Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem barnaverndarnefndir sendu á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili.
Á þriðja þúsund manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem markmiðið er að Bjarga siglingamiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík, en til stendur að leggja hana niður vegna niðurskurðar hjá Reykjavíkurborg. Starfsmaður Sigluness segir siglingasamfélagið slegið yfir ákvörðuninni.
Þá fjöllum við um stöðuna í Íran, kíkjum á jólastemninguna í miðbæ Reykjavíkur og forvitnumst um appelsínugula fána sem sjá má víða um land.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.