Að því er kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu barst björgunarsveitum hjálparbeiðnin klukkan eitt eftir hádegi. Björgunarsveitin Dagreinnig á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitin á Hellu fóru inn í Þórsmörk til aðstoðar.
Bíll frá ferðaþjónustufyrirtækinu var þá kominn á staðinn og yfir Krossá en fólkið var komið upp á þak bílsins og höfðu þau beðið þar í um tvo klukkutíma. Fólkið blotnaði ekki við það að fara út úr bílnum en þeim var kalt þegar björgunarsveitirnar komu, enda talsvert frost í Þórsmörk.
Þegar búið var að tryggja aðstæður var fólkinu komið í land og bíllinn, sem var óskemmdur, í kjölfarið dreginn upp úr ánni. Aðgerðum lauk rétt fyrir 15 í dag.
Eftir að hafa hlýjað sér inni í heitum bíl hélt fólkið för sinni áfram ásamt leiðsögumanninum.