Vin á Hverfisgötu heyrir sögunni til Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2022 11:39 Vin á Hverfisgötu 47 hefur verið athvarf fólks með geðrænan vanda um árabil. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík er meðal þeirra sem gagnrýnir lokunina harðlega. Um er að ræða eina af 92 tillögum meirihlutans í borginni til að skera niður vegna hallareksturs. Tillagan hljóðaði svona: „Lagt er til að Vin dagsetur verði lagt af en markhópi þjónustunnar mætt með öðru móti á félagsmiðstöðvum borgarinnar.“ Velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við rekstri Vin dagseturs í júlí 2022 en Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu hafði rekið það áður með samningi við Reykjavíkurborg. Rauði krossinn ákvað að hætta rekstrinum og nú hefur Reykjavíkurborg ákveðið það sama. Frá hátíðlegri athöfn á Hverfisgötunni í júlí 2021 þegar Reykjavíkurborg tók við rekstri Vinjar.Reykjavíkurborg Helsta hlutverk Vinjar er að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir gesti setursins. Í tillögu meirihlutans segir að þjónusta til að koma til móts við félagsstarf fólks með geðraskanir verði útfært í samráði við Geðhjálp. Fjölmargir hafa gagnrýnt niðurskurðaraðgerðina. Þeirra á meðal er Þórir Guðmundsson, fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík. „Bráðnauðsynlegt dagsetur“ „Rúmlega ári eftir að Reykjavíkurborg tók við lyklavöldum í Vin á nú að loka henni. Á mínum tíma hjá Rauða krossinum þurfti oft að berjast fyrir tilvist Vinjar, sem er bráðnauðsynlegt dagsetur fyrir fólk með geðraskanir. Þar hafa tugir manna athvarf á daginn, félagsskap og stuðning,“ segir Þórir í færslu á Facebook. Þórir Guðmundsson er meðal þeirra sem sér mjög á eftir Vini.Rauði Krossinn „Allir sem hafa kynnst starfsemi Vinjar skynja hver sérstaða hennar er. Það fólk sem nýtur Vinjar er ekki líklegt til að skrifa greinar eða ýta á stjórnmálamenn. Á meðan þeir keppast í borggarráði um að skera meira niður sér fólk, sem getur illa varið sig, fram á dramatískar breytingar á sínu lífi til hins verra.“ Undir þetta tekur Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona. „Við þykjumst vera að auka skilning og umburðarlyndi gagnvart geðröskunum í samfélaginu og þá á að loka VIN. Nei takk! Ekki þessa forgangsröðun. Félagsleg einangrun er lífshættuleg. VIN vinnur gegn félagslegri einangrun.“ Blásið í herlúðra fyrir sautján mánuðum Reykjavíkurborg tók við rekstri Vinjar í júlí 2021. Í tilkynningu á vef borgarinnar við þau tímamót kom fram að eftir sem áður yrði helsta hlutverk Vinjar að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir gesti setursins. „Það var létt yfir fólki þegar fulltrúar Rauða krossins annars vegar og Reykjavíkurborgar hins vegar hittu stjórnendur og nokkra gesti Vinjar í dagsetrinu fyrr í dag. Tilefnið voru formleg lyklaskipti en eftir nær 29 ár færist nú starfsemin þar frá Rauða krossinum yfir til Reykjavíkurborgar. Það var Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar, sem afhenti Regínu Ásvaldsdóttir, sviðsstjóra velferðarsviðs, formlega lyklavöldin. Hún bauð velferðarsvið velkomið um leið og hún kvaddi Rauða krossinn, þakkaði fyrir samfylgdina og sagði frá anda starfseminnar, sem einkennist öðru fremur af mannvirðingu og vináttu. Einn af fastagestum og hollvinum dagsetursins, Garðar Sölvi Helgason, var meðal viðstaddra en gestir fengu að gjöf bók Ívars Rafns Jónssonar, „Glímt við geðklofa“, sem er reynslusaga Garðars Sölva,“ segir í tilkynningunni fyrir sautján mánuðum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri handsalar samkomulag árið 2018 um 47 milljóna styrk til reksturs Vinjar. Á þeim tíma rak Rauði krossinn Vin með styrkjum meðal annars frá borginni.Reykjavíkurborg „Yfir hundrað einstaklingar heimsækja Vin reglulega. Þar er lögð áhersla á fræðslu- og batamiðuð verkefni til að efla virkni gesta, með tilliti til þarfa og áhuga hvers og eins. Þar er meðal annars starfrækt ferðafélagið Víðsýn og Vinaskákfélag. Þar er einnig listasmiðja, haldnir fundir og margt fleira.“ Marín Þórsdóttir, forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, sagði við það tilefni það ljúfsára stund að kveðja Vin. Hún sagðist finna fyrir miklum metnaði frá Reykjavíkurborg varðandi reksturinn. „Þetta eru blendnar tilfinningar. Við höfum verið með Vin í næstum 29 ár og það hefur gengið ótrúlega vel en á sama tíma er líka gott að vita til þess að Reykjavíkurborg taki við starfseminni. Við finnum að þar er mikill metnaður fyrir hönd gesta Vinjar og það er það sem skiptir mestu máli. Vin hefur svo sannarlega verið vin fyrir þennan hóp og allt útlit fyrir að svo verði áfram,“ segir hún. Átti að efla starfið Fram kom að Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða myndi framvegis sjá um rekstur Vinjar. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar, sagðist sjá spennandi tíma framundan. „Við erum að taka við mjög góðu starfi og það skiptir öllu máli. Við erum spennt fyrir þessu verkefni. Við ætlum að læra af því starfi sem hefur verið hér og tökum svo eitt skref í einu í átt að því að efla það enn frekar.“ Skrefin í átt að eflingu verða ekki fleiri því nú er ljóst að rekstrinum verður hætt. Reykjavík Geðheilbrigði Borgarstjórn Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Um er að ræða eina af 92 tillögum meirihlutans í borginni til að skera niður vegna hallareksturs. Tillagan hljóðaði svona: „Lagt er til að Vin dagsetur verði lagt af en markhópi þjónustunnar mætt með öðru móti á félagsmiðstöðvum borgarinnar.“ Velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við rekstri Vin dagseturs í júlí 2022 en Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu hafði rekið það áður með samningi við Reykjavíkurborg. Rauði krossinn ákvað að hætta rekstrinum og nú hefur Reykjavíkurborg ákveðið það sama. Frá hátíðlegri athöfn á Hverfisgötunni í júlí 2021 þegar Reykjavíkurborg tók við rekstri Vinjar.Reykjavíkurborg Helsta hlutverk Vinjar er að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir gesti setursins. Í tillögu meirihlutans segir að þjónusta til að koma til móts við félagsstarf fólks með geðraskanir verði útfært í samráði við Geðhjálp. Fjölmargir hafa gagnrýnt niðurskurðaraðgerðina. Þeirra á meðal er Þórir Guðmundsson, fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík. „Bráðnauðsynlegt dagsetur“ „Rúmlega ári eftir að Reykjavíkurborg tók við lyklavöldum í Vin á nú að loka henni. Á mínum tíma hjá Rauða krossinum þurfti oft að berjast fyrir tilvist Vinjar, sem er bráðnauðsynlegt dagsetur fyrir fólk með geðraskanir. Þar hafa tugir manna athvarf á daginn, félagsskap og stuðning,“ segir Þórir í færslu á Facebook. Þórir Guðmundsson er meðal þeirra sem sér mjög á eftir Vini.Rauði Krossinn „Allir sem hafa kynnst starfsemi Vinjar skynja hver sérstaða hennar er. Það fólk sem nýtur Vinjar er ekki líklegt til að skrifa greinar eða ýta á stjórnmálamenn. Á meðan þeir keppast í borggarráði um að skera meira niður sér fólk, sem getur illa varið sig, fram á dramatískar breytingar á sínu lífi til hins verra.“ Undir þetta tekur Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona. „Við þykjumst vera að auka skilning og umburðarlyndi gagnvart geðröskunum í samfélaginu og þá á að loka VIN. Nei takk! Ekki þessa forgangsröðun. Félagsleg einangrun er lífshættuleg. VIN vinnur gegn félagslegri einangrun.“ Blásið í herlúðra fyrir sautján mánuðum Reykjavíkurborg tók við rekstri Vinjar í júlí 2021. Í tilkynningu á vef borgarinnar við þau tímamót kom fram að eftir sem áður yrði helsta hlutverk Vinjar að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir gesti setursins. „Það var létt yfir fólki þegar fulltrúar Rauða krossins annars vegar og Reykjavíkurborgar hins vegar hittu stjórnendur og nokkra gesti Vinjar í dagsetrinu fyrr í dag. Tilefnið voru formleg lyklaskipti en eftir nær 29 ár færist nú starfsemin þar frá Rauða krossinum yfir til Reykjavíkurborgar. Það var Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar, sem afhenti Regínu Ásvaldsdóttir, sviðsstjóra velferðarsviðs, formlega lyklavöldin. Hún bauð velferðarsvið velkomið um leið og hún kvaddi Rauða krossinn, þakkaði fyrir samfylgdina og sagði frá anda starfseminnar, sem einkennist öðru fremur af mannvirðingu og vináttu. Einn af fastagestum og hollvinum dagsetursins, Garðar Sölvi Helgason, var meðal viðstaddra en gestir fengu að gjöf bók Ívars Rafns Jónssonar, „Glímt við geðklofa“, sem er reynslusaga Garðars Sölva,“ segir í tilkynningunni fyrir sautján mánuðum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri handsalar samkomulag árið 2018 um 47 milljóna styrk til reksturs Vinjar. Á þeim tíma rak Rauði krossinn Vin með styrkjum meðal annars frá borginni.Reykjavíkurborg „Yfir hundrað einstaklingar heimsækja Vin reglulega. Þar er lögð áhersla á fræðslu- og batamiðuð verkefni til að efla virkni gesta, með tilliti til þarfa og áhuga hvers og eins. Þar er meðal annars starfrækt ferðafélagið Víðsýn og Vinaskákfélag. Þar er einnig listasmiðja, haldnir fundir og margt fleira.“ Marín Þórsdóttir, forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, sagði við það tilefni það ljúfsára stund að kveðja Vin. Hún sagðist finna fyrir miklum metnaði frá Reykjavíkurborg varðandi reksturinn. „Þetta eru blendnar tilfinningar. Við höfum verið með Vin í næstum 29 ár og það hefur gengið ótrúlega vel en á sama tíma er líka gott að vita til þess að Reykjavíkurborg taki við starfseminni. Við finnum að þar er mikill metnaður fyrir hönd gesta Vinjar og það er það sem skiptir mestu máli. Vin hefur svo sannarlega verið vin fyrir þennan hóp og allt útlit fyrir að svo verði áfram,“ segir hún. Átti að efla starfið Fram kom að Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða myndi framvegis sjá um rekstur Vinjar. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar, sagðist sjá spennandi tíma framundan. „Við erum að taka við mjög góðu starfi og það skiptir öllu máli. Við erum spennt fyrir þessu verkefni. Við ætlum að læra af því starfi sem hefur verið hér og tökum svo eitt skref í einu í átt að því að efla það enn frekar.“ Skrefin í átt að eflingu verða ekki fleiri því nú er ljóst að rekstrinum verður hætt.
Reykjavík Geðheilbrigði Borgarstjórn Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira