Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2022 09:37 Hin gríska Eva Kaili er ein fjórtán varaforseta Evrópuþingsins. Getty/Vladimir Rys Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. Belgíska lögreglan gerði í gær húsleit á sextán heimilum og hneppti fjóra einstaklinga í gæsluvarðhald. Talið er að einstaklingarnir hafi tekið þátt í þrýstihópsstarfsemi fyrir Katar í aðdragandanum að heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer þar í landi um þessar mundir. Í grein Politico um málið segir að Katarar hafi greitt meðlimum Evrópuþingsins og öðru áhrifafólki innan Evrópusambandsins mútur og gefið þeim gjafir ef þau myndi takmarka gagnrýni sína á Katar og ekki taka þátt í efnahagslegum aðgerðum gegn ríkinu. Við húsleitirnar lagði lögreglan hald á tæplega níutíu milljónir króna, farsíma og annan tölvubúnað. Lögreglan telur að um nokkurt skeið hafi katörsk yfirvöld haft áhrif á ýmis mál innan Evrópusambandsins í gegnum fólkið. Kaili er sú valdamesta af þeim sem gerð húsleit var hjá en hún situr á þinginu fyrir vinstri flokkinn Sósíalistar og demókratar. Þá hefur hún verið meðlimur gríska flokksins Pasok. Henni hefur verið vikið úr báðum flokkum. Meðal þess sem Kaili sagði á þinginu var að Katarar væru „framúrskarandi í réttindum verkamanna“ eftir að hafa hitt vinnumálaráðherra landsins. Hvorki Kaili né yfirvöld í Katar hafa viljað svara fjölmiðlum um málið hingað til. Evrópusambandið Grikkland HM 2022 í Katar Belgía Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Belgíska lögreglan gerði í gær húsleit á sextán heimilum og hneppti fjóra einstaklinga í gæsluvarðhald. Talið er að einstaklingarnir hafi tekið þátt í þrýstihópsstarfsemi fyrir Katar í aðdragandanum að heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer þar í landi um þessar mundir. Í grein Politico um málið segir að Katarar hafi greitt meðlimum Evrópuþingsins og öðru áhrifafólki innan Evrópusambandsins mútur og gefið þeim gjafir ef þau myndi takmarka gagnrýni sína á Katar og ekki taka þátt í efnahagslegum aðgerðum gegn ríkinu. Við húsleitirnar lagði lögreglan hald á tæplega níutíu milljónir króna, farsíma og annan tölvubúnað. Lögreglan telur að um nokkurt skeið hafi katörsk yfirvöld haft áhrif á ýmis mál innan Evrópusambandsins í gegnum fólkið. Kaili er sú valdamesta af þeim sem gerð húsleit var hjá en hún situr á þinginu fyrir vinstri flokkinn Sósíalistar og demókratar. Þá hefur hún verið meðlimur gríska flokksins Pasok. Henni hefur verið vikið úr báðum flokkum. Meðal þess sem Kaili sagði á þinginu var að Katarar væru „framúrskarandi í réttindum verkamanna“ eftir að hafa hitt vinnumálaráðherra landsins. Hvorki Kaili né yfirvöld í Katar hafa viljað svara fjölmiðlum um málið hingað til.
Evrópusambandið Grikkland HM 2022 í Katar Belgía Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira