Hvað varð um lágvaxtaskeiðið? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 7. desember 2022 18:16 Fyrir rúmu ári þegar ríkisstjórnin endurnýjaði heitin sín og lagði upp í nýtt kjörtímabíl stóðu stýrivextir í 1,25% og verðbólgan mældist 4,4%. Fjármálaráðherra talaði um að við værum að renna inn í nýtt lágvaxtaskeið. Hann kaus að segja ungu fólki að vextir væru orðnir sögulega lágir. Hins vegar eru vextir á Íslandi aldrei lágir til lengri tíma. Það hefur auðvitað gífurlegar afleiðingar fyrir almenning enda eru íbúðarkaup eru langstærsta fjárfesting flestra í lífinu. Stuttmyndin um lágu vextina Stjórnvöld verða að tala af ábyrgð um veruleikann sem liggur þarna að baki. Íslenskt lágvaxtaskeið getur aldrei orðið annað en stuttmynd með íslenska krónu í aðalhlutverki. Ekkert í fyrri sögu Íslands gaf tilefni til að ætla að vextir myndu haldast lágir. Til þess hefur íslenska krónan einfaldlega ekki styrk. Samt fór Sjálfstæðisflokkurinn með þetta loforð fram í kosningum – loforð sem beindist ekki síst að ungu fólki og fyrstu kaupendum fasteigna – loforð um að vextir yrðu lágir til frambúðar. Við sáum flettiskilti í kosningabaráttunni þar sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu ungu fólki lágum vöxtum, ef fólk myndi bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessa dagana virðist ríkisstjórnin upptekin af stöðunni erlendis. Hún bendir á að þar sé verðbólgan líka há og að þar séu vextir að hækka eins og hér á Íslandi. Hvers vegna bjóðast okkur þá ekki sömu kjör og erlendis? Hvers vegna þurfa vextir á Íslandi að hækka margfalt meira en annars staðar? Vorið 2021 borgaði fjölskylda um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláninu sínu. Fjölskyldan er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er afborgun á láninu 330 þúsund kr. á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um 150.000 krónur á mánuði. Vextir á Íslandi eru þrefalt hærri en í Evrópu. Stýrivextir á Íslandi eru þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Gleymum ekki stóru myndinni Það að fara vel með fjármuni ríkisins og almennings felur í sér að velja gjaldmiðil sem auðveldar okkur lífið í stað þess að gera okkur lífið erfiðara. Þetta verður að vera langtímamarkmið okkar. Fjárlagafrumvarpið í ár hefur meiri þýðingu en oft áður í ljósi verðbólgu, hárra vaxta og kjarasamninga. Ríkisstjórnin verður þar að horfast í augu við þann kostnað sem fólkið í landinu tekur á sig vegna krónunnar. Fjölskyldurnar í landinu finna nefnilega því miður vel fyrir þeim reikningi núna. Að þora að horfa til framtíðar Á sama tíma blasir líka við að heilu atvinnugreinarnar hafa yfirgefið erfiðan veruleika íslensku krónunnar – og hafa valið sér að starfa og gera upp í öðrum gjaldmiðli. Einfaldlega vegna þess að það er betra. Eftir situr almenningur með sárt ennið. Eftir sitja heimilin og hin fyrirtækin sem hafa ekki val um annað. Þetta er mikið réttlætismál. Hér þurfum við sem störfum í stjórnmálum að þora að horfast í augu við það verkefni okkar að verja hagsmuni fólks til lengri tíma. Ekki bara næstu mánuðina. Við þessar aðstæður er réttmætt að brugðist sé við með vaxtabótum og húsnæðisbótum. Staðan kallar á það, ekki síst hjá barnafjölskyldum og yngra fólki. Stóru málin og áskoranirnar framundan hverfa hins vegar ekki, sama hversu óþægileg þau eru. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári þegar ríkisstjórnin endurnýjaði heitin sín og lagði upp í nýtt kjörtímabíl stóðu stýrivextir í 1,25% og verðbólgan mældist 4,4%. Fjármálaráðherra talaði um að við værum að renna inn í nýtt lágvaxtaskeið. Hann kaus að segja ungu fólki að vextir væru orðnir sögulega lágir. Hins vegar eru vextir á Íslandi aldrei lágir til lengri tíma. Það hefur auðvitað gífurlegar afleiðingar fyrir almenning enda eru íbúðarkaup eru langstærsta fjárfesting flestra í lífinu. Stuttmyndin um lágu vextina Stjórnvöld verða að tala af ábyrgð um veruleikann sem liggur þarna að baki. Íslenskt lágvaxtaskeið getur aldrei orðið annað en stuttmynd með íslenska krónu í aðalhlutverki. Ekkert í fyrri sögu Íslands gaf tilefni til að ætla að vextir myndu haldast lágir. Til þess hefur íslenska krónan einfaldlega ekki styrk. Samt fór Sjálfstæðisflokkurinn með þetta loforð fram í kosningum – loforð sem beindist ekki síst að ungu fólki og fyrstu kaupendum fasteigna – loforð um að vextir yrðu lágir til frambúðar. Við sáum flettiskilti í kosningabaráttunni þar sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu ungu fólki lágum vöxtum, ef fólk myndi bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessa dagana virðist ríkisstjórnin upptekin af stöðunni erlendis. Hún bendir á að þar sé verðbólgan líka há og að þar séu vextir að hækka eins og hér á Íslandi. Hvers vegna bjóðast okkur þá ekki sömu kjör og erlendis? Hvers vegna þurfa vextir á Íslandi að hækka margfalt meira en annars staðar? Vorið 2021 borgaði fjölskylda um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláninu sínu. Fjölskyldan er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er afborgun á láninu 330 þúsund kr. á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um 150.000 krónur á mánuði. Vextir á Íslandi eru þrefalt hærri en í Evrópu. Stýrivextir á Íslandi eru þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Gleymum ekki stóru myndinni Það að fara vel með fjármuni ríkisins og almennings felur í sér að velja gjaldmiðil sem auðveldar okkur lífið í stað þess að gera okkur lífið erfiðara. Þetta verður að vera langtímamarkmið okkar. Fjárlagafrumvarpið í ár hefur meiri þýðingu en oft áður í ljósi verðbólgu, hárra vaxta og kjarasamninga. Ríkisstjórnin verður þar að horfast í augu við þann kostnað sem fólkið í landinu tekur á sig vegna krónunnar. Fjölskyldurnar í landinu finna nefnilega því miður vel fyrir þeim reikningi núna. Að þora að horfa til framtíðar Á sama tíma blasir líka við að heilu atvinnugreinarnar hafa yfirgefið erfiðan veruleika íslensku krónunnar – og hafa valið sér að starfa og gera upp í öðrum gjaldmiðli. Einfaldlega vegna þess að það er betra. Eftir situr almenningur með sárt ennið. Eftir sitja heimilin og hin fyrirtækin sem hafa ekki val um annað. Þetta er mikið réttlætismál. Hér þurfum við sem störfum í stjórnmálum að þora að horfast í augu við það verkefni okkar að verja hagsmuni fólks til lengri tíma. Ekki bara næstu mánuðina. Við þessar aðstæður er réttmætt að brugðist sé við með vaxtabótum og húsnæðisbótum. Staðan kallar á það, ekki síst hjá barnafjölskyldum og yngra fólki. Stóru málin og áskoranirnar framundan hverfa hins vegar ekki, sama hversu óþægileg þau eru. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun