Lögmál leiksins um örvæntingafullt lið Lakers: „Verða ekki meistarar eins og liðið er uppsett núna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2022 09:31 Farið var yfir hvort stjórn Lakers ætti að rífa í gikkinn og skipta út leikmanni eða leikmanni í von um að styrkja liðið. Tim Nwachukwu/Getty Images Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort gott gengi Brooklyn Nets gæti haldið áfram, hvort Miami Heat þyrfti ekki að fara hafa áhyggjur, hvort Los Angeles Lakers gæti orðið NBA meistari og hvor yrði bestur af Cade Cunningham, Evan Mobley og Jalen Green. Í „Nei eða Já“ setur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, fram fullyrðingu fyrir sérfræðinga þáttarins og þurfa þeir að svara henni játandi eða neitandi, og svo rökstyðja svör sín. „Brooklyn Nets hefur heldur betur klifrað upp töfluna, vinnur nú hvern leikinn á fætur öðrum og er einum – einum og hálfum – leik á eftir Cleveland Cavaliers,“ sagði Kjartan Atli áður en hann beindi fyrstu fullyrðingunni að Tómasi Steindórssyni. Fyrsta mál á dagskrá: Brooklyn Nets mun á endanum ná Cleveland og enda fyrir ofan Cavaliers, í fjórða sætinu Maður veit aldrei hvað maður fær frá Brooklyn Nets.Jacob Kupferman/Getty Images „Nei ég held ekki. Þetta er tíu manna rótering hjá þeim, þeir eru dálítið meiddir. Ná sjaldan að spila allir saman og munu tapa leikjum þó þeir séu fínir núna. Var ótrúlegur leikur á móti Indiana Pacers í vikunni þar sem þeir sigruðu 136-133 og ég kannaðist við einn leikmann í byrjunarliðinu, ég er ekki einu sinn að grínast. Það vantaði allt byrjunarliðið.“ Hörður Unnsteinsson tók í sama streng. „Held þeir verði í sjötta, sjöunda eða áttunda – á svipuðum stað og þeir voru í fyrra.“ Önnur fullyrðing: Þetta er byrjað að vera áhyggjuefni fyrir Miami Heat „Já. 27 leikir, það er búinn einn þriðji af tímabilinu og þá er orðið mikið áhyggjuefni ef þú ert þremur leikjum fyrir neðan 50 prósent sigurhlutfall. Lið sem við ætluðum að væri að berjast um efsta sætið í Austrinu. Voru topp 3-4 allavega.“ „Þeir eiga að hafa áhyggjur,“ sagði Tómas hreinskilinn. Jimmy Butler og félagar eru í basli.Getty/Cole Burston Þriðja fullyrðing: Stjórn Lakers þarf að taka í gikkinn þegar kemur að leikmannaskiptum „Okkar maður er á því að Los Angeles Lakers getur orðið NBA-meistari þrátt fyrir að vera 11-15. Hann telur að liðið sé vel upp sett, mér finnst það alveg pæling. Anthony Davis er búinn að vera frábær. Liðið er samt sem áður enn fyrir utan útsláttarkeppnina, þarf stjórnin að fara taka í gikkinn þegar kemur að leikmannaskiptum eða eiga þeir og vona að þetta haldi áfram í rétta átt,“ spurði Kjartan Atli. „Ef þeir geta gert eitthvað með Russell Westbrook og fengið þá í staðinn 2-3 leikmenn. Ég myndi ekki taka leikmann fyrir leikmann skipti. Ef þeir gætu fengið aðeins meiri breidd í þetta þá myndi ég rífa í gikkinn þó Westbrook sé búinn að vera þokkalegur upp á síðakastið. Það vantar leikmenn fjögur til sjö sem geta eitthvað,“ sagði Tómas. Westbrook hefur verið skömminni skárri þegar hann kemur inn af bekknum.AP Photo/Godofredo A. Vásquez „Það er algjörlega klárt að þeir verða ekki meistarar eins og liðið er uppsett núna. Auðvitað ættu þeir að vera löngu búnir að taka í gikkinn, áður en það verður of seint. Þeir verða klárlega ekki meistarar ef þetta lið þarf að fara í gegnum umspilsleiki og spila erfiða fyrstu seríu við ungt og ferskt lið. Það verður erfitt fyrir þetta aldna og laskaða Lakers-lið.“ Fjórða og síðasta fullyrðingin: Cade Cunningham verður betri en Evan Mobley og Jalen Green „Akkúrat núna er þetta Mobley, Cade og Green. Eins og staðan er núna. Held að Cade sé með öll verkfærin og líklegastur til að verða heildstæðasti leikmaðurinn af þeim þremur,“ sagði Hörður. Sjá má „Nei eða Já“ í heild sinni hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins um Lakers: Klukkan er korter í fjögur og það er búið að kveikja ljósin Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Í „Nei eða Já“ setur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, fram fullyrðingu fyrir sérfræðinga þáttarins og þurfa þeir að svara henni játandi eða neitandi, og svo rökstyðja svör sín. „Brooklyn Nets hefur heldur betur klifrað upp töfluna, vinnur nú hvern leikinn á fætur öðrum og er einum – einum og hálfum – leik á eftir Cleveland Cavaliers,“ sagði Kjartan Atli áður en hann beindi fyrstu fullyrðingunni að Tómasi Steindórssyni. Fyrsta mál á dagskrá: Brooklyn Nets mun á endanum ná Cleveland og enda fyrir ofan Cavaliers, í fjórða sætinu Maður veit aldrei hvað maður fær frá Brooklyn Nets.Jacob Kupferman/Getty Images „Nei ég held ekki. Þetta er tíu manna rótering hjá þeim, þeir eru dálítið meiddir. Ná sjaldan að spila allir saman og munu tapa leikjum þó þeir séu fínir núna. Var ótrúlegur leikur á móti Indiana Pacers í vikunni þar sem þeir sigruðu 136-133 og ég kannaðist við einn leikmann í byrjunarliðinu, ég er ekki einu sinn að grínast. Það vantaði allt byrjunarliðið.“ Hörður Unnsteinsson tók í sama streng. „Held þeir verði í sjötta, sjöunda eða áttunda – á svipuðum stað og þeir voru í fyrra.“ Önnur fullyrðing: Þetta er byrjað að vera áhyggjuefni fyrir Miami Heat „Já. 27 leikir, það er búinn einn þriðji af tímabilinu og þá er orðið mikið áhyggjuefni ef þú ert þremur leikjum fyrir neðan 50 prósent sigurhlutfall. Lið sem við ætluðum að væri að berjast um efsta sætið í Austrinu. Voru topp 3-4 allavega.“ „Þeir eiga að hafa áhyggjur,“ sagði Tómas hreinskilinn. Jimmy Butler og félagar eru í basli.Getty/Cole Burston Þriðja fullyrðing: Stjórn Lakers þarf að taka í gikkinn þegar kemur að leikmannaskiptum „Okkar maður er á því að Los Angeles Lakers getur orðið NBA-meistari þrátt fyrir að vera 11-15. Hann telur að liðið sé vel upp sett, mér finnst það alveg pæling. Anthony Davis er búinn að vera frábær. Liðið er samt sem áður enn fyrir utan útsláttarkeppnina, þarf stjórnin að fara taka í gikkinn þegar kemur að leikmannaskiptum eða eiga þeir og vona að þetta haldi áfram í rétta átt,“ spurði Kjartan Atli. „Ef þeir geta gert eitthvað með Russell Westbrook og fengið þá í staðinn 2-3 leikmenn. Ég myndi ekki taka leikmann fyrir leikmann skipti. Ef þeir gætu fengið aðeins meiri breidd í þetta þá myndi ég rífa í gikkinn þó Westbrook sé búinn að vera þokkalegur upp á síðakastið. Það vantar leikmenn fjögur til sjö sem geta eitthvað,“ sagði Tómas. Westbrook hefur verið skömminni skárri þegar hann kemur inn af bekknum.AP Photo/Godofredo A. Vásquez „Það er algjörlega klárt að þeir verða ekki meistarar eins og liðið er uppsett núna. Auðvitað ættu þeir að vera löngu búnir að taka í gikkinn, áður en það verður of seint. Þeir verða klárlega ekki meistarar ef þetta lið þarf að fara í gegnum umspilsleiki og spila erfiða fyrstu seríu við ungt og ferskt lið. Það verður erfitt fyrir þetta aldna og laskaða Lakers-lið.“ Fjórða og síðasta fullyrðingin: Cade Cunningham verður betri en Evan Mobley og Jalen Green „Akkúrat núna er þetta Mobley, Cade og Green. Eins og staðan er núna. Held að Cade sé með öll verkfærin og líklegastur til að verða heildstæðasti leikmaðurinn af þeim þremur,“ sagði Hörður. Sjá má „Nei eða Já“ í heild sinni hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins um Lakers: Klukkan er korter í fjögur og það er búið að kveikja ljósin
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum