„Ég fann norðurevrópska kuldann fylla hjartað mitt þegar ég fylgdist með þessu“ Snorri Másson skrifar 16. desember 2022 08:55 Sigurjón Guðjónsson (@SiffiG) og Tómas Steindórsson (@tommisteindors), báðir einkum þekktir af málflutningi sínum á samfélagsmiðlinum Twitter, voru fengnir í pallborð Íslands í dag til að gera upp árið á Twitter. Þar kom margt misgott fram, en á meðal þess er það sem Siffi taldi tvímælalaust versta augnablik ársins á samfélagsmiðlinum: „Það var eitt sem vakti upp óhug hjá mér. Það er þegar einhver spurði fylgjendur sína hver væri með flottasta rassinn á forritinu. Sigurjón Guðjónsson, betur þekktur sem Siffi G, hefur margt að segja um framvindu mála á einum mest notaða samfélagsmiðli landsmanna.Vísir/Garpur Þá byrjaði fólk að metast og pósta myndum af rassinum sínum. Einn póstaði myndbandi af sér að dilla sér. Og ég fann norðurevrópska kuldann fylla hjartað mitt þegar ég fylgdist með þessu.“ Tómas tók undir þetta: „Þetta er ofbeldi gagnvart mér þegar ég sé svona.“ Að mati Tómasar reyndist versta tíst ársins vera ummæli óþekkts ungs sjálfstæðismanns sem benti á að „einstaklingurinn“ væri í raun stærsti minnihlutahópurinn. Það er af mörgu að taka á Twitter árið 2022 og breytingarnar eru þær helstar að sögn þessara álitsgjafa, að þrótturinn er farinn úr slaufunartilburðum góða fólksins, eins og þeir eru kallaðir. Í þættinum er valinn nýliði ársins, besta tíst ársins og versta tíst ársins. Eins og Tómas segir réttilega er þetta ekki einfalt mál því að hvert tíst hefur margar hliðar: „Þetta getur verið það sama, besta og versta.“ Sjón er sögu ríkari, umfjöllunin hefst á fyrstu mínútu þáttarins og þar eru tíst ársins hvort sem eru verstu eða bestu sýnd í nánast allri sinni dýrð. Farið var yfir árið í sérstökum uppgjörsþætti Íslands í dag. Gestir voru Sigurjón Guðjónsson og Tómas Steindórsson.Vísir/Garpur Samfélagsmiðlar Twitter Ísland í dag Tengdar fréttir Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12 Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Þar kom margt misgott fram, en á meðal þess er það sem Siffi taldi tvímælalaust versta augnablik ársins á samfélagsmiðlinum: „Það var eitt sem vakti upp óhug hjá mér. Það er þegar einhver spurði fylgjendur sína hver væri með flottasta rassinn á forritinu. Sigurjón Guðjónsson, betur þekktur sem Siffi G, hefur margt að segja um framvindu mála á einum mest notaða samfélagsmiðli landsmanna.Vísir/Garpur Þá byrjaði fólk að metast og pósta myndum af rassinum sínum. Einn póstaði myndbandi af sér að dilla sér. Og ég fann norðurevrópska kuldann fylla hjartað mitt þegar ég fylgdist með þessu.“ Tómas tók undir þetta: „Þetta er ofbeldi gagnvart mér þegar ég sé svona.“ Að mati Tómasar reyndist versta tíst ársins vera ummæli óþekkts ungs sjálfstæðismanns sem benti á að „einstaklingurinn“ væri í raun stærsti minnihlutahópurinn. Það er af mörgu að taka á Twitter árið 2022 og breytingarnar eru þær helstar að sögn þessara álitsgjafa, að þrótturinn er farinn úr slaufunartilburðum góða fólksins, eins og þeir eru kallaðir. Í þættinum er valinn nýliði ársins, besta tíst ársins og versta tíst ársins. Eins og Tómas segir réttilega er þetta ekki einfalt mál því að hvert tíst hefur margar hliðar: „Þetta getur verið það sama, besta og versta.“ Sjón er sögu ríkari, umfjöllunin hefst á fyrstu mínútu þáttarins og þar eru tíst ársins hvort sem eru verstu eða bestu sýnd í nánast allri sinni dýrð. Farið var yfir árið í sérstökum uppgjörsþætti Íslands í dag. Gestir voru Sigurjón Guðjónsson og Tómas Steindórsson.Vísir/Garpur
Samfélagsmiðlar Twitter Ísland í dag Tengdar fréttir Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12 Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12
Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28