„Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. desember 2022 23:50 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, segir það hafa verið klaufaskap að taka ekki bæði stigin í kvöld. Vísir/Diego Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur í leikslok er hans menn gerðu jafntefli gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals að Varmá í kvöld. Lokatölur 30-30 í æsispennandi leik. Afturelding hóf leikinn betur í kvöld en Valsmenn náðu yfirhöndinni í leiknum í síðari hluta fyrri hálfleiks og héldu henni megnið af þeim síðari. „Það kom þarna smá kafli í fyrri hálfleik þar sem við fórum út af okkar plani og vorum að gera tæknifeila sem við erum ekki vanir og ekki búnir að vera gera í vetur, óþarfa panic sóknarlega. Þeir auðvitað, Valsmenn, það er ekki hægt að bjóða þeim upp á þetta. Svo náum við aðeins að laga það og heilt yfir frábær frammistaða hjá mínum drengjum og auðvitað drullu svekktur að taka ekki bæði stigin,“ sagði Gunnar. Heimamenn náðu góðu áhlaupi síðari hluta seinni hálfleiks, eftir að Valsmenn hefðu leitt með fimm mörkum, og voru í forystu þegar skammt var eftir. „Við héldum bara okkar skipulagi. Við vissum að það kæmi áhlaup hjá Valsmönnum og vissum líka að þeirra saga síðasta korterið er að gefa aðeins eftir og það var raunin. Við vorum komnir með tvö mörk svo erum við rosalegir klaufar hér í yfirtölu og klúðrum víti og svo bara hvernig við töpum boltanum þarna á miðjunni. Það er auðvitað eitthvað sem við eigum ekki að gera. Við erum sjálfum okkur verstir í þessum mómentum. Við höfðum öll tök á að ná sigrinum,“ sagði Gunnar. Lykilaugnablik leiksins kom á lokamínútum leiksins þegar Gunnar Magnússon ætlaði að taka leikhlé og hans menn einu marki yfir. Í þá mund sem hann ætlar að taka leikhléið stela Valsmenn boltanum og kjölfarið varð mikil rekistefna á ritaraborðinu sem endaði með að leikhléið var dæmt ógilt og Valur fékk víti sem þeir skoruðu úr. „Við þurfum að fjárfesta í hnappi. Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig, það er bara ljóst. Þá hefði ég bara náð leikhléinu. Við erum með boltann og ég legg spjaldið niður og bið um leikhlé. Það tekur einhverjar tvær sekúndur að fá leikhléið sem er ekkert óeðlilegur tími, það tekur alltaf tvær sekúndur að fá leikhléið hér á Íslandi, ef þú ert ekki með hnappinn. Á þessum tveimur sekúndum þá stela þeir boltanum og komnir þá í gegn. Ég sá það ekki því ég var að biðja um leikhlé. Þá skilst mér samkvæmt þeim [starfsmönnum ritaraborðsins og dómurum leiksins] samkvæmt reglum þá gildir leikhléið bara þegar er flautað og hún var ekki komin, væntanlega. Óheppinn ég og við, og klaufar að henda boltanum á þessum tveimur sekúndum. Þetta er svekkjandi. Ég skora á mína menn að kaupa þennan hnapp, þá verður þetta ekkert vandamál,“ sagði Gunnar. „Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, að lokum. Olís-deild karla Afturelding Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH. 9. desember 2022 22:51 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Afturelding hóf leikinn betur í kvöld en Valsmenn náðu yfirhöndinni í leiknum í síðari hluta fyrri hálfleiks og héldu henni megnið af þeim síðari. „Það kom þarna smá kafli í fyrri hálfleik þar sem við fórum út af okkar plani og vorum að gera tæknifeila sem við erum ekki vanir og ekki búnir að vera gera í vetur, óþarfa panic sóknarlega. Þeir auðvitað, Valsmenn, það er ekki hægt að bjóða þeim upp á þetta. Svo náum við aðeins að laga það og heilt yfir frábær frammistaða hjá mínum drengjum og auðvitað drullu svekktur að taka ekki bæði stigin,“ sagði Gunnar. Heimamenn náðu góðu áhlaupi síðari hluta seinni hálfleiks, eftir að Valsmenn hefðu leitt með fimm mörkum, og voru í forystu þegar skammt var eftir. „Við héldum bara okkar skipulagi. Við vissum að það kæmi áhlaup hjá Valsmönnum og vissum líka að þeirra saga síðasta korterið er að gefa aðeins eftir og það var raunin. Við vorum komnir með tvö mörk svo erum við rosalegir klaufar hér í yfirtölu og klúðrum víti og svo bara hvernig við töpum boltanum þarna á miðjunni. Það er auðvitað eitthvað sem við eigum ekki að gera. Við erum sjálfum okkur verstir í þessum mómentum. Við höfðum öll tök á að ná sigrinum,“ sagði Gunnar. Lykilaugnablik leiksins kom á lokamínútum leiksins þegar Gunnar Magnússon ætlaði að taka leikhlé og hans menn einu marki yfir. Í þá mund sem hann ætlar að taka leikhléið stela Valsmenn boltanum og kjölfarið varð mikil rekistefna á ritaraborðinu sem endaði með að leikhléið var dæmt ógilt og Valur fékk víti sem þeir skoruðu úr. „Við þurfum að fjárfesta í hnappi. Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig, það er bara ljóst. Þá hefði ég bara náð leikhléinu. Við erum með boltann og ég legg spjaldið niður og bið um leikhlé. Það tekur einhverjar tvær sekúndur að fá leikhléið sem er ekkert óeðlilegur tími, það tekur alltaf tvær sekúndur að fá leikhléið hér á Íslandi, ef þú ert ekki með hnappinn. Á þessum tveimur sekúndum þá stela þeir boltanum og komnir þá í gegn. Ég sá það ekki því ég var að biðja um leikhlé. Þá skilst mér samkvæmt þeim [starfsmönnum ritaraborðsins og dómurum leiksins] samkvæmt reglum þá gildir leikhléið bara þegar er flautað og hún var ekki komin, væntanlega. Óheppinn ég og við, og klaufar að henda boltanum á þessum tveimur sekúndum. Þetta er svekkjandi. Ég skora á mína menn að kaupa þennan hnapp, þá verður þetta ekkert vandamál,“ sagði Gunnar. „Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH. 9. desember 2022 22:51 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH. 9. desember 2022 22:51