Fákeppni á leigumarkaði Þorsteinn Sæmundsson skrifar 13. desember 2022 15:01 Afleiðingar þess að Íbúðalánasjóður hirti rúmlega fjögur þúsund íbúðir af almenningi og afhenti gróðafyrirtækjum hafa verið að koma í ljós æ síðan. Fólki sem er á miðjum aldri og eldra hefur stórfjölgað á leigumarkaði. Ástæða þess er einföld. Eignir þessa fólks voru rifnar af því með öllum brögðum sem til eru og auk þess á smánarverði. Þessi hópur á ekki möguleika á að komast í eigið húsnæði það sem eftir lifir starfsævinnar m.a. vegna þess að t.d. í Höfuðborginni er einkum byggt á mjög dýrum reitum (.s.k. þétting byggðar) og loforð um fjölda hlutdeildaríbúða hefur reynst hjóm eitt eins og fleira úr sama ranni. Á síðustu misserum hefur ný þróun orðið á leigumarkaði. Samþjöppun eignarhalds hefur náð nýjum hæðum. Segja má að tvö ofurfyrirtæki skipti leigumarkaðnum jafnt á milli sín nefnilega Alma og hið norska Heimstaden. Þessi fyrirtæki og forverar þeirra fengu óheftan aðgang að eignasafni Íbúðalánasjóðs á sínum tíma ásamt því að njóta einstakra lánakjara til kaupa á íbúðum á gjafverði. Bæði fyrirtækin hafa gengið kaupum og sölum, skipt hefur verið um nöfn og kennitölur og við hverja sölu hefur myndast hagnaður sem dottið hefur ofan í djúpa vasa. Síðustu snúningar varðandi Ölmu og Heimavelli urðu í fyrra þegar Heimavellir voru seldir úr landi til Noregs og Alma var seld fyrirtækinu Langasjó. Samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi Ölmu þar sem fram kemur að matsverð eigna hefur hækkað umtalsvert er nokkuð ljóst að verðmæti fyrirtækisins hefur ekki verið mjög hátt reiknað við söluna. Ólíklegt er þó að einhver ölmusugjörningur hafi átt sér stað. Hingað til hefur verið takmarkaður áhugi á tilurð og tilveru þessara tveggja risa á leigumarkaðnum. Litill áhugi hefur einnig verið á þeirri staðreynd að eignasafn beggja fyrirtækjanna er reist á ógæfu þeirra þúsunda sem misstu heimili sín í hendur Íbúðalánasjóði. Allt frá þeim tíma hafa þessi heimili verið féþúfa braskara sem rakað hafa saman fé eftir ..sölu” á ríkiseignum sem er í hæsta máta dularfull og þyrfti frekari rannsóknar við. Meiri áhugi hefur undanfarandi verið á sölu ríkisins á Íslandsbanka sem var stærsta einstaka eignin sem komst í hendur ríkisins sem stöðugleikaframlag. Það er vel að farið sé í saumana á þeirri sölu sem virðist þó hafa farið fram að mestu leyti skammlítið. Það er vert að hugsa til þess að enginn missti heimili sitt við söluna á Íslandsbanka svo vitað sé en tíu þúsund Íslendingar misstu húsnæði sitt í Íbúðalánasjóðsæðinu. Það sem kannski er grátlegast við framgöngu leigurisanna gagnvart viðskiptavinum sínum eða ætti maður frekar að segja fórnarlömbum er að nú eru fyrirtæki lengst af voru í eigu einstaklinga sem gerðu sig gildandi fyrir hrun og urðu m.a. til þess að fjöldi fólks hraktist af heimilum sínum að leigja sömu fórnarlömbunum heimilin aftur við okurverði. Yfirburðastaða leigufélaganna gagnvart skjólstæðingum þeirra er yfirþyrmandi og kristallast í nýframkomnum fréttum um fyrirvaralausa hækkun gagnvart einstaklingi i erfiðri stöðu.Skilaboð leigufélagsins eru skýr: Annað hvort sættir leigjandinn sig við fyrirvaralausa hækkun eða fer á götuna. Fínasta jólakveðja eða hvað? Eftir umfjöllun fjölmiðla hefur viðkomandi verið boðið ódýrara húsnæði þar sem erfiðara erfiðara er um aðföng og umgengni. Það er holur hljómur í málflutningi leigurisa sem segist nauðbeygður til hækkunar á leigu þrátt fyrir milljarðahagnað. Nú er að auki uppi ný þróun. Spurst hefur að norski leigurisinn Heimstaden hafi boðið íslenskum lífeyrissjóðum hlut í félaginu. Nú skyldi ég hlægja væri ég ekki dauður sagði draugurinn. Verði þetta að veruleika fá íslenskir lífeyrissjóðir enn einn vettvang til að okra á umbjóðendum sínum. Þeir ráða nú þegar yfir dreifingu á matvörum og orkugjöfum tryggingum og fleiri. Það væri eftir öðru ef tíðindi af eignarhaldi lífeyrissjóða á leigurisa yrðu fyrstu tíðindi eftir að gengið hefur verið frá kjarasamningum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Leigumarkaður Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Afleiðingar þess að Íbúðalánasjóður hirti rúmlega fjögur þúsund íbúðir af almenningi og afhenti gróðafyrirtækjum hafa verið að koma í ljós æ síðan. Fólki sem er á miðjum aldri og eldra hefur stórfjölgað á leigumarkaði. Ástæða þess er einföld. Eignir þessa fólks voru rifnar af því með öllum brögðum sem til eru og auk þess á smánarverði. Þessi hópur á ekki möguleika á að komast í eigið húsnæði það sem eftir lifir starfsævinnar m.a. vegna þess að t.d. í Höfuðborginni er einkum byggt á mjög dýrum reitum (.s.k. þétting byggðar) og loforð um fjölda hlutdeildaríbúða hefur reynst hjóm eitt eins og fleira úr sama ranni. Á síðustu misserum hefur ný þróun orðið á leigumarkaði. Samþjöppun eignarhalds hefur náð nýjum hæðum. Segja má að tvö ofurfyrirtæki skipti leigumarkaðnum jafnt á milli sín nefnilega Alma og hið norska Heimstaden. Þessi fyrirtæki og forverar þeirra fengu óheftan aðgang að eignasafni Íbúðalánasjóðs á sínum tíma ásamt því að njóta einstakra lánakjara til kaupa á íbúðum á gjafverði. Bæði fyrirtækin hafa gengið kaupum og sölum, skipt hefur verið um nöfn og kennitölur og við hverja sölu hefur myndast hagnaður sem dottið hefur ofan í djúpa vasa. Síðustu snúningar varðandi Ölmu og Heimavelli urðu í fyrra þegar Heimavellir voru seldir úr landi til Noregs og Alma var seld fyrirtækinu Langasjó. Samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi Ölmu þar sem fram kemur að matsverð eigna hefur hækkað umtalsvert er nokkuð ljóst að verðmæti fyrirtækisins hefur ekki verið mjög hátt reiknað við söluna. Ólíklegt er þó að einhver ölmusugjörningur hafi átt sér stað. Hingað til hefur verið takmarkaður áhugi á tilurð og tilveru þessara tveggja risa á leigumarkaðnum. Litill áhugi hefur einnig verið á þeirri staðreynd að eignasafn beggja fyrirtækjanna er reist á ógæfu þeirra þúsunda sem misstu heimili sín í hendur Íbúðalánasjóði. Allt frá þeim tíma hafa þessi heimili verið féþúfa braskara sem rakað hafa saman fé eftir ..sölu” á ríkiseignum sem er í hæsta máta dularfull og þyrfti frekari rannsóknar við. Meiri áhugi hefur undanfarandi verið á sölu ríkisins á Íslandsbanka sem var stærsta einstaka eignin sem komst í hendur ríkisins sem stöðugleikaframlag. Það er vel að farið sé í saumana á þeirri sölu sem virðist þó hafa farið fram að mestu leyti skammlítið. Það er vert að hugsa til þess að enginn missti heimili sitt við söluna á Íslandsbanka svo vitað sé en tíu þúsund Íslendingar misstu húsnæði sitt í Íbúðalánasjóðsæðinu. Það sem kannski er grátlegast við framgöngu leigurisanna gagnvart viðskiptavinum sínum eða ætti maður frekar að segja fórnarlömbum er að nú eru fyrirtæki lengst af voru í eigu einstaklinga sem gerðu sig gildandi fyrir hrun og urðu m.a. til þess að fjöldi fólks hraktist af heimilum sínum að leigja sömu fórnarlömbunum heimilin aftur við okurverði. Yfirburðastaða leigufélaganna gagnvart skjólstæðingum þeirra er yfirþyrmandi og kristallast í nýframkomnum fréttum um fyrirvaralausa hækkun gagnvart einstaklingi i erfiðri stöðu.Skilaboð leigufélagsins eru skýr: Annað hvort sættir leigjandinn sig við fyrirvaralausa hækkun eða fer á götuna. Fínasta jólakveðja eða hvað? Eftir umfjöllun fjölmiðla hefur viðkomandi verið boðið ódýrara húsnæði þar sem erfiðara erfiðara er um aðföng og umgengni. Það er holur hljómur í málflutningi leigurisa sem segist nauðbeygður til hækkunar á leigu þrátt fyrir milljarðahagnað. Nú er að auki uppi ný þróun. Spurst hefur að norski leigurisinn Heimstaden hafi boðið íslenskum lífeyrissjóðum hlut í félaginu. Nú skyldi ég hlægja væri ég ekki dauður sagði draugurinn. Verði þetta að veruleika fá íslenskir lífeyrissjóðir enn einn vettvang til að okra á umbjóðendum sínum. Þeir ráða nú þegar yfir dreifingu á matvörum og orkugjöfum tryggingum og fleiri. Það væri eftir öðru ef tíðindi af eignarhaldi lífeyrissjóða á leigurisa yrðu fyrstu tíðindi eftir að gengið hefur verið frá kjarasamningum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun