Löggan sinnir betlara, þefar uppi graslykt og ræðir við gervilöggur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 19:30 Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með starfsmann á Twitter-vaktinni í kvöld þar sem greint er frá öllum útköllum lögreglunnar. Twitter-verkefnið stendur í hálfan sólarhring. „Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó,“ segir í einu tísti. Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað,“ segir í öðru. Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla,“ segir í því þriðja. Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tíst er undir myllumerkinu #löggutíst. Sum tístin vekja meiri athygli en önnur. „Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð,“ segir í tísti sem uppskorið hefur fimmtíu læk þegar þetta er skrifað. Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnin afar ólík. „Við erum að gera þetta til að gefa fólki innsýn í okkar störf sem eru mjög margbreytileg, og reyna mismikið á.“ Hún segir að eftirlit með ölvunarakstri og fíkniefnaakstri verði mikið í kvöld. Sömuleiðis með rafhlaupahjólum. „Það er líka þannig að maður á ekki að fara undir áhrifum áfengis á þau. Þau hafa valdið mörgum slysum,“ segir Halla. Hún minnir á að það sé gul viðvörun í gangi og von á jólasnjó í kvöld. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að tíst verði til klukkan fjögur í nótt. „Það er nú þannig að maður veit aldrei hvað nóttin, eða vaktin ber í skauti sér,“ segir Elín Agnes. Samfélagsmiðlar Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Kópavogur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó,“ segir í einu tísti. Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað,“ segir í öðru. Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla,“ segir í því þriðja. Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tíst er undir myllumerkinu #löggutíst. Sum tístin vekja meiri athygli en önnur. „Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð,“ segir í tísti sem uppskorið hefur fimmtíu læk þegar þetta er skrifað. Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnin afar ólík. „Við erum að gera þetta til að gefa fólki innsýn í okkar störf sem eru mjög margbreytileg, og reyna mismikið á.“ Hún segir að eftirlit með ölvunarakstri og fíkniefnaakstri verði mikið í kvöld. Sömuleiðis með rafhlaupahjólum. „Það er líka þannig að maður á ekki að fara undir áhrifum áfengis á þau. Þau hafa valdið mörgum slysum,“ segir Halla. Hún minnir á að það sé gul viðvörun í gangi og von á jólasnjó í kvöld. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að tíst verði til klukkan fjögur í nótt. „Það er nú þannig að maður veit aldrei hvað nóttin, eða vaktin ber í skauti sér,“ segir Elín Agnes.
Samfélagsmiðlar Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Kópavogur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira