Fela ráðherra að endurskoða styrki í ljósi fjölmiðlaumræðu Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 20:53 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fær það verkefni að útfæra viðbótarstyrk við einkarekna fjölmiðla sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar beinir því til ráðherra að endurskoða reglur um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um ákvörðun nefndarinnar um hundrað milljón króna styrk til framleiðslu sjónvarpsefnis. Tillaga meirihluta fjárlaganefndar um að veita hundrað milljónir króna til þess að styrkja einkarekna fjölmiðla sem framleiða sjónvarpsefni um landsbyggðina var samþykkt í annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum. Kjarninn greindi frá því í dag að tillagan hefði verið sett inn í nefndarálit fjárlaganefndar eftir beiðni framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri. Framkvæmdastjórinn er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, fulltrúa Framsóknarflokksins, í fjárlaganefnd sem stóð að meirihlutaálitinu. Gagnrýnendur tillögunnar sögðu hana í reynd fela í sér styrk við einn tiltekinn fjölmiðil, N4. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meirihluta nefndarinnar hafa tekið úr sambandi leikreglur um hvernig styrkjum til einkarekinna fjölmiðla er úthlutað í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formaður Blaðamannafélagsins sagði ekki hægt að réttlæta styrkveitingu á svo duttlungafullan hátt í dag. Í viðbótarnefndaráliti sem var birt á vef Alþingis í kvöld er vísað til umræðu í fjölmiðlum þegar meirihlutinn beinir því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gildi um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Kjarninn og Stundin segja að með þessu falli meirihlutinn frá þeirri tillögu sem hefði falið í sér styrk til N4. Vísar Kjarninn til heimilda um að hundrað milljónirnar renni í staðinn inn í það styrkjakerfi sem er til staðar fyrir einkareikna fjölmiðla. Vísir hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, eða öðrum nefndarmanni sem gæti skýrt hvað nýjasta tillaga meirihlutans þýðir í reynd. Vilhjálmur Árnason, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, segir hins vegar að af sinni hálfu hafi aldrei staðið til að styrkja aðeins einn fjölmiðil. Ætlunin hafi verið að styrkurinn væri opinn öllum fjölmiðlum sem fjölluðu um landsbyggðina, óháð staðsetningu. Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Tillaga meirihluta fjárlaganefndar um að veita hundrað milljónir króna til þess að styrkja einkarekna fjölmiðla sem framleiða sjónvarpsefni um landsbyggðina var samþykkt í annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum. Kjarninn greindi frá því í dag að tillagan hefði verið sett inn í nefndarálit fjárlaganefndar eftir beiðni framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri. Framkvæmdastjórinn er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, fulltrúa Framsóknarflokksins, í fjárlaganefnd sem stóð að meirihlutaálitinu. Gagnrýnendur tillögunnar sögðu hana í reynd fela í sér styrk við einn tiltekinn fjölmiðil, N4. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meirihluta nefndarinnar hafa tekið úr sambandi leikreglur um hvernig styrkjum til einkarekinna fjölmiðla er úthlutað í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formaður Blaðamannafélagsins sagði ekki hægt að réttlæta styrkveitingu á svo duttlungafullan hátt í dag. Í viðbótarnefndaráliti sem var birt á vef Alþingis í kvöld er vísað til umræðu í fjölmiðlum þegar meirihlutinn beinir því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gildi um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Kjarninn og Stundin segja að með þessu falli meirihlutinn frá þeirri tillögu sem hefði falið í sér styrk til N4. Vísar Kjarninn til heimilda um að hundrað milljónirnar renni í staðinn inn í það styrkjakerfi sem er til staðar fyrir einkareikna fjölmiðla. Vísir hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, eða öðrum nefndarmanni sem gæti skýrt hvað nýjasta tillaga meirihlutans þýðir í reynd. Vilhjálmur Árnason, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, segir hins vegar að af sinni hálfu hafi aldrei staðið til að styrkja aðeins einn fjölmiðil. Ætlunin hafi verið að styrkurinn væri opinn öllum fjölmiðlum sem fjölluðu um landsbyggðina, óháð staðsetningu.
Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira