Sundhöll Selfoss verður lokuð um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. desember 2022 21:06 Sundhöll Selfoss verður lokuð um helgina vegna skorts á heitu vatni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar eru hálf súrir þessa dagana því þeir komast ekki í sund. Ástæðan er skortur á heitu vatni eftir að eldur kom upp í rafmagnsskáp, sem varð til þess að ein öflugasta heitavatns holan Selfossveitna datt út . Það var aðfaranótt 8. desember, sem eldurinn kom upp í rafmagnsskápi í einni af borholum Selfossveitna í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss. Við það datt holan út úr kerfinu. Til að spara heita vatnið var strax gripið til þess ráðs í gær að loka Sundhöll Selfoss til að spara heita vatnið og var viðbragðsáætlun Selfossveitna í kjölfarið virkjuð. „En á meðan þetta gengur yfir þá náttúrulega þurfum við að skerða þjónustuna og þar að meðal þurfti að loka sundlauginni hérna,“ segir Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum. En þarf að loka á einhverjum fleiri stöðum? „Vonandi ekki, vonandi er þetta nóg og við erum bara stöðugt að meta stöðuna en eins og ég segi, við erum enn þá að reyna að koma þessari holu inn,“ segir Sigurður Þór. Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fastagestir sundlaugarinnar eru að sjálfsögðu súrir með lokun laugarinnar, það hefur forstöðumaður laugarinnar orðið var við. „Þeir eru kannski pínu súrir að komast ekki í heita pottinn og að synda en fólk er að sýna þessu góðan skilning og allir að róa í sömu átt að þetta gangi vel,“ segir Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ákveðið hefur verið að Sundhöll Selfoss verði lokuð um helgina en staðan verður tekin á málinu á ný á mánudaginn. Árborg Sundlaugar Orkumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Það var aðfaranótt 8. desember, sem eldurinn kom upp í rafmagnsskápi í einni af borholum Selfossveitna í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss. Við það datt holan út úr kerfinu. Til að spara heita vatnið var strax gripið til þess ráðs í gær að loka Sundhöll Selfoss til að spara heita vatnið og var viðbragðsáætlun Selfossveitna í kjölfarið virkjuð. „En á meðan þetta gengur yfir þá náttúrulega þurfum við að skerða þjónustuna og þar að meðal þurfti að loka sundlauginni hérna,“ segir Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum. En þarf að loka á einhverjum fleiri stöðum? „Vonandi ekki, vonandi er þetta nóg og við erum bara stöðugt að meta stöðuna en eins og ég segi, við erum enn þá að reyna að koma þessari holu inn,“ segir Sigurður Þór. Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fastagestir sundlaugarinnar eru að sjálfsögðu súrir með lokun laugarinnar, það hefur forstöðumaður laugarinnar orðið var við. „Þeir eru kannski pínu súrir að komast ekki í heita pottinn og að synda en fólk er að sýna þessu góðan skilning og allir að róa í sömu átt að þetta gangi vel,“ segir Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ákveðið hefur verið að Sundhöll Selfoss verði lokuð um helgina en staðan verður tekin á málinu á ný á mánudaginn.
Árborg Sundlaugar Orkumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira