sem hann líkir við hryðjuverkasamtök. Þing El Salvadors hefur endurnýjað neyðarástandsyfirlýsinguna í hverjum mánuði en með henni eru sum ákvæði stjórnarskrárinnar felld tímabundið úr gildi. Lögregla hefur rýmri heimildir til þess að handtaka og halda fólki. Samkomufrelsi er skert, lögregla þarf ekki að gefa handteknum ástæðu fyrir handtökunni og þeir handteknu fá ekki aðgang að lögmanni. Hægt er að halda fólki í allt að fimmtán daga án þess að ákæra sé gefin út í stað þriggja áður. Þá hafa yfirvöld heimild til þess að skoða símtöl og póst hvers sem lögreglan hefur undir grun um að tilheyra glæpagengi. AP segir að aðgerðir Bukele hafi náð nýjum hæðum þegar yfirvöld sendu fanga til þess að spilla gröfum félaga í gengjum í kirkjugörðum á þeim tíma árs sem fjölskyldur vitja yfirleitt leiða ættmenna sinna. Félagasamtök fullyrða að í það minnsta áttatíu manns hafi látist í haldi lögreglunnar frá því að aðgerðirnar hófust í vor. El Salvador Mannréttindi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Soyapango er ein af stærstu borgum El Salvadors, rétt utan við höfuðborgina San Salvador, með um 300.000 íbúa sem er þekkt vígi glæpasamtakanna Mara Salvatrucha og Barrio 18, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Laganna verðir eru sagðir ekki hafa getað hætt sér þangað inn vegna ítaka gengjanna. Nayib Bukele, forseti, tilkynnti á Twitter í gær að borgin væri algerlega umkringd. Lögreglu- og hermenn færu inn til að handtaka meðlimi gengja, einn í einu. Hélt hann því fram að saklausir borgarar þyrftu ekkert að óttast. A partir de estos momentos, el municipio de Soyapango está totalmente cercado.8,500 soldados y 1,500 agentes han rodeado la ciudad, mientras los equipos de extracción de la policía y el ejército se encargan de sacar uno a uno a todos los pandilleros que aún se encuentran ahí. pic.twitter.com/9QIpj0ziwX— Nayib Bukele (@nayibbukele) December 3, 2022 Á myndum frá aðgerðinni sjást þungvopnaðir hermenn með hjálma og í skotheldum vestum í brynvörðum farartækjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum vegum að borginni hafi verið lokað og sérsveitarmenn hafi gengið í hús í leit að þeim sem tilheyra gengjunum. Allir borgarbúar sem hafi reynt að yfirgefa það hafi verið stöðvaðir og krafðir um skilríki. Stjórnarskrárvarin réttindi felld úr gildi tímabundið Bukele skar upp herör gegn glæpagengjunum í mars eftir hrinu ofbeldisverka í landinu og lýsti yfir neyðarástandi. Glæpagengjum var þannig kennt um 62 morð á einum degi í mars. Aðgerðin í gær er ein sú stærsta frá því að herferðin hófst, að sögn AP-fréttastofunnar. Fleiri en 58.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum lögreglu síðan þá. Henni hefur meðal annars verið leyft að handtaka fólk án sérstakrar handtökuskipunar. Mannréttindasamtök segja að það hafi leitt til þess að fólk hafi verið handtekið að geðþótta lögreglunnar. Ungir menn séu þannig handteknir eingöngu á grundvelli aldurs og búsetu. Þrátt fyrir það lýsti afgerandi meirihluti svarenda í nýlegri skoðanakönnun sig fylgjandi neyðarástandinu sem Bukele lýsti yfir vegna ofbeldishrinunnar. Bukele segir aðgerðirnar nauðsynlegar til að taka á gengjunum sem hann líkir við hryðjuverkasamtök. Þing El Salvadors hefur endurnýjað neyðarástandsyfirlýsinguna í hverjum mánuði en með henni eru sum ákvæði stjórnarskrárinnar felld tímabundið úr gildi. Lögregla hefur rýmri heimildir til þess að handtaka og halda fólki. Samkomufrelsi er skert, lögregla þarf ekki að gefa handteknum ástæðu fyrir handtökunni og þeir handteknu fá ekki aðgang að lögmanni. Hægt er að halda fólki í allt að fimmtán daga án þess að ákæra sé gefin út í stað þriggja áður. Þá hafa yfirvöld heimild til þess að skoða símtöl og póst hvers sem lögreglan hefur undir grun um að tilheyra glæpagengi. AP segir að aðgerðir Bukele hafi náð nýjum hæðum þegar yfirvöld sendu fanga til þess að spilla gröfum félaga í gengjum í kirkjugörðum á þeim tíma árs sem fjölskyldur vitja yfirleitt leiða ættmenna sinna. Félagasamtök fullyrða að í það minnsta áttatíu manns hafi látist í haldi lögreglunnar frá því að aðgerðirnar hófust í vor.
El Salvador Mannréttindi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira