Það var hart tekist á þótt kosningabaráttan hafi verið stutt og snörp; undir voru húsnæðismálin, leikskólamál og svo auðvitað bæjarbragurinn sjálfur, eins og til dæmis í Bolungarvík.
Þar sagði kona í samtali við fréttastofu að eitt sinn hafi það pláss verið það hreinlegasta á landinu, en að það væri allt liðin tíð. Kannski ekki furða að skipt hafi verið um stjórnendur yfir bænum.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.