Þetta staðfestir Claudia Wilson, lögmaður Husseins, í samtali við fréttastofu.
Niðurstaða kærunefndar útlendingamála um brottvísun fjölskyldunnar hefur þannig verið felld úr gildi. Íslenska ríkið getur áfrýjað niðurstöðunni úr héraði til Landsréttar.
Hussein var meðal fimmán hælisleitenda sem vísað var úr landi snemma í nóvember og flogið til Grikklands með valdi. Hussein notar hjólastól og gagnrýndu ýmis samtök hvernig staðið var að framkvæmdinni.
Hussein og fjölskylda hans fóru í mál við Útlendingastofnun og íslenska ríkið og hrósuðu sigri í héraði. Dómurinn taldi óréttmætt hefði verið að leggja til grundvallar að Hussein bæri ábyrgð á töfum á meðferð málsins sem hafi orðið til þess að ekki hafi orðið að brottvísun hans innan þess ársfrests sem stjórnvöld hafa samkvæmt útlendingalögum.
Claudia segir Hussein og fjölskyldu hafa komið til landsins um helgina.
Fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Fréttin hefur verið uppfærð.