Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2022 18:07 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Kreml Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. Dmítrí Peskóv, talsmaður Pútíns, staðfesti þetta í dag og sagðist vonast til þess að Pútín gæti fljótt fundið tækifæri til að ræða við blaðamenn. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá árinu 2000 en síðan þá hefur hann oftar en ekki haldið umfangsmikinn blaðamannafund í desember. Þessir fundir hafa stundum staðið yfir í nokkrar klukkustundir og hafa þeir verið sýndir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Rússlands. Stóran hluta þessara blaðamannafunda hefur Pútín varið í að svara léttvægum spurningum frá handvöldum rússneskum blaðamönnum og hefur hann gert litlar tilraunir til að svara spurningum annarra erlendra blaðamanna sem sótt hafa fundina. Stríðið í Úkraínu líklegasta ástæðan Í frétt Moscow Times er vitnað í rússneska fjölmiðla um að innrás Rússa í Úkraínu sé líklegast helsta orsök þess að Pútín hætti við fundinn. Maraþonfundurinn í fyrra snerist að miklu leyti um Úkraínu og þá kröfu Pútíns að Atlantshafsbandalagið meinaði ríkjum Austur-Evrópu inngöngu og vísaði þeim ríkjum sem gengið hefðu inn í sambandið eftir 1997 úr bandalaginu. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Guardian hefur eftir sérfræðingi um Rússland að Pútín telji líklegt að það væri tímasóun að halda blaðamannafund núna. Það væri ekkert sem hann vildi segja og hann vilji alls ekki vera í þeirri stöðu að þurfa að útskýra aðgerðir sínar. Þar að auki væri undirbúningurinn fyrir fundinn tímasóun í hans augum. Hann gæti auðveldlega komið skilaboðum sínum á framfæri utan landamæra Rússlands og undirmenn hans geti talað við rússnesku þjóðina. Stríðið ekki á áætlun Stríðsrekstur Pútíns í Úkraínu hefur ekki farið eftir áætlun. Ráðamenn í Kreml eru sagðir hafa gert ráð fyrir því að það tæki þá tíu daga að sigra Úkraínumenn en stríðið hefur nú staðið yfir í tæpa tíu mánuði. Á seinni helmingi þess tíma hafa Rússar lítið sem ekkert sótt fram og eru þeir að mestu í varnarstöðum á víglínum Úkraínu. Sjá einnig: Rýnt í upphaf innrásarinnar - Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á Ráðamenn á Vesturlöndum hafa á undanförnum vikum sagt að áætlað sé að um hundrað þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Sambærilegur fjöldi úkraínskra hermanna hafi fallið eða særst og þar að auki hafi þúsundir óbreyttra borgara dáið. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Dmítrí Peskóv, talsmaður Pútíns, staðfesti þetta í dag og sagðist vonast til þess að Pútín gæti fljótt fundið tækifæri til að ræða við blaðamenn. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá árinu 2000 en síðan þá hefur hann oftar en ekki haldið umfangsmikinn blaðamannafund í desember. Þessir fundir hafa stundum staðið yfir í nokkrar klukkustundir og hafa þeir verið sýndir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Rússlands. Stóran hluta þessara blaðamannafunda hefur Pútín varið í að svara léttvægum spurningum frá handvöldum rússneskum blaðamönnum og hefur hann gert litlar tilraunir til að svara spurningum annarra erlendra blaðamanna sem sótt hafa fundina. Stríðið í Úkraínu líklegasta ástæðan Í frétt Moscow Times er vitnað í rússneska fjölmiðla um að innrás Rússa í Úkraínu sé líklegast helsta orsök þess að Pútín hætti við fundinn. Maraþonfundurinn í fyrra snerist að miklu leyti um Úkraínu og þá kröfu Pútíns að Atlantshafsbandalagið meinaði ríkjum Austur-Evrópu inngöngu og vísaði þeim ríkjum sem gengið hefðu inn í sambandið eftir 1997 úr bandalaginu. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Guardian hefur eftir sérfræðingi um Rússland að Pútín telji líklegt að það væri tímasóun að halda blaðamannafund núna. Það væri ekkert sem hann vildi segja og hann vilji alls ekki vera í þeirri stöðu að þurfa að útskýra aðgerðir sínar. Þar að auki væri undirbúningurinn fyrir fundinn tímasóun í hans augum. Hann gæti auðveldlega komið skilaboðum sínum á framfæri utan landamæra Rússlands og undirmenn hans geti talað við rússnesku þjóðina. Stríðið ekki á áætlun Stríðsrekstur Pútíns í Úkraínu hefur ekki farið eftir áætlun. Ráðamenn í Kreml eru sagðir hafa gert ráð fyrir því að það tæki þá tíu daga að sigra Úkraínumenn en stríðið hefur nú staðið yfir í tæpa tíu mánuði. Á seinni helmingi þess tíma hafa Rússar lítið sem ekkert sótt fram og eru þeir að mestu í varnarstöðum á víglínum Úkraínu. Sjá einnig: Rýnt í upphaf innrásarinnar - Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á Ráðamenn á Vesturlöndum hafa á undanförnum vikum sagt að áætlað sé að um hundrað þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Sambærilegur fjöldi úkraínskra hermanna hafi fallið eða særst og þar að auki hafi þúsundir óbreyttra borgara dáið. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19
Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent