Sjálfbærni á erindi við allar atvinnugreinar Helgi Jóhann Björgvinsson, Anna Gerður Ófeigsdóttir og Jóna Rut Vignir skrifa 14. desember 2022 11:30 Umræða um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hefur aukist á síðustu árum meðal annars vegna frétta af takmörkuðum árangri í baráttunni við loftslagsvandann á heimsvísu. Sjálfbærni er flókinn og síbreytilegur málaflokkur og á köflum torskilinn. Þá líður vart sá dagur að ekki sé birt ný skammstöfun um alþjóðastaðla eða vottanir sem lagt er til að fyrirtæki tileinki sér. Loftslagsvandinn er yfirvofandi og því allar líkur á að kröfur til fyrirtækja aukist í náinni framtíð. Hlutverk Íslandsbanka er að vera hreyfiafl til góðra verka og leiðandi á sviði sjálfbærni í íslensku samfélagi. Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að samstarfi við atvinnulífið um mál tengd sjálfbærni og ábyrgum viðskiptaháttum sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs. Bankinn hefur nýverið unnið að útgáfu atvinnugreinaviðmiða (e. sector guidelines) og birt á vefsíðu sinni, fyrstur íslenskra banka. Tilgangur viðmiðanna er m.a. að stuðla að og kynna sjálfbærni fyrir fyrirtækjum landsins, vekja athygli á og veita leiðsögn um áhættu sem ólíkar atvinnugreinar kunna að vera útsettar fyrir á sviði sjálfbærni og til hvaða úrræða megi grípa til að verjast og draga úr áhættu af þeim toga. Atvinnugreinaviðmiðin eru í takti við hugmyndir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um nýja nálgun í loftslagsmálum sem felur m.a. í sér kröfu til atvinnulífsins um að setja sér mælanleg markmið í loftslagsmálum sem skipt er niður á atvinnugreinar. Viðmiðin eru hnitmiðuð skjöl sem innihalda samsafn ráðlegginga sem bankinn leggur til að viðskiptavinir sem starfa í viðkomandi atvinnugrein kynni sér. Sjálfbærniáhættu má í grunninn skipta í tvennt. Annars vegar er það raunlæg áhætta sem t.d. stafar beint af loftslagsbreytingum og getur valdið tjóni á munum og lífríki, eða raskað starfsemi fyrirtækja á margvíslegan hátt. Dæmi um raunlæga áhættu er aukin tíðni óveðra, flóð af ýmsum toga, hækkun sjávarmáls og súrnun sjávar. Hins vegar er svo margvísleg umbreytingaráhætta, sem til er komin vegna breytinga í samfélaginu sem hafa það markmið að sporna gegn raunlægri áhættu. Umbreytingaráhætta getur stafað af verkefnum sem hafa þann tilgang að flýta sjálfbærri þróun, en kunna í sömu andrá að hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Dæmi um slíka áhættu eru tækniþróun, stefnu- og lagabreytingar, orðsporsáhætta og breyttar markaðsaðstæður vegna breytts neyslumynsturs. Von Íslandsbanka er að viðmiðin einfaldi fyrirtækjum vegferðina og aðstoði við að komast af stað eða enn lengra í sjálfbærnivegferð sinni. Sjálfbærni varðar öll fyrirtæki og við viljum opna enn betur á samtalið við viðskiptavini um sjálfbærniáhættu og stýringu hennar á gagnsæjan hátt. Fyrstu atvinnugreinaviðmiðin hafa verið birt á ytri vef bankans og ná til byggingariðnaðarins. Í kjölfarið birtast á næstunni fleiri viðmið, m.a. fyrir sjávarútveginn og ferðaþjónustuna. Viðmið um sjálfbærni eru í stöðugri þróun. Atvinnugreinaviðmiðin verða því lifandi skjöl sem taka breytingum í takti við almenn viðmið og kröfur. Það er í höndum fyrirtækja landsins að undirbúa sig og verjast nýrri áhættu. Íslandsbanki vill vera fyrirtækjum innan handar og aðstoða við umbreytinguna eins vel og kostur er. Sjálfbærnimarkmið stjórnvalda eru metnaðarfull en til að þeim verði náð er ljóst að til þarf aðkomu atvinnulífsins af fullum krafti. Sjálfbærni á því erindi við öll svið atvinnulífsins. Höfundar eru hluti af sjálfbærniteymi Viðskiptabanka Íslandsbanka: Helgi Jóhann Björgvinsson, lánastjóriAnna Gerður Ófeigsdóttir, fyrirtækjaráðgjafiJóna Rut Vignir, sérfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Umræða um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hefur aukist á síðustu árum meðal annars vegna frétta af takmörkuðum árangri í baráttunni við loftslagsvandann á heimsvísu. Sjálfbærni er flókinn og síbreytilegur málaflokkur og á köflum torskilinn. Þá líður vart sá dagur að ekki sé birt ný skammstöfun um alþjóðastaðla eða vottanir sem lagt er til að fyrirtæki tileinki sér. Loftslagsvandinn er yfirvofandi og því allar líkur á að kröfur til fyrirtækja aukist í náinni framtíð. Hlutverk Íslandsbanka er að vera hreyfiafl til góðra verka og leiðandi á sviði sjálfbærni í íslensku samfélagi. Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að samstarfi við atvinnulífið um mál tengd sjálfbærni og ábyrgum viðskiptaháttum sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs. Bankinn hefur nýverið unnið að útgáfu atvinnugreinaviðmiða (e. sector guidelines) og birt á vefsíðu sinni, fyrstur íslenskra banka. Tilgangur viðmiðanna er m.a. að stuðla að og kynna sjálfbærni fyrir fyrirtækjum landsins, vekja athygli á og veita leiðsögn um áhættu sem ólíkar atvinnugreinar kunna að vera útsettar fyrir á sviði sjálfbærni og til hvaða úrræða megi grípa til að verjast og draga úr áhættu af þeim toga. Atvinnugreinaviðmiðin eru í takti við hugmyndir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um nýja nálgun í loftslagsmálum sem felur m.a. í sér kröfu til atvinnulífsins um að setja sér mælanleg markmið í loftslagsmálum sem skipt er niður á atvinnugreinar. Viðmiðin eru hnitmiðuð skjöl sem innihalda samsafn ráðlegginga sem bankinn leggur til að viðskiptavinir sem starfa í viðkomandi atvinnugrein kynni sér. Sjálfbærniáhættu má í grunninn skipta í tvennt. Annars vegar er það raunlæg áhætta sem t.d. stafar beint af loftslagsbreytingum og getur valdið tjóni á munum og lífríki, eða raskað starfsemi fyrirtækja á margvíslegan hátt. Dæmi um raunlæga áhættu er aukin tíðni óveðra, flóð af ýmsum toga, hækkun sjávarmáls og súrnun sjávar. Hins vegar er svo margvísleg umbreytingaráhætta, sem til er komin vegna breytinga í samfélaginu sem hafa það markmið að sporna gegn raunlægri áhættu. Umbreytingaráhætta getur stafað af verkefnum sem hafa þann tilgang að flýta sjálfbærri þróun, en kunna í sömu andrá að hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Dæmi um slíka áhættu eru tækniþróun, stefnu- og lagabreytingar, orðsporsáhætta og breyttar markaðsaðstæður vegna breytts neyslumynsturs. Von Íslandsbanka er að viðmiðin einfaldi fyrirtækjum vegferðina og aðstoði við að komast af stað eða enn lengra í sjálfbærnivegferð sinni. Sjálfbærni varðar öll fyrirtæki og við viljum opna enn betur á samtalið við viðskiptavini um sjálfbærniáhættu og stýringu hennar á gagnsæjan hátt. Fyrstu atvinnugreinaviðmiðin hafa verið birt á ytri vef bankans og ná til byggingariðnaðarins. Í kjölfarið birtast á næstunni fleiri viðmið, m.a. fyrir sjávarútveginn og ferðaþjónustuna. Viðmið um sjálfbærni eru í stöðugri þróun. Atvinnugreinaviðmiðin verða því lifandi skjöl sem taka breytingum í takti við almenn viðmið og kröfur. Það er í höndum fyrirtækja landsins að undirbúa sig og verjast nýrri áhættu. Íslandsbanki vill vera fyrirtækjum innan handar og aðstoða við umbreytinguna eins vel og kostur er. Sjálfbærnimarkmið stjórnvalda eru metnaðarfull en til að þeim verði náð er ljóst að til þarf aðkomu atvinnulífsins af fullum krafti. Sjálfbærni á því erindi við öll svið atvinnulífsins. Höfundar eru hluti af sjálfbærniteymi Viðskiptabanka Íslandsbanka: Helgi Jóhann Björgvinsson, lánastjóriAnna Gerður Ófeigsdóttir, fyrirtækjaráðgjafiJóna Rut Vignir, sérfræðingur
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun