Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. desember 2022 10:47 Sumir borgarbúar í Kænugarði leituðu skjóls á lestarstöðvum. EPA-EFE/ROMAN PILIPEY Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. Samkvæmt umfjöllun CNN lentu flugskeytin víða um land, þar á meðal í borgunum Kharkiv, Poltava, Ódessa, Zjytómýr, Sumy og Kænugarði. Viðvörunarbjöllurnar hafi hringt um allt land og fólk hvatt til þess að halda sig í öruggu skjóli. Sumir leituðu skjóls á lestarstöðvum. Þá eru tveir látnir og fimm særðir eftir að flugskeyti lentu á íbúðarhúsnæði í borginni Kyvyj Ríh í miðri Úkraínu. Reuters greinir frá því að talið sé að fólk sé fast undir rústum eftir sprengingarnar. Vatnsbirgðir í höfuðborginni komu illa út úr árásinni og hefur fólk verið hvatt til þess að birgja sig upp af vatni. Þá eru almenningssamgöngur í uppnámi vegna sprenginganna. Innviðaárásir hafa ekki verið óalgengar síðustu mánuði og virðist rafmagnsleysi vera daglegt brauð. Á ráðstefnu til stuðnings Úkraínu í París á dögunum óskaði Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu frá bandalagsþjóðum og alþjóðastofnunum. Fjárfestingunni kallaði hann meðal annars eftir vegna viðkvæmrar stöðu rafkerfis landsins. Tryggja þyrfti aðgang að hita og rafmagni fyrir erfiða veturinn fram undan. Í fyrrradag birtist viðtal við yfirmann úkraínskra herafla, Valery Zaluzhny þar sem hann sagðist viss um að Rússar myndu gera aðra atlögu að Kænugarði. Þá sagði hann Rússa vera að byggja upp nýjan her með tvö hundruð þúsund manns sem kvaddir hafa verið í herinn á síðustu mánuðum og árásin væri líkleg til þess að á næsta ári. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun CNN lentu flugskeytin víða um land, þar á meðal í borgunum Kharkiv, Poltava, Ódessa, Zjytómýr, Sumy og Kænugarði. Viðvörunarbjöllurnar hafi hringt um allt land og fólk hvatt til þess að halda sig í öruggu skjóli. Sumir leituðu skjóls á lestarstöðvum. Þá eru tveir látnir og fimm særðir eftir að flugskeyti lentu á íbúðarhúsnæði í borginni Kyvyj Ríh í miðri Úkraínu. Reuters greinir frá því að talið sé að fólk sé fast undir rústum eftir sprengingarnar. Vatnsbirgðir í höfuðborginni komu illa út úr árásinni og hefur fólk verið hvatt til þess að birgja sig upp af vatni. Þá eru almenningssamgöngur í uppnámi vegna sprenginganna. Innviðaárásir hafa ekki verið óalgengar síðustu mánuði og virðist rafmagnsleysi vera daglegt brauð. Á ráðstefnu til stuðnings Úkraínu í París á dögunum óskaði Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu frá bandalagsþjóðum og alþjóðastofnunum. Fjárfestingunni kallaði hann meðal annars eftir vegna viðkvæmrar stöðu rafkerfis landsins. Tryggja þyrfti aðgang að hita og rafmagni fyrir erfiða veturinn fram undan. Í fyrrradag birtist viðtal við yfirmann úkraínskra herafla, Valery Zaluzhny þar sem hann sagðist viss um að Rússar myndu gera aðra atlögu að Kænugarði. Þá sagði hann Rússa vera að byggja upp nýjan her með tvö hundruð þúsund manns sem kvaddir hafa verið í herinn á síðustu mánuðum og árásin væri líkleg til þess að á næsta ári.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira