Sögulegum áfanga náð í kjarnasamruna: „Eitt mikilvægasta afrek 21. aldarinnar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. desember 2022 15:25 Jennifer Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, sagði áfangann tímamót á blaðamannafundi í dag. Getty/Chip Somodevilla Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa náð að framleiða umfram orku með kjarnasamruna á tilraunarstofu en um er að ræða stórt skref í áttina að því að geta framleitt nær óþrjótandi hreina orku. Þetta er í fyrsta sinn frá því að rannsóknir um kjarnasamruna hófust á sjötta áratug síðustu aldar sem kjarnasamruni hefur skilað meiri orku en það tók til að framleiða hana. „Í einföldu máli þá er þetta eitt mikilvægasta afrek 21. aldarinnar á sviði vísinda,“ sagði Jennifer Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hún tilkynnti um málið skömmu fyrir klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. Um væri að ræða tímamót sem færðu heimsbyggðina mikilvægu skrefi nær óþrjótandi kolefnislausri samrunaorku. BREAKING NEWS: This is an announcement that has been decades in the making. On December 5, 2022 a team from DOE's @Livermore_Lab made history by achieving fusion ignition. This breakthrough will change the future of clean power and America s national defense forever. pic.twitter.com/hFHWbmCNQJ— U.S. Department of Energy (@ENERGY) December 13, 2022 Kim Budil, yfirmaður Larence Livermore-rannsóknarstöðvarinnar, tók þó fram á blaðamannafundinum að það myndi eflaust taka langan tíma þar til kjarnasamruni verður notaður til að búa til orku fyrir almenning. Með sameiginlegu átaki og fjárfestingum gætu nokkra áratuga rannsóknir á tækninni leitt til þess að orkuver yrði byggt. Fölmiðlar í Bretlandi og Bandaríkjunum höfðu áður greint frá uppgötvuninni og vísuðu þau í heimildarmenn sem sögðu vísindamenn við Kvikunarstöðvar Bandaríkjanna (NIF) við Lawrence Livermore-rannsóknarstöðina í Kaliforníu hafa náð að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Skýringarmynd sem sýnir ferlið við kjarnasamruna. Samkvæmt upplýsingum frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna tókst vísindamönnum þann fimmta desember síðastliðinn að framleiða 3,15 megajúl af samrunaorku með því að nota aðeins 2,05 megajúl. Þar með tókst þeim að framleiða um 50 prósent meira af orku en notuð var til samrunans. Marv Adams, aðstoðarstjórnandi hjá kjarnorkuöryggisstofnun Bandaríkjanna (NNSA), útskýrði nánar á blaðamannafundinum í dag hvað vísindamennirnir gerðu til að ná fram kjarnasamruna. Hann sýndi lítinn hólk, svipaðann og þann sem var notaðir við tilraunina, en inni í honum hafi verið hylki með tví- og þrívetni, samsætum vetnis, á stærð við piparkorn. Vísindamenn beindu því næst 192 leysigeislum að tveimur hliðum hólksins en geislarnir lentu á veggjum hólksins og komu þar fyrir orku. Þaðan skutust röntgengeislar að hylkinu sjálfu, frumeindirnar í hylkinu runnu saman, náðu þriggja milljóna gráðu hita, og mynduðu þar með samrunaorku. Allt gerðist þetta á örfáum sekúndum. Áfram langt í land Kjarnasamruni á sér stað náttúrulega í kjarna sólarinnar og annarra stjarna þar sem þyngdarkraftur þeirra þrýstir frumeindum saman við gríðarlegan hita. Gríðarlega orku þarf til að koma kjarnasamruna af stað og þar til núna hefur engum tekist að framleiða meiri orku með kjarnasamruna en þá sem tók til að hefja hann. Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Engar gróðurhúsalofttegundir losna við kjarnasamruna og aðeins lítið magn af geislavirku efni fellur til sem er þar að auki með margfalt skemmri helmingunartíma en geislavirkur úrgangur hefðbundinna kjarnorkuvera sem nota kjarnakljúfa. Þó afrek vísindamannanna sé stórt og mikilvægt skref í áttina að þeim draumórum er áfram langt í land þar til hægt verður að framleiða orku í stórum mæli og utan rannsóknarstofu. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísindi Bandaríkin Orkumál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynna meiriháttar stökk í kjarnasamruna Bandaríska orkumálaráðuneytið kynnir það sem er lýst sem meiriháttar áfanga í þróun kjarnasamruna á fréttamannafundi sem hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi. 13. desember 2022 14:59 Tilkynning um stóran áfanga í kjarnasamruna sögð væntanleg Bandaríska orkumálaráðuneytið ætlar að tilkynna um stóran áfanga í kjarnasamruna á morgun. Vísindamenn eru sagðir hafa náð kjarnasamruna sem framleiddi meiri orku en fór í að hrinda honum af stað. 12. desember 2022 10:32 Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. 18. ágúst 2021 09:45 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
„Í einföldu máli þá er þetta eitt mikilvægasta afrek 21. aldarinnar á sviði vísinda,“ sagði Jennifer Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hún tilkynnti um málið skömmu fyrir klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. Um væri að ræða tímamót sem færðu heimsbyggðina mikilvægu skrefi nær óþrjótandi kolefnislausri samrunaorku. BREAKING NEWS: This is an announcement that has been decades in the making. On December 5, 2022 a team from DOE's @Livermore_Lab made history by achieving fusion ignition. This breakthrough will change the future of clean power and America s national defense forever. pic.twitter.com/hFHWbmCNQJ— U.S. Department of Energy (@ENERGY) December 13, 2022 Kim Budil, yfirmaður Larence Livermore-rannsóknarstöðvarinnar, tók þó fram á blaðamannafundinum að það myndi eflaust taka langan tíma þar til kjarnasamruni verður notaður til að búa til orku fyrir almenning. Með sameiginlegu átaki og fjárfestingum gætu nokkra áratuga rannsóknir á tækninni leitt til þess að orkuver yrði byggt. Fölmiðlar í Bretlandi og Bandaríkjunum höfðu áður greint frá uppgötvuninni og vísuðu þau í heimildarmenn sem sögðu vísindamenn við Kvikunarstöðvar Bandaríkjanna (NIF) við Lawrence Livermore-rannsóknarstöðina í Kaliforníu hafa náð að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Skýringarmynd sem sýnir ferlið við kjarnasamruna. Samkvæmt upplýsingum frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna tókst vísindamönnum þann fimmta desember síðastliðinn að framleiða 3,15 megajúl af samrunaorku með því að nota aðeins 2,05 megajúl. Þar með tókst þeim að framleiða um 50 prósent meira af orku en notuð var til samrunans. Marv Adams, aðstoðarstjórnandi hjá kjarnorkuöryggisstofnun Bandaríkjanna (NNSA), útskýrði nánar á blaðamannafundinum í dag hvað vísindamennirnir gerðu til að ná fram kjarnasamruna. Hann sýndi lítinn hólk, svipaðann og þann sem var notaðir við tilraunina, en inni í honum hafi verið hylki með tví- og þrívetni, samsætum vetnis, á stærð við piparkorn. Vísindamenn beindu því næst 192 leysigeislum að tveimur hliðum hólksins en geislarnir lentu á veggjum hólksins og komu þar fyrir orku. Þaðan skutust röntgengeislar að hylkinu sjálfu, frumeindirnar í hylkinu runnu saman, náðu þriggja milljóna gráðu hita, og mynduðu þar með samrunaorku. Allt gerðist þetta á örfáum sekúndum. Áfram langt í land Kjarnasamruni á sér stað náttúrulega í kjarna sólarinnar og annarra stjarna þar sem þyngdarkraftur þeirra þrýstir frumeindum saman við gríðarlegan hita. Gríðarlega orku þarf til að koma kjarnasamruna af stað og þar til núna hefur engum tekist að framleiða meiri orku með kjarnasamruna en þá sem tók til að hefja hann. Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Engar gróðurhúsalofttegundir losna við kjarnasamruna og aðeins lítið magn af geislavirku efni fellur til sem er þar að auki með margfalt skemmri helmingunartíma en geislavirkur úrgangur hefðbundinna kjarnorkuvera sem nota kjarnakljúfa. Þó afrek vísindamannanna sé stórt og mikilvægt skref í áttina að þeim draumórum er áfram langt í land þar til hægt verður að framleiða orku í stórum mæli og utan rannsóknarstofu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vísindi Bandaríkin Orkumál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynna meiriháttar stökk í kjarnasamruna Bandaríska orkumálaráðuneytið kynnir það sem er lýst sem meiriháttar áfanga í þróun kjarnasamruna á fréttamannafundi sem hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi. 13. desember 2022 14:59 Tilkynning um stóran áfanga í kjarnasamruna sögð væntanleg Bandaríska orkumálaráðuneytið ætlar að tilkynna um stóran áfanga í kjarnasamruna á morgun. Vísindamenn eru sagðir hafa náð kjarnasamruna sem framleiddi meiri orku en fór í að hrinda honum af stað. 12. desember 2022 10:32 Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. 18. ágúst 2021 09:45 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Bein útsending: Kynna meiriháttar stökk í kjarnasamruna Bandaríska orkumálaráðuneytið kynnir það sem er lýst sem meiriháttar áfanga í þróun kjarnasamruna á fréttamannafundi sem hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi. 13. desember 2022 14:59
Tilkynning um stóran áfanga í kjarnasamruna sögð væntanleg Bandaríska orkumálaráðuneytið ætlar að tilkynna um stóran áfanga í kjarnasamruna á morgun. Vísindamenn eru sagðir hafa náð kjarnasamruna sem framleiddi meiri orku en fór í að hrinda honum af stað. 12. desember 2022 10:32
Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. 18. ágúst 2021 09:45