Innlent

Eldur kom upp í vinnu­skúr og bíl á Kjalar­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Byggðin á Kjalarnesi.
Byggðin á Kjalarnesi. Vísir/Vilhelm

Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út eftir að tilkynnt var um eld í vinnuskúr og bíl á Kjalarnesi í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að eldsupptök séu talin vera í reykofni sem hafi verið staðsettur í vélarlausum bíl og var eldurinn kominn í timburkofa nærri bílnum þegar slökkvilið bar að garði.

Kemur fram að verið var að reykja kjöt.

Útkallið kom klukkan rúmlega 21 í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×