Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Grant Wahl lést eftir að hafa hnigið niður í blaðamannaaðstöðunni á leik Argentínu og Hollands á HM í Katar á föstudagskvöldið en hann er ekki eini fjölmiðlamaðurinn sem hefur látið lífið á mótinu.
A second journalist dies in Qatar whilst covering the #WorldCup. Photojournalist Khalid al-Misslam from Qatari news channel Al Kass TV passed away on Saturday; a day before that, US soccer journalist Grant Wahl, 48, collapsed at the match between Argentina and the Netherlands. pic.twitter.com/yy7tXdQl8B
— Monica Grayley (@MonicaGrayley) December 11, 2022
Gulf Times sagði frá því að Khalid al-Misslam, ljósmyndari Al Kass sjónvarpsstöðvarinnar, hafi dáið skyndilega á laugardaginn en hann var að vinna við heimsmeistaramótið.
Al Kass TV sagði aðeins lítillega frá dauða ljósmyndara síns í beinni útsendingu þeirra og það lítur út fyrir að þeir séu að bíða eftir meiri upplýsingum um hvað gerðist.
Það hafa ekki komið fram frekari upplýsingar um hvað leiddi Al-Misslam til dauða.
Hinn 48 ára gamli Grant Wahl var virkur á Twitter yfir leik Argentínu og Hollands. Setti hann inn ýmsar færslur um leikinn þangað til hann hneig niður og lést þegar leikurinn var kominn í framlengingu. Dánarorsök er ekki ljós að svo stöddu en Grant var úrskurðaður látinn við komuna á Hamad General-spítalann.
Grant hafði verið að glíma við lungnabólgu í rúma viku en bróðir hans, Erik Wahl, trúir hreinlega ekki að hún hafi dregið bróðir sinn til dauða. Erik segir að Grant hafi verið við hestaheilsu og telur að bróðir sinn hafi verið myrtur.