Birgir fundaði með talíbönum í Afganistan Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. desember 2022 23:30 Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti erlendi stjórnmálamaðurinn til að heimsækja talíbana síðan þeir tóku völd í águst. Hann segir mikilvægt að alþjóðasamfélagið ræði við talíbana, annars muni það aðeins bitna á almenningi. Birgir hvatti ríkisstjórn talíbana til að virða mannréttindi. Birgir hélt til Afganistan í byrjun desember. Ferðin var á vegum Evrópuráðsins og var Birgir valinn til að gera skýrslu um stöðu afganskra flóttamanna og stöðuna í Afganistan almennt. Margt hefur breyst síðan talíbanar tóku völd; rúm milljón Afgana hefur flúið til Pakistan og fjórar milljónir hafa farið til Íran. Birgir flaug frá Pakistan með flugvél frá Sameinuðu þjóðunum og gisti í bækistöð samtakanna í Kabúl. Þar fékk hann brynvarinn bíll, aðstoðarmann og bílstjóra. Hann segir að heimsóknin feli ekki í sér viðurkenningu á talíbanastjórninni. Evrópuráðið telji hins vegar nauðsynlegt að fá skýrari mynd af stöðunni. „Ástandið í Afganistan er ekki gott. Meginástæðurnar fyrir því eru fyrst og fremst efnahagsástandið, sem er mjög dapurlegt. Það vantar um það bil tvær milljónir starfa á næstu þremur árum, það þarf að koma einkaframtakinu aftur í gang og það er lítið um störf almennt.“ „Mjög mikil mengun“ Hann segir að ástandið sé verst í dreifbýli borgarinnar, þar sem íbúar reiða sig einna helst á landbúnað. Vegna gríðarlegra þurrka er ástandið erfitt, börn eru vannærð og atvinnuleysi víða. „Það er mjög mikil mengun, ryk og ekki beint aðlaðandi umhverfi því miður.“ Konum er ekki skylt að vera í búrku að hans sögn en búrkunotkun hefur aukist um helming eftir valdatöku talíbana.Aðsend/Birgir Þórarinsson Birgir fór á fund með Haqqini, ráðherra málefna flóttamanna, í ríkisstjórn talíbana í landinu. Hann segir að talíbönum sé mikið í mun að alþjóðasamfélagið ræði við þá, þeir hafi ekki fengið viðurkenningu enn sem komið er. „Ég mun mæla með því í þessari skýrslu minni að ríki Evrópuráðsins muni alla vega ræða við þá, ef það verður ekki gert og þeir verða útilokaðir þá hefur það mjög alvarlegar afleiðingar fyrir almenning í landinu. Og sérstaklega varðandi þróunaraðstoðina,“ segir Birgir. Tvö hundruð þúsund konur misst vinnuna Staða kvenna í landinu hefur versnað til muna og fór hann meðal annars á fund afganskra baráttukvenna, Afghan Women‘s Advisory Group. „Það er búið að leggja niður ráðuneyti jafnréttismála, það eru um það bil tvö hundruð þúsund konur sem hafa misst vinnuna eftir að talíbanarnir tóku við. Þeir leggja mikla áherslu á það að stjórnin sé samkvæmt Sharia-lögum, og allar konur eigi að vera með slæðu á höfðinu. Þeir lofuðu því að þeir myndu ráða konur í opinber störf en þeir hafa ekki staðið við það.“ Birgir á fundi með baráttuhópi afganskra kvenna. Staða kvenna í landinu hefur versnað mikið eftir valdatöku talíbana.Aðsend/Birgir Þórarinsson Birgir heimsótti einnig barnaspítala í Kabúl sem hann segir að hafi verið erfitt. „Það var gríðarlegt öngþveiti á spítalanum, mikið af vannærðum börnum. Hann sagði mér framkvæmdastjórinn að það vantaði sárvantaði fjármuni til þess að geta rekið spítalann. Fyrri stjórnvöld stálu fjárveitingum, þeir fengu kannski fjörutíu eða fimmtíu prósent af því sem þeir áttu að fá í fjárveitingar en öðru var stolið af fyrri stjórnvöldum.“ Hann kynnir skýrsluna fyrir Evrópuráði í apríl á næsta ári. „Ég held að alþjóðasamfélagið verði að sætta sig við það að þeir eru komnir til valda, þeir eru ekkert á förum, og þess vegna verði að reyna að setjast niður með þeim. Annars mun almenningur bara þjást.“ Troðningurinn á barnaspítalanum var mikill og ástandið slæmt.Aðsend/Birgir Þórarinsson Afganistan Jafnréttismál Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Íslendingar erlendis Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Birgir hélt til Afganistan í byrjun desember. Ferðin var á vegum Evrópuráðsins og var Birgir valinn til að gera skýrslu um stöðu afganskra flóttamanna og stöðuna í Afganistan almennt. Margt hefur breyst síðan talíbanar tóku völd; rúm milljón Afgana hefur flúið til Pakistan og fjórar milljónir hafa farið til Íran. Birgir flaug frá Pakistan með flugvél frá Sameinuðu þjóðunum og gisti í bækistöð samtakanna í Kabúl. Þar fékk hann brynvarinn bíll, aðstoðarmann og bílstjóra. Hann segir að heimsóknin feli ekki í sér viðurkenningu á talíbanastjórninni. Evrópuráðið telji hins vegar nauðsynlegt að fá skýrari mynd af stöðunni. „Ástandið í Afganistan er ekki gott. Meginástæðurnar fyrir því eru fyrst og fremst efnahagsástandið, sem er mjög dapurlegt. Það vantar um það bil tvær milljónir starfa á næstu þremur árum, það þarf að koma einkaframtakinu aftur í gang og það er lítið um störf almennt.“ „Mjög mikil mengun“ Hann segir að ástandið sé verst í dreifbýli borgarinnar, þar sem íbúar reiða sig einna helst á landbúnað. Vegna gríðarlegra þurrka er ástandið erfitt, börn eru vannærð og atvinnuleysi víða. „Það er mjög mikil mengun, ryk og ekki beint aðlaðandi umhverfi því miður.“ Konum er ekki skylt að vera í búrku að hans sögn en búrkunotkun hefur aukist um helming eftir valdatöku talíbana.Aðsend/Birgir Þórarinsson Birgir fór á fund með Haqqini, ráðherra málefna flóttamanna, í ríkisstjórn talíbana í landinu. Hann segir að talíbönum sé mikið í mun að alþjóðasamfélagið ræði við þá, þeir hafi ekki fengið viðurkenningu enn sem komið er. „Ég mun mæla með því í þessari skýrslu minni að ríki Evrópuráðsins muni alla vega ræða við þá, ef það verður ekki gert og þeir verða útilokaðir þá hefur það mjög alvarlegar afleiðingar fyrir almenning í landinu. Og sérstaklega varðandi þróunaraðstoðina,“ segir Birgir. Tvö hundruð þúsund konur misst vinnuna Staða kvenna í landinu hefur versnað til muna og fór hann meðal annars á fund afganskra baráttukvenna, Afghan Women‘s Advisory Group. „Það er búið að leggja niður ráðuneyti jafnréttismála, það eru um það bil tvö hundruð þúsund konur sem hafa misst vinnuna eftir að talíbanarnir tóku við. Þeir leggja mikla áherslu á það að stjórnin sé samkvæmt Sharia-lögum, og allar konur eigi að vera með slæðu á höfðinu. Þeir lofuðu því að þeir myndu ráða konur í opinber störf en þeir hafa ekki staðið við það.“ Birgir á fundi með baráttuhópi afganskra kvenna. Staða kvenna í landinu hefur versnað mikið eftir valdatöku talíbana.Aðsend/Birgir Þórarinsson Birgir heimsótti einnig barnaspítala í Kabúl sem hann segir að hafi verið erfitt. „Það var gríðarlegt öngþveiti á spítalanum, mikið af vannærðum börnum. Hann sagði mér framkvæmdastjórinn að það vantaði sárvantaði fjármuni til þess að geta rekið spítalann. Fyrri stjórnvöld stálu fjárveitingum, þeir fengu kannski fjörutíu eða fimmtíu prósent af því sem þeir áttu að fá í fjárveitingar en öðru var stolið af fyrri stjórnvöldum.“ Hann kynnir skýrsluna fyrir Evrópuráði í apríl á næsta ári. „Ég held að alþjóðasamfélagið verði að sætta sig við það að þeir eru komnir til valda, þeir eru ekkert á förum, og þess vegna verði að reyna að setjast niður með þeim. Annars mun almenningur bara þjást.“ Troðningurinn á barnaspítalanum var mikill og ástandið slæmt.Aðsend/Birgir Þórarinsson
Afganistan Jafnréttismál Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Íslendingar erlendis Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira