Þjónusta við gesti Vinjar, Stígs og Traðar verði tryggð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 17:13 Vin á Hverfisgötu 47 hefur verið athvarf fólks með geðrænan vanda um árabil. Vísir/Vilhelm Aldrei hefur staðið til að leggja niður starfsemi dagsetursins Vinjar, og unglingasmiðjanna Stígs og Traðar fyrr en búið er að tryggja aðrar útfærslur á þeirri þjónustu sem veitt er. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fram kemur að unnið verði að umbreytingu þjónustunnar í samráði við fagfólk og hagaðila. Greint var því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni en borgarstjórn samþykkti á fundi sínum á mánudagskvöld fyrstu fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að samþykkt hefði verið að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Borgin tók við rekstrinum af Rauða krossinum fyrir aðeins rétt rúmu ári. Miklar hagræðingaraðgerðir felast í áætluninni og stendur til dæmis til að leggja niður tuttugu hjúkrunarrými í Seljahlíð, leggja niður unglingasmiðjurnar Stíg og Tröð, að selja sumarbústað borgarstjórnar, fella niður afslætti langtímanotenda bílastæðahúsa, draga úr fjárframlögum til kirkjugarða og svo mætti lengi telja. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér síðdegis í dag kemur fram að fjallað sé um breytingar á Vin, Stíg, og Tröð í stórum pakka af hagræðinga- og umbótatillögum sem samþykktar voru í borgarstjórn á þriðjudag og er það hluti af þeim tillögum sem nú fara til frekari vinnslu og útfærslu í fagráði, í þessu tilfelli velferðarráði. Meðal þess sem skoðað verður er hvort hægt verði að útvíkka þjónustuna og ná til fleiri notenda, og hvort hægt verði að sameina annarri þjónustu. „Reykjavíkurborg leggur áherslu á að ekki komi til skerðingar á lífsgæðum þess hóps sem sækir Vin og þeirra unglinga sem njóta þjónustu smiðjanna,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“ Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap. 7. desember 2022 21:08 Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. 8. desember 2022 13:30 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fram kemur að unnið verði að umbreytingu þjónustunnar í samráði við fagfólk og hagaðila. Greint var því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni en borgarstjórn samþykkti á fundi sínum á mánudagskvöld fyrstu fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að samþykkt hefði verið að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Borgin tók við rekstrinum af Rauða krossinum fyrir aðeins rétt rúmu ári. Miklar hagræðingaraðgerðir felast í áætluninni og stendur til dæmis til að leggja niður tuttugu hjúkrunarrými í Seljahlíð, leggja niður unglingasmiðjurnar Stíg og Tröð, að selja sumarbústað borgarstjórnar, fella niður afslætti langtímanotenda bílastæðahúsa, draga úr fjárframlögum til kirkjugarða og svo mætti lengi telja. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér síðdegis í dag kemur fram að fjallað sé um breytingar á Vin, Stíg, og Tröð í stórum pakka af hagræðinga- og umbótatillögum sem samþykktar voru í borgarstjórn á þriðjudag og er það hluti af þeim tillögum sem nú fara til frekari vinnslu og útfærslu í fagráði, í þessu tilfelli velferðarráði. Meðal þess sem skoðað verður er hvort hægt verði að útvíkka þjónustuna og ná til fleiri notenda, og hvort hægt verði að sameina annarri þjónustu. „Reykjavíkurborg leggur áherslu á að ekki komi til skerðingar á lífsgæðum þess hóps sem sækir Vin og þeirra unglinga sem njóta þjónustu smiðjanna,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“ Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap. 7. desember 2022 21:08 Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. 8. desember 2022 13:30 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“ Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap. 7. desember 2022 21:08
Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. 8. desember 2022 13:30