Kuldakastið sem gengur yfir landið er ekki stóra ástæða lokunarinnar þó hún spili sinn þátt. Eldsvoði í rafmagnsskápi í einni af helstu borholum Selfossveitna gera það að verkum að holan er óvirk.
Til að spara heita vatnið var ákveðið að loka Sundhöll Selfoss og um leið hvetja íbúa í Árborg til að fara sparlega með heita vatnið.

Í tilkynningu á vef Árborgar segir að þjónustan verði áfram skert næstu daga vegna tjóns á búnaði og mikils kuldakasts.
Stefnt er á að opna innisvæði laugarinnar á morgun, þriðjudag. Þó er minnt á að gamla innilaugin verður meira og minna í notkun allan daginn. Litla innilaugin sé svo notuð fyrir skólasund alla virka daga frá átta að morgni til klukkan 13.
Lokað verður í sundlaug Stokkseyrar næstu daga.