Aðstoðarmaður Ásmundar Einars hafi staðfest að ÍBV fengi 100 milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2022 07:56 Forsvarsmenn ÍBV telja að heildartjónið vegna faraldursins og samkomutakmarkananna sé vel yfir 300 milljónir króna. Vísir/Elísabet Hanna Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV) hefur óskað eftir að fjárlaganefnd tryggi að ríkið greiði félaginu sextíu milljóna króna eftirstöðvar af hundrað milljóna króna styrk sem hann segir að félaginu hafi verið lofað vegna „gríðarlegs tekjubrests“ af hátíðarhaldi árin 2020 og 2021 vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í erindi Haraldar Pálssonar, framkvæmdastjóra ÍBV, til fjárlaganefndar. Þar kemur jafnframt að aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra hafi „staðfest að félagið fengi 100 milljónir króna úr sjóðnum bæði í samtölum og í smáskilaboðum“. Kjarninn fjallaði um málið í gær. Haraldur segir í bréfinu að í tengslum við fjáraukalög fyrir síðasta ár hafi forsvarsmenn ÍBV fengið skilaboð um að félagið fengi hundrað milljónir króna til að bæta fyrir tekjutap þar sem aflýsa hafi þurft Þjóðhátíð í Eyjum vegna heimsfaraldursins. Félagið metur sem svo að heildartjón félagsins vegna faraldursins og samkomutakmarkananna sé vel yfir þrjú hundruð milljónir króna. Þeim hafi hins vegar brugðið þegar í ljós kom að einungis fjörutíu milljónir króna hafi borist félaginu í apríl síðastliðinn frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Það hafi gerst eftir „ótöl símtöl og vandræðalega mikla eftirgrennslan“, segir í bréfi Haraldar. Haraldur Pálsson (til vinstri) tók við starfi framkvæmdastjóra ÍBV á síðasta ári.ÍBV Fjárhagsstaðan erfið Í erindinu segir að ÍBV reiði sig á tekjur frá Þjóðhátíð til móts við æfingagjöld og styrki fyrirtækja. „Af þessum sökum er félagið í erfiðri fjárhagsstöðu um þessar mundir og á erfitt með að standa í skilum í sínum rekstri.“ Félagið óskar í erindinu því eftir að fjárlaganefnd taki málið sérstaklega fyrir og veiti félaginu viðbótarstyrk svo það „geti haldið áfram að halda við innviðum Þjóðhátíðarinnar og náð endum saman“. Vilja forsvarsmenn að „staðið verði við fyrri loforð gagnvart þeim styrk sem ákveðinn var við úrvinnslu fjáraukalaga fyrir árið 2021, en þar hafa einungis fengist greiddar 40 milljónir króna af þeim 100 milljónum króna sem félaginu hafði áður verið tilkynnt“. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Einar Tveir þriðju rynnu óskipt til ÍBV Haraldur ræðir ennfremur í erindinu að við vinnslu fjáraukalaga fyrir síðasta ár hafi fjárlaganefnd borist tillaga að styrk til íþrótta- og æskulýðsfélögum vegna tekjumissis ýmissa viðburða árið 2021 sem fella þurfti niður með skömmum fyrirvara þegar samkomutakmarkanir tóku aftur gildi. Þar hafi verið vilji ríkisstjórnarinnar að veita sextíu milljónum króna í málefnið þar sem skilyrt væri að fjörutíu milljónir hið minnsta færu óskiptar til ÍBV. „Fjárlaganefnd tók málið fyrir og mat stöðuna þannig, byggt á fyrirliggjandi gögnum, að hækka ætti framlagið í 100 milljónir króna og halda hlutföllunum um lágmarkshlut ÍBV óbreyttu eða 2/3. Ekkert var því til fyrirstöðu að ef ekkert annað félag myndi sækja í þennan sjóð á sömu forsendum og að ÍBV fengi þannig allan sjóðinn, enda höfðu aðgerðir stjórnvalda orðið til þess að félagið hafi orðið af 230 milljónum króna hið minnsta undanfarin tvö árin,“ segir í erindi Haraldar. ÍBV Vestmannaeyjar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í erindi Haraldar Pálssonar, framkvæmdastjóra ÍBV, til fjárlaganefndar. Þar kemur jafnframt að aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra hafi „staðfest að félagið fengi 100 milljónir króna úr sjóðnum bæði í samtölum og í smáskilaboðum“. Kjarninn fjallaði um málið í gær. Haraldur segir í bréfinu að í tengslum við fjáraukalög fyrir síðasta ár hafi forsvarsmenn ÍBV fengið skilaboð um að félagið fengi hundrað milljónir króna til að bæta fyrir tekjutap þar sem aflýsa hafi þurft Þjóðhátíð í Eyjum vegna heimsfaraldursins. Félagið metur sem svo að heildartjón félagsins vegna faraldursins og samkomutakmarkananna sé vel yfir þrjú hundruð milljónir króna. Þeim hafi hins vegar brugðið þegar í ljós kom að einungis fjörutíu milljónir króna hafi borist félaginu í apríl síðastliðinn frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Það hafi gerst eftir „ótöl símtöl og vandræðalega mikla eftirgrennslan“, segir í bréfi Haraldar. Haraldur Pálsson (til vinstri) tók við starfi framkvæmdastjóra ÍBV á síðasta ári.ÍBV Fjárhagsstaðan erfið Í erindinu segir að ÍBV reiði sig á tekjur frá Þjóðhátíð til móts við æfingagjöld og styrki fyrirtækja. „Af þessum sökum er félagið í erfiðri fjárhagsstöðu um þessar mundir og á erfitt með að standa í skilum í sínum rekstri.“ Félagið óskar í erindinu því eftir að fjárlaganefnd taki málið sérstaklega fyrir og veiti félaginu viðbótarstyrk svo það „geti haldið áfram að halda við innviðum Þjóðhátíðarinnar og náð endum saman“. Vilja forsvarsmenn að „staðið verði við fyrri loforð gagnvart þeim styrk sem ákveðinn var við úrvinnslu fjáraukalaga fyrir árið 2021, en þar hafa einungis fengist greiddar 40 milljónir króna af þeim 100 milljónum króna sem félaginu hafði áður verið tilkynnt“. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Einar Tveir þriðju rynnu óskipt til ÍBV Haraldur ræðir ennfremur í erindinu að við vinnslu fjáraukalaga fyrir síðasta ár hafi fjárlaganefnd borist tillaga að styrk til íþrótta- og æskulýðsfélögum vegna tekjumissis ýmissa viðburða árið 2021 sem fella þurfti niður með skömmum fyrirvara þegar samkomutakmarkanir tóku aftur gildi. Þar hafi verið vilji ríkisstjórnarinnar að veita sextíu milljónum króna í málefnið þar sem skilyrt væri að fjörutíu milljónir hið minnsta færu óskiptar til ÍBV. „Fjárlaganefnd tók málið fyrir og mat stöðuna þannig, byggt á fyrirliggjandi gögnum, að hækka ætti framlagið í 100 milljónir króna og halda hlutföllunum um lágmarkshlut ÍBV óbreyttu eða 2/3. Ekkert var því til fyrirstöðu að ef ekkert annað félag myndi sækja í þennan sjóð á sömu forsendum og að ÍBV fengi þannig allan sjóðinn, enda höfðu aðgerðir stjórnvalda orðið til þess að félagið hafi orðið af 230 milljónum króna hið minnsta undanfarin tvö árin,“ segir í erindi Haraldar.
ÍBV Vestmannaeyjar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira