Gert er ráð fyrir því að færð muni spillast enn frekar með kvöldinu þegar hvessa tekur. Vegfarendur eru beðnir um að sýna biðlund og fara ekki af stað á illa búnum bílum, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Garðvegur lokaður: Færð um Ásbrú og Innri-Njarðvík mjög slæm

Færð um Ásbrú og Innri-Njarðvík er mjög slæm. Garðvegur verður lokaður í einhvern tíma vegna snjómoksturs. Á svæðinu er enn mjög þungfært.