Geggjað jólaskreytt 45 metra mastur á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. desember 2022 21:04 Ef einhvers staðar er hægt að tala um risa jólaskreytingu í ár, þá er það á Hvolsvelli því þar er búið að setja jólaseríur upp í fjörutíu og fimm metra hæð á símamastri, sem þar stendur. Rúmlega kílómetri af blikkandi seríum er á mastrinu. íbúar á Hvolsvelli segjast vera komnir með sinn eigin „Efelturn“ og hann er meira að segja jólaskreyttur. Mastrið er frá Mílu og fékkst leyfi hjá fyrirtækinu að skreyta það en ýmsir aðilar komu að verkinu, ekki síst félagar í björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli. „Við héldum að þetta væri óframkvæmanlegt en annað kom í ljós. Það er náttúrulega ungt fólk í sveitinni, sem er ekki lofthrædd og þau klifruðu þarna upp og settu upp allar sínar tryggingar og svo héngu þau eða dingluðu í spottum í fjóra daga á meðan þau voru að skreyta, enda voru þau með harðsperrur á hinum ýmsu stöðum á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, gjaldkeri hjá Dagrenningu. Mastrið sést úr öllum áttum og vekur mikla athygli allra, sem berja það augum, enda einskonar bæjartákn á Hvolsvelli. „Mastrið er 45 metrar og ég held að það hafi farið hundrað tólf metra seríur, eða 1,2 kílómetra af ljósum,“ bætir Þorsteinn við. Mastrið er 45 metra hátt og sést mjög víða með sínar blikkandi jólaseríur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er með jólamastrið. „Já, það á athyglina skilið og sérstaklega björgunarsveitin fyrir að hanga þarna upp í fjóra daga og gera þetta með stuttum fyrirvara. Mér finnst mastrið fallegt en mér finnst blikkandi seríurnar, þær setja punktinn yfir i-ið,“ segir Þóra Björg Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa í Rangárþingi eystra. Þorsteinn og Þóra Björg eru mjög ánægð með hvernig til tókst með skreytinguna á mastrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Jól Björgunarsveitir Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Sjá meira
íbúar á Hvolsvelli segjast vera komnir með sinn eigin „Efelturn“ og hann er meira að segja jólaskreyttur. Mastrið er frá Mílu og fékkst leyfi hjá fyrirtækinu að skreyta það en ýmsir aðilar komu að verkinu, ekki síst félagar í björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli. „Við héldum að þetta væri óframkvæmanlegt en annað kom í ljós. Það er náttúrulega ungt fólk í sveitinni, sem er ekki lofthrædd og þau klifruðu þarna upp og settu upp allar sínar tryggingar og svo héngu þau eða dingluðu í spottum í fjóra daga á meðan þau voru að skreyta, enda voru þau með harðsperrur á hinum ýmsu stöðum á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, gjaldkeri hjá Dagrenningu. Mastrið sést úr öllum áttum og vekur mikla athygli allra, sem berja það augum, enda einskonar bæjartákn á Hvolsvelli. „Mastrið er 45 metrar og ég held að það hafi farið hundrað tólf metra seríur, eða 1,2 kílómetra af ljósum,“ bætir Þorsteinn við. Mastrið er 45 metra hátt og sést mjög víða með sínar blikkandi jólaseríur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er með jólamastrið. „Já, það á athyglina skilið og sérstaklega björgunarsveitin fyrir að hanga þarna upp í fjóra daga og gera þetta með stuttum fyrirvara. Mér finnst mastrið fallegt en mér finnst blikkandi seríurnar, þær setja punktinn yfir i-ið,“ segir Þóra Björg Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa í Rangárþingi eystra. Þorsteinn og Þóra Björg eru mjög ánægð með hvernig til tókst með skreytinguna á mastrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Jól Björgunarsveitir Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Sjá meira