Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2022 07:52 David DePape árið 2013. Hann er grunaður um tilraun til manndráps með árás sinni á Paul Pelosi í Kaliforníu í október. AP Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. Þetta kom fram þegar lögreglumaðurinn sem yfirheyrði hinn meinta árásarmann, David DePape, gaf skýrslu í dómsal í gær. Sagði hann að á „dauðalista“ árásarmannsins hafi einnig verið að finna Hunter Biden, son Joe Biden Bandaríkjaforeta, og Demókratann Gavin Newson, ríkisstjóra Kaliforníu, auk Tom Hanks. DePape er ákærður í sex liðum, meðal annars fyrir tilraun til manndráps vegna árásarinnar á Paul Pelosi þann 28. október síðastliðinn. DePape hefur neitað sök í öllum ákæruliðum. Stórleikarinn Tom Hanks á frumsýningu fyrr í mánuðinum.AP Dómari mat það sem svo að lokinni fjögurra tíma skýrslugjöf að sannanir væru nægar til að halda réttarhöldum áfram. Fram kom í máli saksóknara að DePape hafi ætlað sér að taka Nancy Pelosi í gíslingu, en að hún hafi verið í höfuðborginni Washington DC þegar ráðist var inn á heimilið. Í frétt BBC segir að símtal hins 82 ára Paul Pelosi til neyðarlínunnar hafi verið spilað í dómsal í gær. Kom þar fram að hann hafi ekki þekkt til árásarmannsins. Lögregla bar að garði skömmu áður en DePape barði Pelosi með hamri í höfuðið þannig að höfuðkúpa hans brotnaði. Nancy Pelosi og eiginmaður hennar Paul Pelosi.AP Hamarinn sem notaður var í árásinni var sýnt sem sönnunargagn í dómsalnum í gær og þá voru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem komu á vettvang einnig sýndar. Mátti þar sjá lögreglumenn krefja DePape um að sleppa hamrinum. Hann sagði þá: „Uh, nei“ (e. „Uh, nope“) og barði svo Pelosi í höfuðið með hamrinum. Réttarhöldum í málinu verður fram haldið þann 28. desember næstkomandi. Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Tengdar fréttir Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47 Innbrotið hjá Pelosi náðist á mynd en enginn var að horfa Innbrot á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í San Francisco náðist á öryggismyndavélar þinglögreglu Bandaríkjanna. Enginn lögregluþjónn fylgdist þó með myndavélinni. 2. nóvember 2022 16:17 Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Þetta kom fram þegar lögreglumaðurinn sem yfirheyrði hinn meinta árásarmann, David DePape, gaf skýrslu í dómsal í gær. Sagði hann að á „dauðalista“ árásarmannsins hafi einnig verið að finna Hunter Biden, son Joe Biden Bandaríkjaforeta, og Demókratann Gavin Newson, ríkisstjóra Kaliforníu, auk Tom Hanks. DePape er ákærður í sex liðum, meðal annars fyrir tilraun til manndráps vegna árásarinnar á Paul Pelosi þann 28. október síðastliðinn. DePape hefur neitað sök í öllum ákæruliðum. Stórleikarinn Tom Hanks á frumsýningu fyrr í mánuðinum.AP Dómari mat það sem svo að lokinni fjögurra tíma skýrslugjöf að sannanir væru nægar til að halda réttarhöldum áfram. Fram kom í máli saksóknara að DePape hafi ætlað sér að taka Nancy Pelosi í gíslingu, en að hún hafi verið í höfuðborginni Washington DC þegar ráðist var inn á heimilið. Í frétt BBC segir að símtal hins 82 ára Paul Pelosi til neyðarlínunnar hafi verið spilað í dómsal í gær. Kom þar fram að hann hafi ekki þekkt til árásarmannsins. Lögregla bar að garði skömmu áður en DePape barði Pelosi með hamri í höfuðið þannig að höfuðkúpa hans brotnaði. Nancy Pelosi og eiginmaður hennar Paul Pelosi.AP Hamarinn sem notaður var í árásinni var sýnt sem sönnunargagn í dómsalnum í gær og þá voru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem komu á vettvang einnig sýndar. Mátti þar sjá lögreglumenn krefja DePape um að sleppa hamrinum. Hann sagði þá: „Uh, nei“ (e. „Uh, nope“) og barði svo Pelosi í höfuðið með hamrinum. Réttarhöldum í málinu verður fram haldið þann 28. desember næstkomandi.
Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Tengdar fréttir Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47 Innbrotið hjá Pelosi náðist á mynd en enginn var að horfa Innbrot á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í San Francisco náðist á öryggismyndavélar þinglögreglu Bandaríkjanna. Enginn lögregluþjónn fylgdist þó með myndavélinni. 2. nóvember 2022 16:17 Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47
Innbrotið hjá Pelosi náðist á mynd en enginn var að horfa Innbrot á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í San Francisco náðist á öryggismyndavélar þinglögreglu Bandaríkjanna. Enginn lögregluþjónn fylgdist þó með myndavélinni. 2. nóvember 2022 16:17
Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01
Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23