Öllu flugi var aflýst á Stansted flugvelli í gærkvöldi og fjölda ferða frestað á Gatwick og risavellinum Heathrow. Segir í frétt BBC að fimmtíu flugferðum hafi verið frestað á Heathrow í gær vegna þoku.
Gul veðurviðvörun var í gildi fyrir Skotland, London og suðvesturhluta Englands í nótt og er búist við áframhaldandi ísingu, snjókomu og frostþoku.
Lestarferðir hafa einnig farið úr skorðum á svæðinu og bílstjórar eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát eftir að fjöldi árekstra varð á þjóðvegum landsins í gærkvöldi.
Our runway is temporarily closed whilst we undertake snow clearing. We remain open but passengers should contact their airline for the latest flight information. We apologise for any inconvenience caused and will provide further updates as soon as possible.
— London Stansted Airport (@STN_Airport) December 11, 2022
Sunday 11/ Monday 12 December: Snow and freeezing weather may cause disruption at the airport. Passengers are advised to check flight status with their airline - and also local travel conditions - before departing for the airport.
— Gatwick Airport LGW (@Gatwick_Airport) December 11, 2022