Krufðu fyrstu rispuhöfrungana sem fundist hafa við Íslandsstrendur Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 11:50 Höfrungarnir fundust innst í Hrútafirði. Helga Dögg Lárusdóttir Tvo rispuhöfrunga rak á land við botn Hrútafjarðar um miðjan júlímánuð. Um er að ræða fyrstu höfrunga sinnar tegundar sem fundist hafa við Ísland. Þeir voru krufnir og verða beinagrindur þeirra varðveittar á Náttúrufræðistofnun. Höfrungarnir voru krufnir af hópi vísindamanna frá Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun, Háskóla Íslands, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum og Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði. Annar þeirra hafði komið lifandi í fjöru og ýtt á flot en rak aftur á land. Þá var tekin ákvörðun um að aflífa hann vegna þess hversu veikburða hann var. Hinn höfrungurinn var dauður þegar hann rak á land. Hafrannsóknastofnun lagði mikið upp úr því að safna sem mestum upplýsingum um dýrin. Að sækja hræin í fjöruna var mikil aðgerð en þau voru ekki vel aðgengileg þar sem þau lágu annars vegar undir Markhöfða og hins vegar innst í botni fjarðarins. Sýnum úr dýrunum var safnað fyrir ýmiss verkefni.Svanhildur Egilsdóttir Tegundin nefnist á ensku Risso's dolphin en Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknastofnun leggja til að hún hljóti nafnið rispuhöfrungur þar sem eitt aðaleinkenni hennar er hve rispuð húð dýranna er. Rispuhöfrungar geta verið þrír til fjórir metrar á lengd og allt að fimm hundruð kíló. Þeir eru náskyldir grindhvölum og eru algengir í bæði tempruðum hafsvæðum sem og í hitabeltinu í öllum heimshöfum. Tegundin finnst í nokkuð miklu dýpi, oftast í landgrunnsköntum á fjögur hundruð til þúsund metra dýpi. Hafsvæðið við Ísland er á mörkum þess að vera of kalt fyrir höfrungana, hvað þá fyrir norðan land þar sem höfrungarnir fundust. „Dýrin tvö sem ráku á land í Hrútafirði voru ungur tarfur og kýr, og ekki fullvaxin. Bæði dýrin voru mjög horuð, með mjög þunnt spiklag, og líklegt er að þau hafi örmagnast sökum sultar. Sýnum var safnað fyrir ýmiss verkefni, t.d. fyrir evrópuverkefni um vistfræði miðsjávarlaga sem Hafrannsóknastofnun er hluti af, einnig fyrir rannsókn á vistfræði tannhvala við landið, verkefni á sníkjudýrum í sjávarspendýrum, auk rannsókna á veirum í sjávarspendýrum. Beinagrindur dýranna verða varðveittar á Náttúrufræðistofnun,“ segir í tilkynningu á vef Hafs og vatns sem fjalla um krufninguna Hvalir Dýr Húnaþing vestra Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Höfrungarnir voru krufnir af hópi vísindamanna frá Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun, Háskóla Íslands, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum og Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði. Annar þeirra hafði komið lifandi í fjöru og ýtt á flot en rak aftur á land. Þá var tekin ákvörðun um að aflífa hann vegna þess hversu veikburða hann var. Hinn höfrungurinn var dauður þegar hann rak á land. Hafrannsóknastofnun lagði mikið upp úr því að safna sem mestum upplýsingum um dýrin. Að sækja hræin í fjöruna var mikil aðgerð en þau voru ekki vel aðgengileg þar sem þau lágu annars vegar undir Markhöfða og hins vegar innst í botni fjarðarins. Sýnum úr dýrunum var safnað fyrir ýmiss verkefni.Svanhildur Egilsdóttir Tegundin nefnist á ensku Risso's dolphin en Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknastofnun leggja til að hún hljóti nafnið rispuhöfrungur þar sem eitt aðaleinkenni hennar er hve rispuð húð dýranna er. Rispuhöfrungar geta verið þrír til fjórir metrar á lengd og allt að fimm hundruð kíló. Þeir eru náskyldir grindhvölum og eru algengir í bæði tempruðum hafsvæðum sem og í hitabeltinu í öllum heimshöfum. Tegundin finnst í nokkuð miklu dýpi, oftast í landgrunnsköntum á fjögur hundruð til þúsund metra dýpi. Hafsvæðið við Ísland er á mörkum þess að vera of kalt fyrir höfrungana, hvað þá fyrir norðan land þar sem höfrungarnir fundust. „Dýrin tvö sem ráku á land í Hrútafirði voru ungur tarfur og kýr, og ekki fullvaxin. Bæði dýrin voru mjög horuð, með mjög þunnt spiklag, og líklegt er að þau hafi örmagnast sökum sultar. Sýnum var safnað fyrir ýmiss verkefni, t.d. fyrir evrópuverkefni um vistfræði miðsjávarlaga sem Hafrannsóknastofnun er hluti af, einnig fyrir rannsókn á vistfræði tannhvala við landið, verkefni á sníkjudýrum í sjávarspendýrum, auk rannsókna á veirum í sjávarspendýrum. Beinagrindur dýranna verða varðveittar á Náttúrufræðistofnun,“ segir í tilkynningu á vef Hafs og vatns sem fjalla um krufninguna
Hvalir Dýr Húnaþing vestra Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira