Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2022 18:07 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Kreml Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. Dmítrí Peskóv, talsmaður Pútíns, staðfesti þetta í dag og sagðist vonast til þess að Pútín gæti fljótt fundið tækifæri til að ræða við blaðamenn. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá árinu 2000 en síðan þá hefur hann oftar en ekki haldið umfangsmikinn blaðamannafund í desember. Þessir fundir hafa stundum staðið yfir í nokkrar klukkustundir og hafa þeir verið sýndir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Rússlands. Stóran hluta þessara blaðamannafunda hefur Pútín varið í að svara léttvægum spurningum frá handvöldum rússneskum blaðamönnum og hefur hann gert litlar tilraunir til að svara spurningum annarra erlendra blaðamanna sem sótt hafa fundina. Stríðið í Úkraínu líklegasta ástæðan Í frétt Moscow Times er vitnað í rússneska fjölmiðla um að innrás Rússa í Úkraínu sé líklegast helsta orsök þess að Pútín hætti við fundinn. Maraþonfundurinn í fyrra snerist að miklu leyti um Úkraínu og þá kröfu Pútíns að Atlantshafsbandalagið meinaði ríkjum Austur-Evrópu inngöngu og vísaði þeim ríkjum sem gengið hefðu inn í sambandið eftir 1997 úr bandalaginu. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Guardian hefur eftir sérfræðingi um Rússland að Pútín telji líklegt að það væri tímasóun að halda blaðamannafund núna. Það væri ekkert sem hann vildi segja og hann vilji alls ekki vera í þeirri stöðu að þurfa að útskýra aðgerðir sínar. Þar að auki væri undirbúningurinn fyrir fundinn tímasóun í hans augum. Hann gæti auðveldlega komið skilaboðum sínum á framfæri utan landamæra Rússlands og undirmenn hans geti talað við rússnesku þjóðina. Stríðið ekki á áætlun Stríðsrekstur Pútíns í Úkraínu hefur ekki farið eftir áætlun. Ráðamenn í Kreml eru sagðir hafa gert ráð fyrir því að það tæki þá tíu daga að sigra Úkraínumenn en stríðið hefur nú staðið yfir í tæpa tíu mánuði. Á seinni helmingi þess tíma hafa Rússar lítið sem ekkert sótt fram og eru þeir að mestu í varnarstöðum á víglínum Úkraínu. Sjá einnig: Rýnt í upphaf innrásarinnar - Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á Ráðamenn á Vesturlöndum hafa á undanförnum vikum sagt að áætlað sé að um hundrað þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Sambærilegur fjöldi úkraínskra hermanna hafi fallið eða særst og þar að auki hafi þúsundir óbreyttra borgara dáið. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Dmítrí Peskóv, talsmaður Pútíns, staðfesti þetta í dag og sagðist vonast til þess að Pútín gæti fljótt fundið tækifæri til að ræða við blaðamenn. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá árinu 2000 en síðan þá hefur hann oftar en ekki haldið umfangsmikinn blaðamannafund í desember. Þessir fundir hafa stundum staðið yfir í nokkrar klukkustundir og hafa þeir verið sýndir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Rússlands. Stóran hluta þessara blaðamannafunda hefur Pútín varið í að svara léttvægum spurningum frá handvöldum rússneskum blaðamönnum og hefur hann gert litlar tilraunir til að svara spurningum annarra erlendra blaðamanna sem sótt hafa fundina. Stríðið í Úkraínu líklegasta ástæðan Í frétt Moscow Times er vitnað í rússneska fjölmiðla um að innrás Rússa í Úkraínu sé líklegast helsta orsök þess að Pútín hætti við fundinn. Maraþonfundurinn í fyrra snerist að miklu leyti um Úkraínu og þá kröfu Pútíns að Atlantshafsbandalagið meinaði ríkjum Austur-Evrópu inngöngu og vísaði þeim ríkjum sem gengið hefðu inn í sambandið eftir 1997 úr bandalaginu. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Guardian hefur eftir sérfræðingi um Rússland að Pútín telji líklegt að það væri tímasóun að halda blaðamannafund núna. Það væri ekkert sem hann vildi segja og hann vilji alls ekki vera í þeirri stöðu að þurfa að útskýra aðgerðir sínar. Þar að auki væri undirbúningurinn fyrir fundinn tímasóun í hans augum. Hann gæti auðveldlega komið skilaboðum sínum á framfæri utan landamæra Rússlands og undirmenn hans geti talað við rússnesku þjóðina. Stríðið ekki á áætlun Stríðsrekstur Pútíns í Úkraínu hefur ekki farið eftir áætlun. Ráðamenn í Kreml eru sagðir hafa gert ráð fyrir því að það tæki þá tíu daga að sigra Úkraínumenn en stríðið hefur nú staðið yfir í tæpa tíu mánuði. Á seinni helmingi þess tíma hafa Rússar lítið sem ekkert sótt fram og eru þeir að mestu í varnarstöðum á víglínum Úkraínu. Sjá einnig: Rýnt í upphaf innrásarinnar - Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á Ráðamenn á Vesturlöndum hafa á undanförnum vikum sagt að áætlað sé að um hundrað þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Sambærilegur fjöldi úkraínskra hermanna hafi fallið eða særst og þar að auki hafi þúsundir óbreyttra borgara dáið. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19
Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11