Bandaríski herinn skiptir út frægum þyrlum Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2022 12:18 Bandaríski herinn vildi farartæki sem gæti flutt minnst tólf hermenn fjögur hundruð kílómetra. V-280 á að geta það. Bell Forsvarsmenn bandaríska hersins gerðu í gær samkomulag við eigendur fyrirtækisins Bell um að skipta út öllum UH-60 Black Hawk þyrlum hersins. Bell mun samkvæmt samningnum framleiða frumgerð af farartækinu V-280, sem er nokkurs konar blendingur þyrlu og flugvélar, fyrir árið 2028. Reynist frumgerðin góð gæti 232 milljóna dala samningur orðið 7,1 milljarða dala samningu um framleiðslu fleiri V-280. Að endingu gæti herinn varið um sjötíu milljörðum dala, eða um tíu billjónum króna, í endurbæturnar, samkvæmt frétt miðilsins Defense One. Herinn hefur notast við UH-60 þyrlur frá Sikorsky frá áttunda áratug síðustu aldar en undanfarin ár hefur staðið yfir samkeppni milli fyrirtækja um það hvaða farartæki eigi að leysa þyrlurnar frægu af. Forsvarsmenn hersins vildu farartæki sem gæti flutt um tólf hermenn allt að fjögur hundruð sjómílur, eða um 740 kílómetra. Herinn hefur notast við hinar frægu UH-60 Black Hawk þyrlur frá áttunda áratug síðustu aldar.EPA/ROBERT GHEMENT V-280 getur tekið á loft eins og þyrla en þegar á loft er komið er hægt að snúa hreyflum farartækisins svo þeir snúa fram á við og fljúga því eins og flugvél. Þetta gerir flugmönnum kleift að fljúga V-280 mun lengra en hefðbundnum þyrlum. Hér að neðan má sjá myndband frá Bell þar sem farið er yfir getu og burði V-280. Sikorsky og Boeing unnu saman að þróun annarrar frumgerðar fyrir herinn. Sú þyrla kallast Defiant X. Flugher Bandaríkjanna opinberaði nýverið nýja gerð huldusprengjuvéla. B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu en þær geta borið kjarnorkuvopn og eru hannaðar til að sjást ekki á ratsjám. Sjá einnig: Opinbera fyrstu nýju sprengjuvélina í þrjátíu ár Nýju sprengjuvélarnar eru liður í nútímavæðingu kjarnorkuvopnabúrs Bandaríkjanna en nútímavæðing á sér einnig stað í öðrum hlutum herafla Bandaríkjanna, eins og hernum. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Reynist frumgerðin góð gæti 232 milljóna dala samningur orðið 7,1 milljarða dala samningu um framleiðslu fleiri V-280. Að endingu gæti herinn varið um sjötíu milljörðum dala, eða um tíu billjónum króna, í endurbæturnar, samkvæmt frétt miðilsins Defense One. Herinn hefur notast við UH-60 þyrlur frá Sikorsky frá áttunda áratug síðustu aldar en undanfarin ár hefur staðið yfir samkeppni milli fyrirtækja um það hvaða farartæki eigi að leysa þyrlurnar frægu af. Forsvarsmenn hersins vildu farartæki sem gæti flutt um tólf hermenn allt að fjögur hundruð sjómílur, eða um 740 kílómetra. Herinn hefur notast við hinar frægu UH-60 Black Hawk þyrlur frá áttunda áratug síðustu aldar.EPA/ROBERT GHEMENT V-280 getur tekið á loft eins og þyrla en þegar á loft er komið er hægt að snúa hreyflum farartækisins svo þeir snúa fram á við og fljúga því eins og flugvél. Þetta gerir flugmönnum kleift að fljúga V-280 mun lengra en hefðbundnum þyrlum. Hér að neðan má sjá myndband frá Bell þar sem farið er yfir getu og burði V-280. Sikorsky og Boeing unnu saman að þróun annarrar frumgerðar fyrir herinn. Sú þyrla kallast Defiant X. Flugher Bandaríkjanna opinberaði nýverið nýja gerð huldusprengjuvéla. B-21 verður fyrsta nýja sprengjuvél Bandaríkjanna í rúm þrjátíu en þær geta borið kjarnorkuvopn og eru hannaðar til að sjást ekki á ratsjám. Sjá einnig: Opinbera fyrstu nýju sprengjuvélina í þrjátíu ár Nýju sprengjuvélarnar eru liður í nútímavæðingu kjarnorkuvopnabúrs Bandaríkjanna en nútímavæðing á sér einnig stað í öðrum hlutum herafla Bandaríkjanna, eins og hernum. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Áætlunin er til komin vegna mikillar hernaðaruppbyggingar í Kína og aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi. Á undanförnum árum hafa Bandaríkjamenn byrjað að gera umfangsmiklar breytingar á herafla sínum með hliðsjón af því að leggja á mun minni áherslu á hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkum. Þessum breytingum er ætlað að undirbúa herafla Bandaríkjanna fyrir átök ríkja á milli.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira