Stjörnumenn hafa nú tapað tveimur leikjum í röð og alls hefur liðið tapað þrem af seinustu fimm leikjum sínum. Hermann Hauksson, kollegi Kristins, var sammála ummælum þess síðarnefnda.
„Það er langt síðan maður hefur séð eitthvað sem er gaman að horfa á. Mér finnst rosalega gaman að horfa á [Robert] Turner spila körfubolta, en það er ekkert gaman ef hann er bara að snúast í hringi og taka einhverjar ævintýrakörfur á meðn hinir eru bara að hlaupa fram og til baka.“
Stjarnan þurfti að sætta sig við eins stigs tap gegn Haukum síðastliðinn fimmtudag og liðið er nú í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig í níu leikjum.
„Svo er eitt eins og það að Hlynur Bæringsson, þegar hann er að fá boltann á þriggja stiga línunni og ætlar að fara að „dræva“ að körfunni og eitthvað svona, það er eitthvað sem þarf bara að stoppa. Sá tími er liðinn. Hann var að reyna það í þessum leik og það bara leit ekki vel út. Hann veit sjálfur hvar hann er bestur á vellinum. Hann er góður þegar menn gleyma honum úti í horni og hann getur tekið þrista, hann er frábær undir körfunni að berjast um fráköst og svona, en hann á ekki að taka boltann og fara af stað,“ sagði Hermann.
Umræðu strákana um Stjörnuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.