„Lítil maístjarna væntanleg 2023,“ skrifa Margrét og Bryndís undir myndina.
Margrét er söngkona hljómsveitarinnar Vök og hefur einnig sungið með hljómsveitinni GusGus. Bryndís starfar sem verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík. Þær hafa verið saman í fimm ár og eru þær trúlofaðar.
Vísir náði tali af parinu rétt eftir að Vök hafði stigið á svið á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í síðasta mánuði.
„Það er alltaf jafn gaman að sjá hana koma fram. Ég verð alltaf svona aðeins öðruvísi skotin í henni þegar hún er uppi á sviði,“ sagði Bryndís þá.
